Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 7

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 7
Útskrift á haustönn í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti fór fram í Fella- og Hólakirkju miðvikudag- inn 20. desember. Í yfirlitsræðu Kristínar Arnalds, skólameistara, kom fram að þetta var í sextug- asta og sjötta sinn sem nemend- ur eru útskrifaðir frá skólanum. Nú voru 148 lokaprófsskírteini afhent. Bestum árangri á stúd- entsprófi nú náði Agnes Guðríð- ur Agnarsdóttir. Gaman er að nefna að aldrei hafa fleiri sjúkra- liðar verið útskrifaðir frá skólan- um en á þessari önn, eða 39. Er það ánægjulegt í ljósi umræðu um aukna þörf fyrir fólk í stétt- inni. Í haust voru tuttugu ár lið- in frá því að farið var að kenna snyrtifræði við FB og var þeim tímamótum fagnað með vinum og velunnurum. Skólameistari ræddi fjölbreyti- leika FB og benti m.a. á að algengt væri að nemendur með stúdents- próf eða burtfararpróf, frá hinum ýmsu skólum, kæmu í FB til að bæta við sig áföngum eða jafnvel heilu brautunum. Þarna sé dæmi um stöðuga þróun og endur- menntun. Þá ræddi hún ábyrgð og skyldur framhaldsskólanna gagnvart nýbúum og sagði að FB myndi sinna þeim í auknum mæli á næstu misserum. Unnið er að hinum ýmsu þró- unarverkefnum í FB. Skólinn tek- ur einnig þátt í evrópskum sam- starfsverkefnum, sem m.a. gefa nemendum og kennurum kost á að heimsækja kollega í útlönd- um og bjóða þeim hingað heim. Í innra starfi er rétt að nefna inn- leiðingu Moodle- námsstjórnunar- kerfisins, sem stýrt er af kennur- um UT-brautar. Þessi vinna hefur gengið afar vel og hafa aðrir skól- ar sóst eftir ráðgjöf og námskeiða- haldi í tengslum við kerfið. Ákveðið hefur verið að byggja við skólann og hlakka kennarar og nemendur mjög til þess, því víða hefur aðstaða verið ófull- nægjandi. Framkvæmdir hefjast vonandi á næsta ári og binda allir í skólanum miklar vonir við fram- gang þessa máls. Skólanum bárust að venju góð- ar gjafir frá ýmsum hollvinum. Þar má nefna Samtök iðnaðarins, Soroptimistaklúbb Hóla og Fella, Gideonfélagið, Bókmenntafélag- ið Drápuhlíð og Reykjavíkurdeild sjúkraliðafélagsins. Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti á sér marga góða bandamenn og stuðnings- aðila og er það ómetanlegt í skóla- starfinu. 7BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2007 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um aukinn afslátt til elli- og örorkulífeyris- þega af fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi. Samþykktin felur í sér verulegan ávinning fyrir fjöl- da elli- og örorkulífeyrisþega. Með samþykktinni hefur borgar- ráð ákveðið að viðmiðunartekjur verði hækkaðar um 20% á milli áranna 2006 og 2007. Gert er ráð fyrir að allt að 550 fleiri tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar muni þannig geta notið afsláttar eða fullrar niðurfellingar fasteigna- skatts og holræsagjalds í Reykja- vík frá því sem verið hefur. Á árinu 2007 munu allt að 4700 elli- lífeyrisþegar njóta þessa afsláttar. Skilyrði lækkunar er að elli- og örorkulífeyrisþegar eigi lögheimili í Reykjavík og séu þinglýstir eig- endur viðkomandi fasteignar eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar. Einungis verður veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Á undanförnum árum hefur afsláttur til elli- og örorku- lífeyrisþega tekið mið af hækkun- um á lífeyrisgreiðslum í almenna bótakerfinu. Gert er ráð fyrir að almenn hækkun á elli- og örorku- lífeyrisbótum sé 6% ef miðað er við forsendur Tryggingarstofn- unar vegna ársins 2007. Borgar- ráð ákvað hins vegar að hækka tekjuviðmiðið um 20% í stað 6% þannig að fleiri muni geta notið afsláttarins. Fleiri geta notið afsláttar Útskrift í FB Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 borgarblod@simnet.is borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.