Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15
15BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2007 Íþróttafélag Reykjavíkur nær þeim merka áfanga að verða 100 ára þann 11. mars n.k. Ýmislegt verður gert til gamans á afmæl- isárinu og má t.d. nefna bók sem gefin verður út og spannar 100 ára sögu félagsins. Ýmiskonar samstarf verður milli skóla og ýmsir íþróttaviðburðir verða í tilefni þessara merku tímamóta en hápunkturinn verður að sjálf- sögðu á afmælinu sjálfu. ÍR-ingar ætla að efna til veglegr- ar afmælishátíðar 10. mars. Þá verður sérstök dagskrá fyrir yngri kynslóðina í íþróttahúsinu í Selja- skóla sem verður öllum að kostn- aðarlausu. Tilvalið verður fyrir alla fjölskylduna að koma sam- an og eiga góða og skemmtilega stund. Þar verða m.a. hoppukast- alar, ýmis leiktæki, töframaður og önnur skemmtiatriði ásamt góð- um veitingum. Um kvöldið verður hátíð í íþróttahúsinu í Austurbergi fyrir 18 ára og eldri. Þar verður matarveisla með þriggja rétta mál- tíð, veittar verða viðurkenningar, dansleikur haldinn að því loknu. Er von ÍR-inga að fjölmennt verði á þessar skemmtanir og fólk geti átt góðar stundir saman. Þess má geta að miðar á hátíðina í Austur- bergi verða seldir á skrifstofu í ÍR- heimilinu og verður það auglýst þegar nær dregur. Daginn eftir eða sunnudaginn 11. mars á sjálf- an afmælisdaginn verður boðið uppá kaffiveitingar í ÍR-heimilinu frá kl. 14.00 til 17.00. Fyrir hönd meistaraflokks karla í handbolta langar mig að gera síðasta ár upp. Árið 2006 byrjaði á því að strákarnir, það er meistaraflokkurinn fór til að byggja sig upp fyrir komandi átök í fyrstu deildinni, sem átti eftir að harðna þar sem tvö lið skyldu falla, það er að á tímabil- inu 2006 til 2007 skyldu vera tvær deildir. Þessi ferð hafði náð sínum til- gangi þegar tímabilinu 2005 til 2006 lauk liðið náði að vera í efri hlutanum eftir æsispennandi loka- sprett og sigur í síðasta leik. Eft- ir þennan leik tilkynntu Finnbogi og Júlíus að þeir hefðu ákveðið að hætta þjálfun og viljum við senda þeim bestu þakkir fyrir góð ár með ÍR. Eftir þennan síðasta leik var ennfremur tilkynnt hver yrði eftirmaður þeirra eins og all- ir handboltaunnendur vita þá er það Erlendur Ísfeld. En enn og aftur þurftum við að horfa upp á það að meirihlutinn úr byrjun- arliðnu hvarf á braut og hélt á vit ævintýranna erlendis. En eins og við vitum þá er afskaplega erfitt að missa marga góða menn á sama tíma, enda sýnir það sig hvað yngri flokka starfið og upp- byggingin hefur verið góð hjá okk- ur en þar sem við misstum flesta okkar reynslubolta þá þurftum við að leita af nýjum leikmönn- um út fyrir liðið sem er mjög blóðugt þar sem ekki eru margir hér á landi sem gætu fyllt skarð þeirra sem fóru en þó eru til ein- staka leikmenn hér heima sem gengu til liðs við okkur. Við höf- um skoðað þennan pakka að fá útlendinga til liðs við okkur enn því miður höfum við ekki pen- inga né bolmagn til að fjármagna svoleiðis dæmi þar sem það hef- ur verið þrautin þyngri að finna “sponsora” og alltaf þarf maður að vera að suða í sömu aðilun- um til að fá sporslur og það er enginn launung að hérna ì Breið- holti eru það tvö fyrirtæki sem hafa verið virkilega vinveitt okkur það eru Þín verslun Seljabraut 54 og Landsbankinn í Mjódd og vilj- um senda við þeim bestu þakkir fyrir. Núna þegar þetta er ritað í byrjun árs 2007 eru strákarnir en og aftur komir til Kanarí til að byggja sig upp fyrir komandi átök sem framundan eru í deild- inni, og bikarkeppni þar sem við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Og fyrst, að liðið er komið þetta langt í bikarnum finnst mér það ekkert ólíklegt að við förum alla leið, það er í Höllina 10. mars í úrslitaleikinn eins og við gerðum með eftirminnilega hætti í mars 2005. Þá vorum við taldir minna liðið eins og í dag þar sem keppi- nautar okkar í fjögraliða úrslit- um eru ofar í deildinni en annað kom þó á daginn við vorum miklu betri á gólfinu og í stúkunni með áhorfendur sem áttunda mann í liðinu, en því miður eftir þennan frábæra leik í Höllinni í mars 2005 hafa varla sest fleiri en 100 til 150 manns á leikjum og er það þessi fasti kjarni sem hefur stutt liðið í gegnum súrt og sætt. Maður spyr sig oft að því hvort það séu til margir dyggir stuðningsmenn hjá ÍR. Ef ég svara þessu sjálfur þá held ég ekki, ef þeir eru einhvers staðar til þá viljum við í stjórninni endilega sjá þá á öllum leikjum en ekki bara á einum úrslitaleik. Við sem störfum ì kringum hand- boltann erum flest búin að starfa mjög lengi í kringum hann þá er ég að tala um unglingaflokkana og meistaraflokkinn, því miður eins og með alla aðra sjálfboða- vinnu hefur okkur tekist illa að fá nýtt fólk inn í starfið það er einna helst ættingjar eða vinir sem hafa komið inn í starfið með okkur. En núna á afmælisárinu okkar þegar ÌR verður 100 ára þann 11. mars þá heldur maður alltaf í vonina að nýtt fólk fari að starfa með okkur því að þetta er mjög skemmtilegt og gefandi að vinna að þessu upp- bygginga starfi hérna ì Breiðholti. Með handboltakveðju. Haukur Loftsson, formaður handknattleiks- deildar ÍR skrifar: ÍR-ingar mæta Grindvíkingum ÍR-ingar léku við Skallagrím í átta liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 9. janúar s.l. ÍR- ingarnir reyndust sterkari eins og í leiknum milli jóla og nýárs og eru þar með komnir í undan- úrslit. Þar mæta þeir Grindvíkingum í Grindavík þann 28. janúar og nú skora forystumen ÍR á alla til að fjölmenna á þennan leik því leikmenn þurfi á öllum stuðningi að halda. Grindvíkingar eru sýnd veiði en alls ekki gefin. Þeim hefur gengið illa í leikjum sínum í deild- inni upp á síðkastið, en virðast nú vera að rétta úr kútnum. ÍR-ingar munu heldur betur mæta tilbúnir í þennan leik, verst að menn geta varla beðið svona lengi. GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is ÍR hundrað ára í mars Sjálfsvarnaríþróttin Taekwondo kennd hjá ÍR Taekwondo er ólympíuíþrótt sem allir geta stundað. Hún hæf- ir nánast hverjum sem er, óháð aldri, kynferði, og líkamlegu ástandi. Sem dæmi má nefna að hjá Taekwondo deild ÍR er starf- ræktur öflugur barnahópur og í fullorðinsflokkum hafa verið þó nokkrir nemendur sem eru á fimmtugsaldri og jafnvel eldri og gefa þeir hinum yngri ekkert eftir. Þá skipa konur stóran hluta nemenda. Þjálfunin er miðuð við hæfni hvers og eins og gildir það jafnt um börn og fullorðna. Auðvitað er það þó svo með Taekwondo eins og annað að sumir æfa af kappi og verða afreksmenn en aðrir stunda íþróttina ánægjunnar vegna og sjálfum sér til andlegrar og líkam- legrar uppbyggingar. Slysatíðni í Taekwondo er mjög lág. Hún er t.d. mun lægri en í ýmsum vinsæl- um boltaleikjum t.d. handbolta og fótbolta. Upphitun er ávallt góð, teygjuæfingar minnka til muna hættu á tognunum og þess hátt- ar meiðslum og öryggis er alltaf gætt við framkvæmd æfinga. Það er því ekkert að óttast því þótt Taekwondo gangi að stórum hluta til út á að læra bardagatækni þá læra nemendur einnig að forðast að beita aðra ofbeldi. Sá sem not- ar Taekwondo til að beita aðra ofbeldi ótilneyddur er ekki sann- ur Taekwondo-maður og hefur engan veginn skilið tilganginn með Taekwondo. Byrjendaæfing- ar eru á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 19:00 og laugardögum kl. 10:30 Framhaldsæfingar eru á mánudögum kl. 20:00, þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 20:30 og laugardögum kl. 10:30. Áhugasam- ir skulu ekki hika við að mæta á æfingu og athuga hvort Taekwon- do sé ekki eitthvað fyrir þá. All- ar nánari upplýsingar er að finna á glæsilegri heimasíðu félagsins www.irtaekwondo.net Knattspyrnudeild ÍR þakkar öllum iðkendum, aðstandend- um þeirra og öðrum velunnur- um deildarinnar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar öllum góðs gengis á nýju ári. Við viljum sér- staklega þakka Breiðhyltingum og öðrum fyrir viðskiptin á flugelda- markaðnum, en salan hjá ÍR tókst með ágætum í ár. Einnig viljum við þakka Landsbankanum fyrir stuðninginn en þeir gerðu okkur kleift að halda flugeldasýninguna þetta árið. Nú er spennandi ár framundan og vonumst við til þess að sjá sem flesta á vellinum. Þakkar fyrir flugeldaviðskiptin Heimasíða ÍR er www.irsida.is Þar er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um æfingatíma keppnir o.fl. Íslandsmet í desember Tvö ÍR-ungmenni settu Íslands- met í 600m hlaupi á bætingamóti Fjölnis sem fram fór í Laugardals- höllinni 16. desember sl. Það voru þau Snorri Sigurðar- son sem hljóp á 1:28.10 mín. og setti met í sveinaflokki 15 til 16 ára og Björg Gunnarsdóttir sem keppir í 12 ára flokki en hún hljóp á 1:47.12 mín. Á bætingamóti ÍR, 29. desember bætti Einar Daði Lárusson sveinametið í stangar- stökki sem haldið var í Laugar- dalshöll. Einar tvíbætti met félaga síns Brynjars Gunnarssonar sem var 3,73 m. Fyrst stökk Einar Daði 3,74 m. og svo 3,80 m. Ekki ólíklegt að við förum alla leið Snorri einn sá efnilegasti Snorri Sigurðsson ÍR sannaði rækilega að hann er einn efnileg- asti í millivegalengdahlaupi sem fram hefur komið á Íslandi á bætingamóti ÍR í Laugardalshöll- inni þann 27. desember. Snorri gerið sér lítið fyrir og bætti 12 ára gamalt sveinamet Sveins Margeirssonar UMSS þegar hann sigraði í hlaupinu á 2:00,8 mín., sem er bæting um rúmar þrjár sekúndur. Kristín Líf Ólafsdóttir ÍR hjó nærri stelpnameti sínu í 800 m. þegar hún hljóp á 2:38.0 mín. og Aníta Hinriksdóttir ÍR aðeins 10 ára gömul hljóp 800 m. á 2:39,6 mín. sem er frábær tími hjá svo ungri stelpu. Einar Daði Lárusson ÍR bætti sig vel í 60 m. hlaupi þeg- ar hann hljóp á 7.29 sek. og hjó nærri sveinametum bæði í 60 m. grind og stangarstökki Heimir Þór- isson ÍR bætti sig í 60 m. hlaupi er hann hljóp á 7.68 sek. Birna Þórisdóttir ÍR, systir Heimis, sigr- aði í 60 m. hlaupi á 8,28 sek. og Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR varð þriðja á 8.48 sek. en hún er aðeins 12 ára gömul. Alda Grave ÍR bætti sig í 60 m. hlaupi er hún hljóp á 8.56 sek. Dóróthea stökk síðan 10.34 m. í þrístökki, en hún setti á dögunum stelpnamet í þessari grein þegar hús stökk 10.48 m. Sandra Pétursdóttir ÍR varpaði kvennakúlunni í fyrsta skipti yfir 10 m. nákvæmlega 10.18 m. Arna Ómarsdóttir ÍR bætti sig einnig með kvennakúlunni með 9.63 m. Kristborg Ámundadóttir ÍR stórbætti sig með 3 kg. kúlunni kastaði 11.20 m. og Valdís Anna Þrastardóttir ÍR bætti sig einnig vel með 10.19 m. kasti. Arna, Krist- borg og Valdís eru allar á fyrra ári í meyjaflokki og hafa því nógan tíma til að taka metin sem þar standa. Hekla Ámundadóttir ÍR, systir Kristborgar, bætti sig ein- nig verulega í kúluvarpi 12 ára stelpna þegar hún kastaði 11.38 m. Afrek Heklu er næst lengsta kast í flokki 12 ára stelpna frá upphafi hér á landi. Ingi Guðni Garðarsson ÍR bætti sig um tæp- an hálfan meter í kúluvarpi sveina með 14.33 m. kasti og Guðmundur Sverrisson ÍR kastaði 12,58 m og bætti sig einnig. Einar Daði bætti sig í stangarstökki með 3.60 m. stökki og Ármann Óskarsson ÍR bætti sig í sömu grein stökk 2.70 m. og varð þriðji. Margir aðrir ÍR- ingar bættu sig vel á þessu móti og nokkrir nýliða reyndu sig í ýms- um greinum í fyrsta skipti.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.