Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2007 Ingibjörg Haraldsdóttir á ritþingi Gerðubergs Menningarmiðstöðin Gerðu- berg stóð fyrir ritþingi sl. laugardag þar sem fjallað var um æfi og ritstörf Ingibjargar Haraldsdóttur, rithöfundar og þýðanda. Stjórn ritþingsins var í höndum Silju Aðalsteinsdótt- ur en henni til aðstoðar voru Áslaug Agnarsdóttir og Jón Karl Helgason. Ingibjörg er löngu þekkt í heimi bókmenntanna, bæði fyrir skáldskap en ekki síður þýðingar þar sem hún hef- ur m.a. lagst í að þýða stórvirki rússneskra bókmennta - verk höfunda á borð við Dostojevski og Bulgakov. Ingibjörg er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd á stríðsárunum og ólst upp í þeim heimi sem ein- kenndi þann tíma í Reykjavík þar sem afstaðan til stjórnmálanna skipti fólki gjarnar í fylkingar eftir því hvað isma það aðhylltist. Á ritþinginu svaraði Ingibjörg spurn- ingu Silju Aðalsteinsdóttur um pólitíska afstöðu fjölskyldu sinnar undanbragðalaust og sagði “við vorum kommar” og lýsti síðan uppeldi sínu nokkuð í 25 fermetra kjallaraíbúð á horni Grettisgötu og Snorrabrautar með glugga- lausu eldhúsi og klósetti frammi á gangi. Á nærfærinn en dálítið gamansaman hátt dróg hún áheyr- endur inn í þann heim sem sósíal- ísk alþýða þessara ára lifði í þar sem vonin um betra líf og áhugi á skáldskap og menningu var aðal áhugamálið. Hún fjallaði einnig um nánasta umhverfi æsku sinn- ar, bíóreitinn svokallaða þar sem Austurbæjarbíó og Stjörnubíó mynduðu umgjörðina og Hafnar- bíó var síðan í herbragga litlu neð- ar. Bíóferðirnar voru því óteljandi og lögðu að hennar sögn grund- völl að því að hún hélt til náms í kvikmyndagerð í Moskvu að loknu stúdentsprófi úr MR. Reynd- ar bætti hún því við að sunnu- dagsbíósýningarnar í MÍR salnum á Lindargötunni hefðu einnig kom- ið við þá sögu þar sem um nán- ast skyldumætingu hafi verið að ræða. Ljóðagerðin er Ingibjörgu hins vegar borin í blóð og á rit- þinginu sagði hún frá ást föður síns á ljóðum og yrkingum hans sem hann hafði þó aldrei vilja flíka hvað þá heldur að gefa úr. Því urðu ljóð hans ekki heyrum kunn fyrr en að honum látnum að börn hans stóðu að útgáfu þeirra. Ingibjörg lýsi æsku sinni nokk- uð ýtarlega á ritþinginu. Kvaðst alin upp á róttæku heimili og það hefði fylgst sér út í lífið. Hún hefur greinilega verið dulítill bóhem í sjálfri sér og farið nýjar leiðir af stúlku af hennar árgangi fæddri 1942. Hún stundaði hið pólitíska félagslíf að sögn á menntaskólaár- unum eða eins og hún komst að orði “ég ól mig upp í Tjarnargöt- unni og á börunum” og átti þar við félagsheimili Æskulýðfylking- arinnar og trúlega Naustið en þá hafði kráarmenning í Reykjavík ekki náð því hámarki sem yngra fólk þekkir. Hún viðurkenndi einnig að hafa snemma farið að fást við ljóðgerð en verið treg til þess að birta nokkuð eftir sig og sagði fyrsta ljóðið sitt, sem hún orti 12 ára, verið einskonar óð til Austurbæjarskólans þaðan sem hún hafi tekið fullnaðarpróf. Það hafi ekki fyrr en Jón frá Pálmholti, skáld og formaður leigendasam- takanna til margra ára, hafi hvatt sig til þess að birta ljóð sín að hún hafi látið til leiðast. Jón hafi farið með sér til Einars Braga, sem þá hafi búið í Unuhúsi og verið rit- stjóri Birtings, sem ekki hafi birt hvað sem var. Því hafi komið sér á óvart að Einar hafi staðið upp eftir að hafa lesið það sem hún hafi haft með sér, gengið að skáp, dregið út skúffu, tekið upp peningakassa, tekið þaðan þrjá seðla og fengið sér með þeim orðum að þetta væru hennar fyrstu skáldalaun. Ingibjörg hefur ekki aðeins ver- ið skáld heldur afar afkastamikill þýðandi þar sem verk hennar telja tugi. Hún hefur þýtt bæði skáld- sögur, smásögur, leikrit og ljóð. Hún hefur einnig þýtt úr ýmsum tungumálum en vegna veru henn- ar í Moskvu lærði hún rússnesku. Hún hefur einnig búið á Kúbu og þýtt verk úr spænsku auk þess að hafa þýtt ljóð sænska rithöfundar- ins Tomas Tranströmer. Auk þýð- ingar- og margvíslegra ritstarfa hefur Ingibjörg tekið umtalsverð- an þátt í félagsmálum rithöfunda. Hún var formaður Rithöfundasam- bands Íslands frá 1994 til 1998 en sat í stjórn samtakanna frá 1992. Hún hefur verið í ritnefnd Tíma- rits Máls og menningar og starfað þar að aðstoðarritstjórn um tíma og á nú sæti í ritnefnd tímaritsins Jóns á Bægisá svo nokkurs sé getið. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ég hef alltaf verið mikill lestr- arhestur og það að setjast nið- ur með góða bók og lesa er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Ég les líka alltaf áður en ég fer að sofa, og get helst ekki sofnað nema ég geti lesið svolítið fyrst. Annað sem er mjög skemmtilegt að gera er að fara í bókabúðir. Að standa innan um allar þess- ar spennandi bækur og velja eitt- hvað til að fara með heim - hrein sæla! Ég var í London um áramót- in og átti þar mikla unaðsstund í bókabúð og kom út með 8 bækur. Ein af þessum bókum er Tipping the Velvet eftir konu sem heitir Sarah Waters. Þetta er saga sem gerist um 1890 í London og segir frá ungri konu sem flyst til Lon- don með vinkonu sinni. Sagan seg- ir frá sambandi hennar við þrjár mjög athyglisverðar og ólíkar kon- ur. Þetta er mjög skemmtileg saga og áhugavert að lesa um þennan tíma í London. Ég hlakka til að lesa fleiri bækur eftir sama höf- und, en hún hefur m.a. skrifað bók sem heitir Fingersmith sem ég hef lesið að sé mjög athyglis- verð. Önnur bók sem ég hef lesið nýlega er Paula Spencer eftir hinn frábæra Roddy Doyle. Hún er framhald bókarinnar The Wom- an Who walked Into Doors sem er ein af mínum uppáhaldsbók- um. Hún er um Paulu, húsmóður í úthverfi í Dublin, sem er alkó- hólisti og gift manni sem lemur hana. Seinni bókin gerist tíu árum síðar og segir frá hvernig Paulu hefur gengið og sambandi hennar við börnin hennar. Þetta er alveg dásamleg persóna, mjög sérstök og áhugaverð og að lesa framhald- ið af sögunni um Paulu Spencer var eins og að hitta góða vinkonu aftur eftir langan tíma. Undanfarið hef ég verið að endurlesa bækur eftir einn upp- áhaldshöfund minn sem er hin kanadíska Margaret Atwood. Hún er alveg frábær og sérstaklega finnast mér athyglisverðar tvær bækur sem hún lætur gerast í framtíðinni. Annars vegar er það The Handmaid’s Tale og hins veg- ar Oryx and Drake. Þarna setur Atwood fram mjög svo skuggaleg- ar hugmyndir um framtíðina, en þær eru kannski ekki svo fjarri lagi miðað við hvernig við högum okkur í nútíðinni. Önnur kanadísk Margaret sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er Margaret Laurence. Ég kynntist bókunum hennar þegar ég var í ensku í Háskólanum og er þetta einhver sá albesti höfundur sem ég hef lesið bækur eftir. Hún hefur skrifað bækur eins og The Divin- ers, The Stone Angel og A Jest of God, sem eru hver annarri betri. Alveg stórkostlegur höfundur sem að ég mæli sérstaklega með. Að lokum skora ég á Margréti Gestsdóttur að segja frá því sem hún er að lesa í næsta blaði. Guðný Pálsdóttir Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Guðný Pálsdóttir Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Greiðslukjör í allt að 36 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Ingibjörg Haraldsdóttir á ritþinginu í Gerðubergi. Gestir á ritþinginu hlusta á frásögn Ingibjargar. Fremst sitja fr.v.: Þröstur Haraldsson, ristjóri og bróðir Ingibjargar. Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrum sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkur- borgar, Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrum alþingismaður og Sveinn Einarsson, menningarfrömuður og fyrrum leikhússtjóri.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.