Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.10.2015, Qupperneq 10
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is *M ið að v ið u p p g ef na r tö lu r fr am le ið an d a um e ld sn ey tis no tk un í b lö nd uð um a ks tr i Renault MASTER Þú tankar sjaldnar á Renault Verð frá: 3.991.935 kr. (án vsk.) 4.950.000 kr. m. vsk. RENAULT MASTER 2,3 l. dísilvél, 125 hestöfl. Eyðsla 7,8 l/100 km* GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 7 1 3 7 2 Rússland Vladimír Pútín Rússlands- forseti segir að Rússar einir séu í full- um rétti til að varpa sprengjum á Sýr- land. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Ros- síja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðju- verkasamtaka heldur á liðsmenn lög- mætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýs- ingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skot- mörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri mála- miðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórn- arhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flótta- fólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undan farið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðarupp- byggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnar- málaiðnaðurinn knýi áfram hag- vöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í við- talinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ gudsteinn@frettabladid.is Pútín vill fá Bandaríkin í lið með sér Forseti Rússlands ítrekar að tilgangur loftárása í Sýrlandi sé að styrkja stjórn forseta landsins. Hann viðurkennir jafnframt að aukin áhersla Rússa á hernað og varnarmál eigi að hjálpa til við að knýja hjól rússnesks efnahagslífs. Þannig sé gangur mála um allan heim. Úr því við erum með umboð til að- gerða frá sýrlenskum stjórn- völdum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama um- boði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands Pútin viðurkenndi í viðtalinu að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta. Hér sjást þeir Assad og Pútin funda. nordicPHotoS/AFP 1 3 . o k t ó b e R 2 0 1 5 Þ R I Ð J U d a G U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -1 B F 0 1 6 C 0 -1 A B 4 1 6 C 0 -1 9 7 8 1 6 C 0 -1 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 2 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.