Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 2
Félagsbústaðir selja í
Efra -Breiðholti
Félagsbústaðir stefna að því að
selja 20 íbúðir í Efra-Breiðholti á
þessu ári en 20 íbúðir við Fann-
arfellið voru seldar í september
og október á liðnu ári. Markmið-
ið með sölu íbúðanna er fyrst og
fremst að draga úr félagslegri eins-
leitni í hverfinu. Yfirlýst stefna
Félagsbústaða er að fækka íbúð-
um í Fellahverfi en þær voru 196
talsins fyrir söluna.
Um 20% af íbúðum Félagsbú-
staða hafa verið í Efra Breiðholti
en aðeins um 8% til 13% í öðrum
hverfum og er stefnt að því að
hlutfall eigna í Efra-Breiðholti
verði með svipuðum hætti og ann-
ars staðar. Ákveðið var á árinu
2005 að berjast gegn félagslegri
einsleitni og stefna í þá átt að íbúð-
irnar séu ekki allar á sama stað og
annast Félagsbústaðir stefnumót-
um þeirrar vinnu. Félagsbústaðir
fjölguðu leiguíbúðum sínum um
100 á síðasta ári en þá voru keypt-
ar 125 íbúðir en 25 seldar. Stefnt
er að því að fjölga íbúðum Félags-
bústaða um 100 á ári fram til árs-
loka 2010 með kaupum á íbúðum
víðs vegar um borgina.
Gerður fer til
rannsóknarstarfa
Gerður G. Óskaradóttir hefur
látið af störfum fræðslustjóra
Reykjavíkurborgar að eigin ósk en
hún var ráðin til þess starfs fyrir
rúmum áratug. Hún sagði tíma
kominn til breytinga og að heppi-
legt væri að skipta um starfsvett-
vang þegar breytingar urðu á yfir-
stjórn menntamála í borginni um
sl. áramót.
Þann 1. janúar sl. tók nýtt leik-
skólasvið til starfa og starfsemi
menntasviðs tók nokkrum breyt-
ingum í framhaldi af því. Gerður
G. Óskarsdóttir mun snúa sér að
fræði- og rannsóknarstörfum og
m.a. að vinnu að rannsóknarverk-
efni fyrir Reykjavíkurborg um
tengsl grunnskóla og leikskóla
annars vegar og tengsl grunnskól-
ans og framhaldsskólans hins veg-
ar.
Heimilislausir undir
þak
Gerður hefur verið samstarfs-
samningur félagsmálaráðuneyt-
isins og Reykjavíkurborgar um
stofnun og rekstur heimilis fyrir
heimilislausa í Reykjavík. Sam-
starfssamningurinn felur í sér að
félagsmálaráðuneytið og Reykja-
víkurborg standa sameiginlega
að því að koma á fót heimili með
rúm fyrir 10 heimilismenn samtím-
is, sem hvergi eiga höfði sínu að
halla og geta ekki nýtt sér önnur
úrræði.
Heimilisfólki verður boðið uppá
almenna og sérhæfða heilbrigð-
is- og hjúkrunarþjónustu og heild-
stæða félagslega ráðgjöf og stuðn-
ing til þess að ná tökum á lífi sínu,
meðal annars að sækja áfengis- og
fíkniefnameðferð. Ekki verður þó
gert að skilyrði fyrir dvöl á heim-
ilinu að viðkomandi hætti neyslu.
Félagsmálaráðuneytið og Reykja-
víkurborg munu á samningstím-
anum verja á bilinu 150 til 160
milljónum króna til stofnunar og
rekstrar þessa heimilis. Um er að
ræða tilraunaverkefni til þriggja
ára. Af hálfu félagsmálaráðuneyt-
isins er verkefnið hluti af átaki
til eflingar þjónustu við geðfatlað
fólk. Skipulag þjónustunnar sem
heimilið veitir byggist á niðurstöð-
um nefndar sem félagsmálaráð-
herra skipaði og skilaði áliti í októ-
ber 2005. Þá leggja ráðuneytið
og Reykjavíkurborg áherslu á
samstillt viðbrögð til úrbóta sam-
vinnu og samráð allra þeirra aðila
sem málið varðar.
Dregið úr laxveiði í
Elliðaánum
Áformað er að draga enn frekar
úr laxveiðum í Elliðaánum og hafa
Orkuveita Reykjavíkur og Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur sameinast
um að grípa til ráðstafana til tak-
mörkunar á veiðunum.
Nýlega greindist nýrnaveikismit
í klaklaxi úr Elliðaánum og var
hrognum undan þessum fiskum
eytt. Nýrnaveiki er landlægur
sjúkdómur í laxfiski hér á landi
og greindist smit í óvenjumörgum
ám á liðnu hausti. Af þeim sökum
verður ekki unnt að sleppa göngu-
seiðum í Elliðaárnar vorið 2008
en á undanförnum árum hefur
seiðum verið sleppt til að styrkja
laxastofn ánna. Ákveðið hefur
verið að hámarksfjöldi veiddra
laxa hvern hálfan dag sumarið
2007 verði þrír laxar í stað fjög-
urra áður til þess að fjölga þeim
löxum sem eftir verða í ánum til
hrygningar. Gert er ráð fyrir að
stytta þurfi veiðitímann í ánum
sumarið 2008 og veiðar jafnvel
takmarkaðar með öðrum hætti til
verndunar laxastofnsins. Engar
ákvarðanir hafa enn verið teknar
varðandi veiðina sumarið 2009.
Munu ákvarðanir svo langt fram
í tímann verða byggðar á mati
sem unnt verður að fá með rann-
sóknum á villtum gönguseiðum
vorið 2008. 900 laxar voru veiddir
í Elliðaánum á liðnu sumri. Þar
af var 841 fiskur af náttúruleg-
um stofni Elliðaánna en 59 voru
afrakstur seiðasleppinga.
Borginni dæmdar
skaðabætur
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt olíufélögin Ker hf, sem
áður var Olíufélagið Esso, OLÍS
og Skeljung til að greiða Reykjavík-
urborg 72 milljónir króna í bætur
vegna samráðs þeirra á níunda
áratug síðustu aldar. Þá voru félög-
in dæmd til að greiða Strætó bs.
5,8 milljónir vegna sömu saka og
bera kröfurnar dráttarvexti frá
apríl 2002.
Borgin og Strætó stefndu olíu-
félögunum vegna samráðs þeirra
og krafðist fyrrnefndi aðilinn 138
milljóna króna í skaðabætur en
Strætó 19 milljóna króna, samtals
um 157 milljónir króna. Varakrafa
borgarinnar var rúmar 72 millj-
ónir og Strætós um 5,8 milljónir
króna og varð héraðsdómur við
þeim. Þá voru olíufélögin dæmd
til að greiða um 1,2 milljónir
króna í málskostnaði í máli borg-
arinnar og um 100 þúsund krónur
í máli Strætós.
Aldrei meira rifið
Aldrei hefur verið rifið meira af
byggingum í Reykjavík en á liðnu
ári en þá var alls 51 bygging rif-
in. Árið á undan telst einnig til
metára að þessu leyti en þá voru
rifnar 47 byggingar í borginni.
Á meðal þeirra bygginga sem
voru rifnar á árinu má nefna
Hampiðjuhúsið, gömlu Lýsisverk-
smiðjuna, Faxaskála, Hraðfrysti-
húsið við Mýrargötu, Tollvöru-
geymslur og Olíubirgðastöðina
við Héðinsgötu. Af þeim sökum
varð til mikið magn af bygging-
arúrgangi á árinu en hann er að
mestu leyti urðaður í landfylling-
um Faxaflóahafna. Mikið asbest
var að finna í sumum þessara
bygginga, þ.á.m. Brokeyjarhúsun-
um við Austurbugt og í Olíustöð-
inni við Héðinsgötu en asbest var
notað við byggingar alveg fram
undir 1970 hér á landi og finnst
víða. Asbest telst til hættulegra
efna vegna þess að þegar það
brotnar þyrlast upp glernálar sem
festast í lungum eftir innöndun
og leiða oftast til dauða um 30
til 40 árum síðar. Allt asbest sem
losnar við niðurrifi er urðað í Álfs-
nesi. Samkvæmt upplýsingum frá
umhverfisviði Reykjavíkurborg-
ar hefur niðurrifi húsa fjölgað
stöðugt á undan förnum árum þar
sem rýmt hefur verið fyrir nýjum
byggingum í stað eldri bygginga
er þjónað höfðu hlutverki sínu.
Um 840 í viðtöl
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arstjóri hefur rætt við tæplega
840 borgarbúa á því hálfa ári sem
liðið er frá því að hann tók við
embætti. Í upphafi kjörtímabilsins
var borgarstjóri með viðtalstíma
einn dag í viku, fyrir hádegi á mið-
vikudögum en vegna mikillar eft-
irspurnar hefur öðrum degi verið
bætti við og tekur borgarstjóri nú
einnig á móti viðtalsgestum fyrir
hádegi á mánudögum.
Enn komast færri að en vilja því
yfir 100 manns voru á biðlista eft-
ir viðtali fyrir jól. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, borgarstjóri telur
viðtölin mjög mikilvægan hluta
af starfi sínu því með því að ræða
við borgarbúa fái hann margvís-
legar upplýsingar um hin ýmsu
mál sem eru borgarbúum hugleik-
in. Hann kveðst reyna að greiða
úr málum eða senda erindi til fag-
sviða borgarinnar eftir eðli máls
hverju sinni .
Þorsteinn í umferðar-
þjónustuna
Þorsteinn Birgisson, rekstrar-
tæknifræðingur hefur tekið við
starfi tæknilegs rekstrarstjóra
þjónustumiðstöðvar skrifstofu
gatna- og eignaumsýslu Reykjavík-
urborgar við Stórhöfða.
Um 35 manns starfa hjá þjón-
ustumiðstöðinni í nokkrum deild-
um sem sinna einkum umferðar-
merkingum, umferðarljósum, snjó-
ruðningi, hálkueyðingu og fleiri
þáttum er snerta umferðarmál.
Þorsteinn sem er Siglfirðingur,
fæddur 1951, nam rekstrartækni-
fræði í Óðinsvéum. Síðastliðin
13 ár hefur hann unnið hjá Orku-
veitu Reykjavíkur og Hitaveitunni,
nú síðast sem deildarstjóri verk-
eftirlits.
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1188 • 561 1594
Fax: 561 1594
Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími 551 1519, 893 5904
Netfang: thord@itn.is
Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
Netfang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson
Umbrot: Valur Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dreifing: Íslandspóstur
1. tbl. 14. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
S T U T T A R
B O R G A R F R É T T I R
E nn er full ástæða til þess að minna á málefni eldri borgara og nauðsyn þess að ríki og sveitarfélög taki þau til ræki-legrar endurskoðunar. Nokkuð hefur þegar verið gert en
verkefnið er stærra en svo að það verði leyst í einu vettvangi.
Hugmyndir um að heimilum, sem kallast elliheimili í dag, verði
breytt í hjúkrunarheimili eru athyglisverðar. Með því yrði unnt
að sinna fleira fólki sem þarfnast daglegrar hjúkrunar og umönn-
unar og bíður margt eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Til að svo
megi verða þarf einnig að hyggja betur að aðstæðum eldra
fólks, sem bæði vill og getur dvalið á heimilum sínum fái það
nauðsynlega aðstoð til þess. Einnig þarf að taka tekjukerfi eldri
borgara til endurskoðunar og draga úr þeim tekjutengingum
sem viðgangast og skerða lífeyri fólks nánast um leið og það
hefur einhverjar aðrar tekjur en ellilífeyri. Hugsunin að baki
afkomutryggingu eldri borgara þarf að vera sú að þegar fólk
hefur náð tilteknum aldri sé það búið að skila samfélaginu dags-
verki sínu og eigi ellilífeyri sinn óskertan burtséð frá því hvort
það vill eða getur aflað sér einhverra tekna með eigin vinnu
eftir þann tíma. Hið opinbera og hið almenna atvinnulíf þurfa
að taka höndum saman um að skapa skilyrði til sveigjanlegri
starfsloka en nú tíðkast og innan atvinnulífsins þarf að vinna
gegn þeirri æskudýrkun sem hrundið hefur mörgu eldra fólki út
af vinnumarkaði stundum löngu áður það hefur talist tímabært.
Unnið gegn einsemd
F réttir sem nýlega bárust um að kona á tíræðisaldri í Reykja-vík hafi fundist á heimili sínu eftir að hafa verið þar látin í nokkrar vikur minnir á þörfina fyrir að finna eldra fólk sem
býr einsamalt og hefur litla eða enga umgengni við aðra. Nú er
unnið að undirbúningi slíks verkefnis í Breiðholtinu. Því starfi
ber að fagna í von um að það megi bera þann árangur að fréttir
sem þessar þurfi ekki að berast samborgurunum. Vissulega get-
ur verið erfitt að fyrirbyggja að slíkir hlutir verði en með mark-
vissu starfi með eldri borgurum ætti að draga verulega úr þeirri
hættu.
Vinna þarf á vettvangi
stjórnmálaflokkanna
E kki er enn ljóst hvort málefni eldri borgara koma til með að verða eitt kosningamála í komandi þingkosningum. Litlar líkur eru að til sérframboðs þeirra muni koma enda
spurning um hvert gagn yrði í einum eða e.t.v. tveimur fulltrú-
um 65 ára og eldri á Alþingi sem hefðu ekki neinn stjórnmála-
flokkanna að baki sér. Mun vænlegra gæti orðið til árangurs að
eldri borgarar beittu sér innan hinna hefðbundnu stjórnmála-
flokka í aðdraganda kosninganna á þann hátt að málefni þeirra
gætu náð inn í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar er taka
mun til starfa að þeim loknum hvaða flokkar að henni munu
standa. Samtök eldri borgara þurfa að beita þrýstingi á stjórn-
málamenn og liðsmenn stjórnmálaflokkanna, sem nálgast þann
aldur sem um ræðir eiga að láta til sín taka á vettvangi sinna
flokka. Án öflugs þrýstings og flokksstarfs af því tagi er hætt
við að þessi mikilvægi málflokkur falli á milli skips og bryggju
þegar bitist verður um áhersluatriðin í stjórnarsamstarfi að
kosningum loknum.
Enn um eldri borgara
JANÚAR 2007
Augl‡singasími:
511 1188 & 895 8298