Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 12
Helgina 17. til 19. nóvember fór fram Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 m. laug. Mótið var það sterkasta sem haldið hefur verið þar sem þurfti að synda töluvert hraðar til að komast í úrslit en áður hefur þekkst. Sundmenn á Íslandi þurfa sífellt að leggja meira á sig í æfingum en eru ein- nig jafnt og þétt að bæta árangur sinn það sást meðal annars á frá- bærum árangri á Íslandsmeist- aramótinu. Sundfélagið Ægir sem án efa er eitt öflugasta sundfélag landsins um þessar mundir er með heil- mikið sunduppeldi í Breiðholts- lauginni, meðal annars svokölluð Gullfiskanámskeið fyrir 4 til 6 ára börn, þar sem hvert námskeið stendur í átta vikur og síðan sundkennslu og þjálfun fyrir alla aldurhópa en elstu hóparnir æfa í Laugardalslauginni. Ægir var með sterkt lið á Íslandsmeistaramót- inu, sundmenn félagsins voru 35 talsins frá 11 ára aldri og uppúr en í heildina voru þeir 17% allra þátttakenda. Það sýnir styrk sund- félagsins að Ægirningar unnu 39% allra verðlauna og settu þar að auki fjölmörg félagsmet, 17 Reykja- víkurmet og 7 Íslandsmet. Alls 13 sundmenn frá Sundfélaginu Ægi hafa náð inní Afreks eða Unglinga- landslið Sundsambands Íslands. Sjá lista á www.sundsamband. is og á www.aegir.is. Helgina 27 til 29. janúar verður mjög spenn- andi alþjóðlegt sundmót á vegum Ægis - Reykjavik International en þangað koma margir sterkir sund- menn frá nágrannaþjóðum okkar svo sem Skotlandi og Noregi, ein- nig vel þekkt sundkona og heims- meistari frá Slóvakíu, Martina Maravcova, stundum kölluð silfur- dottningin, en hún hefur unnið til tveggja verðlauna á Ólympíuleik- um, 22 á heimsmeistaramótum og 43 á Evrópumeistaramótum. Martina hefur líka sett 3 heims- met og 16 evrópumet. 12 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007 Stelpnasveit Ægis sem tók þátt í VÍS mótinu. Anna Dís Arnardóttir, Karen Jóhannsdóttir, Marta Rós Ormsdóttir og Karen Sif Vilhjálms- dóttir kræktu sér í gullið í boðsundi. Ægirningar unnu 39% allra verðlauna Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur opnaði útibú á Korpúlfs- stöðum og er útibúið rekið í tengslum við Sjónlistamiðstöð- ina þar sem 40 til 50 myndlista- menn og hönnuðir vinna undir sama þaki. Skólinn býður nú þegar upp á námskeið fyrir börn frá 6 til12 ára en mun nú bjóða upp á fleiri námskeið fyrir þennan aldurshóp ásamt unglingahóp á aldrinum 13 til 16 þar sem færi gefst á einstaklingsmiðuðu námi. Eitt megin markmið kennslunn- ar er að örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu og þar með auka hæfni nemenda til að takast á við verkefni á frjóan hátt. Gengið er út frá grundvall- aratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, rými lit og ljós og skugga. Nemendur læra að beita ýmsum áhöldum og efnum og læra þar með að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Með því móti er leitast við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víð- ara samhengi, m.a. lista og menn- ingarsögu. Sem dæmi um verkefni sem unnið var á haustönn má nefna stóra ævintýrasteina. Nemend- ur byrjuðu á að skoða myndir af hrauni og hraunmyndun- um, skoðaðar voru myndir frá Dimmuborgum þar sem hægt er að greina tröll og andlit í hraun- inu. Næst voru ýmsar tegundir af steinum rannsakaðir með því að teikna þá. Þá var hafist handa við að búa til grind að stein eða fjalli úr hænsnavír, gips var síð- an sett utanum grindina og síð- ast var sandur og ýmsir hlutir límdir á steinana þannig að til urðu augu, nef, felustaðir, mosi og ýmislegt fleira. Einnig fengu nemendur að mála fjallasýnina út um gluggann, gerðu sjálfs- portrett, unnu í leir og margt fleira. Á vorönn verður þema námskeiðanna Myndlist-Hljóð og má búast við spennandi tilraun- um og verkefnum í tengslum við það, bæði í tvívídd og þrívídd. Á unglinganámskeiðinu verður byrjað á gipsmótun og afsteyp- um, farið verður í teikningu og málun og þemað Myndlist-Hljóð verður tekið fyrir. Á unglinganám- skeiðunum er farið dýpra í tækni og aðferðir. Allir kennarar Mynd- listaskólans eru starfandi mynd- listamenn og hönnuðir. verða Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd- höggvari, Sigríður Ólafsdóttir, málari og Elva J. Hreiðarsdótt- ir, myndlistamaður munu kenna á barnanámskeiðunum en Sari Maarit Cedergren, myndlistamað- ur mun kenna unglingahópnum á laugardögum. Myndlistaskólinn í Reykjavík á Korpúlfsstöðum Nýlega fóru 10 sundmenn úr Ægi á mót erlendis. En þau til- heyra öll afrekshópi félagsins. Ásbjörg Gústafsdóttir fór til Skot- lands og keppti í dag á skoska meistaramótinu í 25 metra laug, hún synti 200 metra fjór og bætti sinn besta tíma. Ásta var við æfingar í Edinborg í nokkra daga mótinu loknu. Hinir tíu fóru til Belgíu á Fland- ers Open en það eru: Árni Már, Oddur, Baldur Snær, Jakob Jóhann, Jón Símon, Anja Ríkey, Auður Sif, Jóhanna Gerða og Olga Sigurðar. Ægiringunum gekk vel á mótinu og lengur nokkur þeirra í úrslit- um. Sundfélagið Ægir varð aldurs- flokkameistari liða 14 ára og yngri á aldursflokkamóti meistara sem haldið var í Reykjavík 14 janúar sl. Lið Ægis hlutu 809 stig en KR næst kom með um 370 stig og rétt þar á eftir Fjölnir. Sú nýbreytni var að synt var 12 x 50 metra skriðsund; tvær hnátur og tveir hnokkar, tvær meyjar, tveir sveinar, tvær telpur og tveir drengir, skemmtilegt sund sem Ægiringar unnu. Nokkrir sundmenn úr afrekshóp Ægiringa urðu í úrslitum á sund- móti í Antwerpen í Belgíu nýlega. Jakob Jóhann varð í fyrsta sæti og Árni Már í þriðja sæti í 200 bringu, Jóhanna Gerða í fimmta sæti í 400 metra fjórsundi. Jón Símon varð í 7. sæti í 200 metra baksundi, Anja Ríkey í áttunda sæti í 200 bak- sundi og Jóhanna Gerða í níunda sæti. Stelpur í 4 x 100 metrum urðu í 6. sæti og strákar í 4 x 100 skriðsundi í sjötta sæti. Ægisfólk á ferð og flugi A-kvennasveitir Ægis settu fjögur Íslandsmet í boðsundum á ÍM 25, í 4x50 m. skriðsundi tvisvar sinnum, 4x50 m. fjórsundi og 4x100 m. skrið- sundi. Stúlkurnar sem skipuðu sveitirnar eru frá hægri efri röð: Auður Sif Jónsdóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir, Ásbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Neðri röð: Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Olga Sigurð- ardóttir, Snæfríður Jóhannsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Aldrei of seint að ganga menntaveginn Skoðið www.namsflokkar.is Nema hvað? - í kvöld Hólabrekkuskóli og Árbæjar- skóli mætast í úrslitaviðureign- inni um hverfismeistaratitilinn í Nema hvað? í borgarhluta þrjú í kvöld fimmtudaginn 25. janúar kl. 20:00 og fer keppnin fram í Miðbergi. Önnur umferð Nema hvað? í borgarhluta tvö fór fram fimmtu- daginn 18. janúar sl. einnig í Mið- bergi. Viðureignirnar í annarri umferð voru tvær. Í þeirri fyrri mættust Árbæjarskóli og Breið- holtsskóli og í seinni viður- eigninni Ölduselsskóli og Hóla- brekkuskóli. Hin besta stemm- ing var í Miðbergi þegar liðin mættu til leiks og áhorfendur hvöttu sitt fólk dyggilega. Árbæj- arskóli hafði betur í fyrri viður- eigninni við Breiðholtsskóla og Hólabrekkuskóli hafði betur gegn Ölduselsskóla seinna um kvöldið.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.