Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 9
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri heiðraði Þórólf V. Þorleifsson, flokksstjóra og bíl- stjóra hjá umhverfissviði Reykja- víkurborgar á dögunum fyrir 50 ára dygga þjónustu við sorphirðu og sorpflutninga í þágu borgar- innar. Þórólfur sem býr í Blika- hólum í Breiðholtinu hóf störf hjá borginni í janúar 1957 þá 16 ára gamall og hefur starfað þar óslitið síðan. Hann hafði raunar annað í hyggju þegar hann sótt- ist eftir starfi hjá borginni en þá þessum tíma vantaði fólk í sorp- hirðina og hann slóg til. Svo vill til að faðir hans starfaði einnig við sorphirðu hjá borginni og gat Vilhjálmur þess að öskubíll- inn hafi gengið í erfðir þegar hann ávarpaði Þórólf í samsæti sem honum og nokkrum sam- starfsmönnum hans var haldið í Kaffi Flóru í Laugardal í tilefni af þessu tímamótum á starfsferli hans. Miklar breytingar hafa orðið í sorphirðunni frá því að Þórólfur hóf störf en hann starfaði sem venjulegur ruslakarl eða öskukarl eins og það var þá kallað fyrsta árið sitt í starfi en síðar tók hann við akstri og flokksstjórn og hef- ur stjórnað flokki á sama bílnum undanfarin 15 ár. Raunar er löngu hætt að kenna úrganginn við ösku og hugtökin öskubíll og öskukarl- ar heyra liðinni tíð. Mestu breyt- ingarnar á störfum við sorphirð- una urðu þegar plasttunnurnar voru teknar í notkun en áður voru notaðar þungar járntunnur og jafnvel olíutunnur undir úrgang- inn sem starfmenn urðu að draga á sérstökum sorptrillum og losa í bílana. Einnig hefur vinnudagur- inn styst því áður fyrr var unnið fram á kvöld og flesta laugardaga. Um langan tíma voru það ein- göngu karlmenn sem sinntu sorp- hirðunni en smám saman hafa konur tekið til hendi við þessa vinnu. Jafnréttið nær “í öskuna” eins og annað svo notast sé við gamalt og nær aflagt hugtak þegar umhverfismál á borð við hreinsun úrgangs er að ræða. 9BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2007 Öskubíllinn gekk í erfðir Breiðhyltingarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þórólfur V. Þorleifs- son takast í hendur og láta góð orð falla hvor í annars garð eftir að Þórólfur tók við viðurkenningunni úr hendi Vilhjálms. “Við erum ekki að hittast í fyrsta skipti því við höfum þekkst í yfir 30 ár,” sagði Vil- hjálmur við þetta tækifæri. sími 551 1990 www.myndlistaskolinn.is Spennandi Myndlistanámskeið fyrir börn og unglinga Korpúlfsstöðum Kaffi Strætó úr Mjóddinni Allar líkur eru á að Kaffi Strætó fari úr Mjóddinni með vorinu en rekstraraðila staðarins hefur verið sagt upp húsnæðinu og á hann samkvæmt uppsögn- inni að rýma það í júní. Ekki er enn ljóst hvaða starf- semi kemur í þetta húsnæði en samkvæmt heimildum blaðsins er ekki verið að rýma húsnæði Kaffi Strætó til þess að koma fyrir spila- sal þeim sem ætlaður hafði verið staður í fyrrum húsnæði ÁTVR í göngugötunni í Mjódd. Ekki er heldur ljóst hvað verður um rekst- ur Kaffis Strætó en eigandi stað- arins mun farinn að leita fyrir sér um annað húsnæði í Breiðholt- inu þar sem starfsemi hans hefur gengið vel að undanförnu.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.