Fréttablaðið - 13.10.2015, Page 16

Fréttablaðið - 13.10.2015, Page 16
Ungur og nýr þingmaður Sjálfstæðis- flokks, Vilhjálmur Árnason, hefur lagt til frumvarp sem felur í sér að áfengissala verði gefin frjáls. Ég ætla ekki að mótmæla því að þingmenn komi fram með frumvörp sem eru þeirra hjartansmál og þeim finnst skipta þjóðina máli. Þetta er fyrsta frumvarpið sem hann leggur fram einn en hann gæti verið flutningsmaður að öðrum frumvörp- um sem fleiri standa að. Ég á hins vegar mjög erfitt með að skilja hvaða hvatir liggja að baki hjá þessum ágæta og greinilega duglega þingmanni sem valda því að þetta er hans fyrsta mál á Alþingi. Hann hefur oft og tíðum talað um það að hann komi inn á Alþingi með reynslu sem lögreglumaður. Að koma því með frumvarp sem felur í sér meira aðgengi að áfengi, sem allar rann- sóknir sýna að auki neyslu og eykur þar af leiðandi á þann vanda sem er nú nægur fyrir er mér óskiljanlegt. Sem lögregluþjónn hefur hann senni- lega séð alla hörmung á heimilum þar sem áfengi leikur aðalhlutverkið, fjar- lægt börn frá drukknum mæðrum, fjarlægt ofbeldisfulla drukkna feður og látið þá láta renna af sér í fanga- klefa. Svo ekki sé nú talað um allt það sem gerist í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Ég er ekki viss um að kollegar hans í lögreglunni séu því sammála að þetta eigi að vera hans fyrsta mál á Alþingi, komandi úr starfi sem lög- reglumaður. Ég held að þeir myndu benda honum á fullt af öðrum málum sem þeir vildu sjá í forgangi. Það er ekkert sem kallar á þessa breytingu í okkar samfélagi, nema þá helst aukinn gróði fyrir verslanir sem er sennilega ekki í forgangi hjá fyrr- verandi lögreglumanni, eða hvað? Ég hvet hann því eindregið til að endurskoða þetta frumvarp og draga það til baka. Lögreglufrumvarpið Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mán- uði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í við- komandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru alls konar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annars konar ljósi á við- fangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinn- ar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mis- munun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímæla- laust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchel er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmynd- in er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjöl- margar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíær- ingurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónar- hornum. Annars vegar því að yfirstjórn tví æringsins, sem á að heita helsti vett- vangur framsækinnar myndlistar í heiminum, skuli sætta sig við að for- dómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mót- mæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eigin- lega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóða- vettvangi? Vorum við ekki til dæmis að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann á meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfara- leiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menn- ingarmála að krefjast þess að sýningar- skáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sér- stöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu. Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórn- málanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusamband- inu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefð- um í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæða- greiðslu væri umgjörð stjórnmálabarátt- unnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst hvorki aftur á bak né áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfs- skilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geð- þótta eins manns, forseta Íslands. Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálf- sögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auð- lindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða for- setakosningum næsta sumar, ef stjórn- málaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endur- speglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjór- nmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlut- ans sem leitt hefur til harkalegs stjórn- málaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum. Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnk- andi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafn- vægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauð- synlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafa- leikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Við skorum á yfirvöld menn- ingarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðar- atkvæðagreiðslu samhliða for- setakosningum næsta sumar. Að koma því með frumvarp sem felur í sér meira aðgengi að áfengi, sem allar rann- sóknir sýna að auki neyslu og eykur þar af leiðandi á þann vanda sem er nú nægur fyrir er mér óskiljanlegt. Árni Páll Árnason formaður Sam- fylkingarinnar Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius myndlistarmenn Einar Hermannsson framkvæmda- stjóri Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. ABT vörurnar fást í handhægum og þægilegum umbúðum og henta vel sem morgunverður eða millimál. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -8 3 A 0 1 6 C 0 -8 2 6 4 1 6 C 0 -8 1 2 8 1 6 C 0 -7 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 2 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.