Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 3
Tugir fólks víða að af landinu
sendu bókina um sögu Margrét-
ar Frímannsdóttur “Stelpan frá
Stokkseyri” til Margrétar í pósti
í bón um áritun. Fyrir utan það
áritaði Margrét mikinn fjölda
bóka þar sem hún kom fram og
las upp úr sögu sinni fyrir nýlið-
in jól. Bókin um Margréti hefur
vakið mikla athygli fyrir hispurs-
lausa og hreinskilna frásögn og
er nú nær uppseld hjá bókafor-
laginu Hólum í Breiðholti sem
gaf hana út.
“Mér finnst mjög athyglisvert
að margt fólk skuli hafa sent bók-
ina í pósti til að fá áritun og það
sýnir að fólk hefur mikinn áhuga
á sögu Margrétar.” segir Guðjón
Ingi Sigurðsson, bókaútgefandi í
Hólum. “Margrét segir vissulega
frá á persónulegum og einlægum
nótum. Hvort sem hún fjallar um
uppvöxt sinn, veikindi eða afskipti
sín af stjórnmálun kemur einlægn-
in hvervetna í gegn. Hún dregur
ekkert undan og ljóst er að stund-
um hefur sviðið undan frásögn
hennar einkum þegar hún fjallar
um stjórnmálin og átökin sem
urðu í gamla Alþýðubandalaginu
í aðdraganda að stofnun Samfylk-
ingarinnar og síðar Vinstri græn-
na. Þessi sárindi hafi ekki síst kom-
ið fram í mjög svo ósmekklegum
ummælum um Margréti á vefrit-
inu Múrnum um liðin áramót.
Margrét kemur til dyranna eins
og hún er klædd hvort sem hún
fjallar um persónuleg málefni sín
og fjölskyldu sinnar eða stjórnmál-
in.” Guðjón segist að öðru leyti
vera mjög sáttur með bóksöluna
á liðinni vertíð. Auk bókarinnar
um Margréti hafi Fall Berlínar eft-
ir breska sagnfræðinginn Antony
Beevor selst mjög vel en þar dreg-
ur hann fram athyglisverða mynd
af lokum heimstyrjaldarinnar
síðari og einkum síðustu dögum
Þriðja ríkisins þýska. Hólar eru nú
búnir að fá útgáfurétt að annarri
bók Beevor og þýðing hennar er
þegar hafin. Guðjón gerir ráð fyr-
ir að hún muni koma út síðar á
þessu ári og vekja athygli ekkert
síður en Fall Berlínar.
Aðalstórvirki Hóla á liðnu ári er
þó hið vandaða verk um sögu bisk-
upsstólanna á Íslandi, sem kom
út á liðnu hausti. Bókin er um 900
blaðsíður að heimilda- og nafna-
skrám meðtöldum. Í þessu mikla
verki er saga biskupsstólanna í
Skálholti og á Hólum í Hjaltadal
rakin í viðamiklum atriðum. Vegna
þess hversu stóran þátt kirkjan
átti í þróun íslensk samfélags fyrr
á öllum og um aldir má segja að
þarna megi finna umtalsverðan
hluta Íslandssögunnar þar sem
fjallað er um margar ákvarðanir
er skiptu land og þjóð miklu máli.
Guðjón Ingi Sigurðsson, útgefandi
segir að ein sönnun þess um hver-
su mikinn fróðleik sé að ræða þá
hafi verið ákveðið að Endurmennt-
unarstofnun Háskóla Íslands efni
til námskeiðs byggðu á efni bók-
arinnar og hefst námskeiðið 8.
febrúar n.k.
3KópavogsblaðiðJANÚAR 2007
SÍMI 530 5100 FAX 530 5109 INFO@FLUGSKOLI.IS WWW.FLUGSKOLI.ISHÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 FAX 522 3301 FTI@FTI.IS WWW.FTI.IS
NÁM Í BOÐI
Nám í Fjöltækniskóla Íslands er fyrir þá sem vilja verða;
vélstjórar, vélfræðingar hjá orkufyrirtækjum, flugmenn,
skipstjórar eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á
tæknisviði.
Náttúrufræðibraut. Stúdentspróf og veitir einnig
vélstjórnar-, skipstjórnar- eða einkaflugmannspróf.
Vélstjórnarbraut 1.-4. stig. Stúdentspróf og alþjóðleg
vélstjórnarréttindi.
Skipstjórnarbraut 1.-3. stig. Alþjóðleg skipstjórnarréttindi.
Flugnám við Flugskóla Íslands.
Varðskipadeild 4. stig skipstjórnar.
Nám í rekstri og stjórnun. Diplómanám.
LÁTTU DRAUMINN RÆTAST
Framtíð flugsins er björt og mikil eftirspurn eftir atvinnu-
flugmönnum víða um heim. Nú er því rétti tíminn til að láta
drauminn rætast og læra flug!
Einkaflugmannsnámskeið
Atvinnuflugmannsnám
MCC
Flugkennaraáritun
Upprifjun fyrir flugkennara
Tegundarkennari TRI (MPA)
Flugumsjónarnám
Tegundarréttindi á Boeing, Airbus og fleira
Nánari upplýsingar að finna á www.flugskoli.is.
Umsókn má fylla út á www.fti.is
Nánari upplýsingar á heimasíðunni eða í síma 522 3300
FTÍ býður upp á 140 eininga stúdentspróf af
náttúrufræðibraut þar sem einkaflugmannspróf
er innifalið.
FLUGNÁM
Fjöldi fólks bað Margréti um áritun