Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.10.2015, Qupperneq 10
Svíþjóð Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. Japanski vísindamaðurinn Tu You- you fær verðlaunin fyrir að uppgötva lyf sem nefnist artemisinin og er notað við malaríu. Lyfið bjargar milljónum árlega. Þá uppgötvuðu Japaninn Satoshi Omura og Bandaríkjamaðurinn William Campbell lyf sem nefnist aver- mectin og gagnast milljónum manna gegn tveimur erfiðum sjúkdómum; fljótablindu og fílaveiki. Öllum þessum þremur sjúkdómum valda sníkjudýr, sem herja á fólk. Mal- arían berst í menn með moskítóflugum, sem skilja eftir sig einfrumunga sem ráðast á rauðu blóðkornin og valda stundum heilaskemmdum og dauða.   Fljótablindan og fílaveikin berast í menn með hringormum. Fljótablindan getur, eins og nafnið bendir til, valdið blindu en fílaveikin veldur miklum bólgum í fótum og víðar á neðri hluta líkamans. „Þessar tvær uppgötvanir hafa fært mannkyninu öflug ný tæki í baráttunni við þessa sjúkdóma, sem hafa áhrif á hundruð milljóna manna á ári hverju,“ segir í tilkynningu frá sænsku Nóbels- nefndinni. – gb Lyf sem gagnast milljónum Hans Forssberg, frá sænsku Nóbelsnefndinni, kynnir verðlaunahafa ársins í læknis- fræði á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Fréttablaðið/EPa www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði UPPFÆRSLUBÓNUS VOLKSWAGEN +65.000 kr. VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. UP!ÁHALDIÐ Litli borgarbíllinn með stóru kostina. Komdu í reynsluakstur á nýjum Volkswagen Up! og láttu hann koma þér á óvart. Við erum illa svikin ef hann verður ekki fljótlega í uppáhaldi hjá þér. AfgAniStAn Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárás- ar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir her- menn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahús- inu, sem rekið er af alþjóðlegu lækna- samtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjör ónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýs- ingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta rétt- lætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir her- menn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum her- þotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talib- anar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Past- úna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan Læknar án landamæra segja bandaríska herinn viðurkenna alvarlegan stríðs- glæp í samstarfi við afganska herinn. Loftárás á spítala í Kunduz kostaði 23 lífið. afganskir hermenn drógu á sunnudaginn afganska fánann að húni á ný í borginni Kunduz, tæpri viku eftir að talibanar náðu borginni á sitt vald. Fréttablaðið/EPa 10 sjúklingar og 13 heilbrigðisstarfsmenn létust í loftárás á sjúkrahús Lækna án landamæra í Kunduz á laugardag. þúsund manns látast árlega af völdum malaríu. 450 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 þ r i ð j U D A g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -9 8 E 0 1 6 C 2 -9 7 A 4 1 6 C 2 -9 6 6 8 1 6 C 2 -9 5 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.