Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Page 4

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Page 4
ÁGÚST 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Bragi Björnsson, kaup- maður í Leiksporti hefur fylgt Hólagarði frá byrjun. Hann er uppalinn í Kópa- vogi en á ættir til Hjalteyr- ar við Eyjafjörð þar sem afi hans stundaði húsa- smíðar og verslun. Hann er búsettur í Seljahverfi og telur sig löngu orðinn Breiðhylting enda hefur hann starfað að verslun og íþróttamálum í hverfinu um langt skeið. Breiðholts- blaðið leit við hjá Braga á dögunum og forvitnaðist m.a. um langa samleið hans með Hólagarði. Hluti af húsinu? „Ég keypti mína fyrstu íbúð hér í Breiðholtinu 1982 og flutti fljót- lega eftir það í hverfið. Ég fór reyndar ekki langt, aðeins yfir sundið úr Kópavoginum. Ég ólst því ekki upp sem krakki í Breið- holtinu en ég hef búið hér allan minn búskap og var raunar farinn að starfa fyrr í hverfinu því ég réðst til Gunnars Snorrasonar í Hólagarði um svipað leyti og starfaði þar í áratug eða þar til að þeir feðgar Gunnar og Sigurður seldu. Ég starfaði einnig í fyrstu hjá nýjum eigendum og rætt var um að ég tæki þar við ákveðinni stöðu. En þá var búið að blunda með mér um tíma að fara sjálfur út í einhvern rekstur.“ Bragi segir að um svipað leyti hafi sú staða komið upp að hann tæki við rek- stri sérverslunar í Hólagarði ásamt fjölskyldu sinni. Hann lét verða af því og drauminn rætast og er búin að standa vaktina í Leiksporti í 16 ár. „Stundum er sagt við mig svona af gamansemi að ég sé orðinn hluti af húsinu hér í Hólagarði og ef litið er til þess tíma sem ég er búinn að vera hér þá má færa þessa líkingu til sanns vegar. Ég er búinn að vera hér í aldarfjórðung.“ Tók sportið inn í verslunina Þegar Bragi tók við versluninni var aðallega um leikfangaverslun og ritföng að ræða með lítilshátt- ar verslun með sportvörur. En vegna þess að hann hafði tekið virkan þátt í íþróttalífi í Breiðholt- inu þá ákvað hann að auka hlut sportvaranna í versluninni. Hann segir að sér hafi fundist vanta meira af verslun með sportvörur í Breiðholtið og tilvalið að blanda þessu betur saman. „Ég sá hins vegar ekki grundvöll til þess að breyta versluninni alfarið í sport- vöruverslun enda um árstíða- bundnar vörur að ræða. Þess vegna hefur mér fundist þessi blandaða vara sem ég er með hér henta ágætlega. Sportvaran er einkum vor og sumarvara, svo koma skólavörurnar og ritföngin á haustin og reyndar einnig í byrj- un vorannar skólanna og leikföng- in eru einkum á dagskrá í aðdrag- anda jóla. Þessi blanda breikkar þann hóp sem kemur í verslun- ina. Ég held að nær útilokað væri að reka hverfasérverslun sem þessa með aðeins einni vöruteg- und sem auk þess væri árstíða- bundin. Það væri of einhæf þjón- usta og við verðum líka að líta til þess að stærsti viðskiptahópur- inn er ungt fólk - jafnvel börn og unglingar. Þess vegna hef ég hald- ið mig innan þeirra marka sem árstíðirnar skapa.“ Hólagarður er hverfismiðstöð Bragi bendir á að Hólagarður sé góð hverfismiðstöð og mikill misskilningur fólgin í því að stór matvöruverslun drepi sérverslan- irnar. Vissulega sé um einhverja samkeppni að ræða en húsið sjálft hafi mikið aðdráttarafl í stóru hverfi. Ákveðinn styrkur fylgi fjölbreytninni í stað þess veikja hana eða starfsemina í hús- inu í heild. Bragi segir að ekki ver- ið mikið um eigendaskipti í versl- unarkjarnanum. „Þetta er að miklu leyti sama fólkið sem hefur haldið út og það á ekki heldur í beinni innbyrðis samkeppni. Ég held að það styrki líka starfsem- ina heldur en hitt þegar sömu að- ilar halda um reksturinn til lengri tíma. Við það myndast ákveðin tengsl og sömu viðskiptavinirnir leita hingað aftur og aftur.“ Bragi segir að breytingar í bankastarf- semi og póstþjónustu og fækkun afgreiðslustaða hafi hugsanlega haft eitthvað að segja fyrir versl- unarstarfsemina í Hólagarði en pósthúsi og bankaútibúi var lok- að fyrir nokkru. „Tímarnir breyt- ast og banka- og póstþjónustan er alltaf að færast meira inn á Net- ið. Af þeim sökum hefur almenn- um afgreiðslustöðvum fækkað að undanförnu. Nú er hins vegar ver- ið að opna apótek í Hólagarði þannig að eitt kemur í annars stað.“ Verslunartíminn að breytast Bragi segir góðan anda ríkja í Hólagarði. Fólk eigi góð samskipti og reyni að starfa saman að þeim málum er varða hagsmuni þess. Við þessi orð hans rifjast upp við- tal sem tíðindamaður Breiðholts- blaðsins tók við Gunnar Snorra- son í desember fyrir nær tveimur áratugum. Þar lýsti hann áhuga sínum á að koma upp öflugri hverfismiðstöð fyrir Fella- og Hólahverfin, sem þá voru tiltölu- lega nýbyggð, þar sem hægt væri að bjóða fjölbreytta þjónustu. Þessi sýn Gunnars hefur gengið eftir. Bragi segir meginbreyting- una þá að heimavinnandi hús- mæðrum hafi fækkað. Þetta eigi auðvita ekkert frekar við um þessi hverfi en önnur. Þjóðfélags- þróunin sé í þá átt að færri vinni heimavið. „Ég finn verulega breyt- ingu á þessu á síðustu fimm til tíu árum og hún kemur einkum í að- sókninni. Fólk kemur nú orðið mun meir á öðrum tímum en þeg- ar ég byrjaði. Þá var mjög algengt að fólk kæmi skömmu eftir opnun á morgnana og þá einkum hús- mæðurnar. Nú er aðalverslunar- tíminn eftir kl 15 á daginn og fram að lokun. Fólk kemur á leið heim úr vinnu og þegar það er að ná í börnin í leikskólana. Verslunin hefur verið að færast út fyrir hinn hefðbundna vinnutíma og það gildir bæði um matvöruverslun- ina og sérvöruna.“ Bragi segir þegar hann er inntur eftir sam- keppninni við stærri verslanir í leikja- og sportvörunni að hún sé ekki erfið. „Við erum alveg sam- keppnishæfir hvað verð snertir og okkar nálgun við viðskiptavin- inn er nokkuð önnur en stóru búðanna. Við erum einkum að þjóna okkar viðskiptavinum á hverfisgrunni. Ef einhverju er áfátt í þessu efni þá er það að get- um við e.t.v. ekki alltaf boðið sama vöruúrvalið.“ Yngri flokkarnir eiga að starfa í hverfunum Bragi kveðst hafa átt í góðu samstarfi við íþróttafélögin í Breiðholtinu eftir að hann fór að versla með sportvörurnar. Hann spilaði fótbolta með ÍR til margra ára og börn hans hafa alist upp í ÍR umhverfinu í Seljahverfinu. Þrátt fyrir að hafa starfað með ÍR segist hann einnig hafa átt mjög gott samtarf við Leikni og líta til þess sem góðs og öflugs félags. „Leiknismenn eru að vinna mjög gott starf hér í Efra Breiðholtinu en vissulega er alltaf spurning um hvernig skynsamlegast og hag- kvæmast er að vinna þessi mál þegar kemur að efstu flokkunum á borð við annan flokk og meist- araflokk karla í fótboltanum. Þar fara mestu átökin fram og fjár- þörfin er líka mest hjá þessum að- ilum. Þess vegna er rætt um sam- starf og sameiningu og það er búið að ræða um sameiningu Leiknis og ÍR.“ Bragi segir að sam- eining íþróttafélaga sé alltaf mjög viðkvæm þótt finna megi marg- vísleg rök sem mæli með henni. „Persónulega er ég á móti því að sameina yngri flokka starf þess- ara félaga. Ástæðan fyrir þessari skoðun minni er sú að við sam- einingu þeirra held ég að mikið af yngri krökkum myndi detta út og jafnvel hætta í íþróttum. Ég held að þetta starf með yngri flokkun- um þurfi og eigi að vera innan hverfanna en á hinn bóginn tel ég meiri spurningu um starf meist- araflokkanna. Með því að sam- eina þá væri e.t.v. unnt að fá fram enn sterkari lið sem hefðu tök á að ná lengra auk þess sem að öll- um líkindum mætti spara nokkurt fé með slíkri sameiningu.“ Orðinn Breiðhyltingur og ÍR-ingur Þótt Bragi sé ÍR-ingur þá hóf hann feril sinn með Fram og spil- aði þar með yngri flokkunum og allt upp í meistaraflokk en ákvað þá að breyta til og ganga til liðs við ÍR. „Framliðið var mjög sterkt og þegar yngir strákarnir voru að koma upp þá var ekki mikið pláss en aðalástæðan fyrir skiptum mínum var sú að sem íbúa í Breiðholtinu þá fannst mér sjálf- sagt að ganga til liðs við það félag sem hafði meginbækistöð sína þar. Þá var líka góður Frammari, Gústav Björnsson, að þjálfa ÍR-lið- ið og þótt mér hafi staðið til boða að fara aftur til baka þá varð ekki aftur snúið.“ Bragi segir að þessi staðreynd hafi þó ekki dregið úr þeim taugum sem hann hafi til Leiknis. „Þar eru margir góðir strákar að leik og störfum og ég á góða vini í Leikni þótt ég sé ekki félagsmaður.“ Sumarfríin ekki alltaf löng „Nei - ég hef ekkert orðið ríkur af þessu. Ég hefði eflaust orðið efnaðri ef ég hefði gerst atvinnu- maður í fótbolta eða tekið eitt- hvert vel launað starf að mér. Við höfum rekið þetta á fjölskyldu- grunni alla tíð og haft nóg fyrir okkur. En þetta hefur vissulega verið bindandi. Maður lokar ekki ef sólin skín eða mann langar til útlanda. Þetta er að því leyti eins og að vera bóndi. Það þarf að sinna þessu frá degi til dags og allar fjarverur kosta að fá fólk til þess að hlaupa í skarðið. Sumar- fríin hafa því ekki alltaf verið löng,“ segir Bragi nýkominn úr viku fríi. En eitthvað hljóta menn að hafa út úr rekstri af þessu tagi. „Vissulega og ég held það sé raunar margþætt. Ég hef átt mjög ánægjuleg samskipti við fólk í gegnum þetta starf mitt og rekst- ur og það á sinn þátt í að ég hef haldið ótrauður áfram.“ Breiðholtið að dafna og fá jákvæðari ímynd Bragi kveðst finna fyrir því að Breiðholtið sé tekið að dafna að nýju og sé að fá jákvæðari ímynd en hafi verið á tímabili. „Ég held að Breiðholtið sé síst verra hverfi en önnur en það hefur stundum orðið fyrir óréttmætri gagnrýni í umræðunni og fengið of nei- kvæða umfjöllun. Þetta kann að stafa af því að hverfið er mjög stórt og byggðist fremur hratt. Auðvitað er alla mannlífsflóruna að finna í Breiðholtinu. Þetta er margbrotin byggð. Eiginlega heilt borgarsamfélag inn í sjálfu aðal- borgarsamfélaginu með alla þess kosti og galla. Vera má að Breið- holtið hafi fremur liðið fyrir það en önnur hverfi. En þetta er að breytast. Nú er vaxin úr grasi kyn- slóð sem er fædd og uppalin í Breiðholtinu og hún hefur aðrar taugar til hverfisins en fólk sem fannst kannski eins og það væri að flytja út fyrir borgarmörkin við að fara upp í Breiðholt. Börnin eru almennt til fyrirmyndar þótt til séu vandamál eins og allsstað- ar. Undan þeim verður ekkert vik- ist en ég held að þau séu ekki neitt fyrirferðarmeiri en í öðrum hverfum ef tekið er tillit til stærð- ar þess og íbúafjölda.“ Lengi býr að fyrstu gerð En Kópavogsstrákurinn og Breiðhyltingurinn á sér líka rætur úti á landi. „Faðir minn er frá Hjalteyri við Eyjafjörð og móðir mín er frá Akureyri þannig að ég er eiginlega Norðlendingur þótt ég sé fæddur og uppalinn hér syðra. Ræturnar liggja því norður og eru sterkari fyrir það að ég var mikið fyrir norðan í uppvextinum. Afi minn og amma bjuggu allan sinn aldur á Hjalteyri og faðir minn keypti hús skammt frá þeim sem við notuðum sem sumar- dvalarstað. Ég var því mikið á Hjalteyri sem barn og unglingur og fylgdist með mannlífinu þar við sjóinn. Já - ég dorgaði á bryggjunum á Hjalteyri,“ segir Bragi aðspurður en þar er oft mikið um fisk einkum þegar sumri tekur að halla. „Maður beið á vorin eftir að komast norður þótt stundum væri erfitt að fara frá fótboltanum. En það var jafn erfitt að fara suður aftur. Svo fækkaði ferðunum en ég hef þó farið norður á hverju sumri. En þar kemur fótboltinn einnig við sögu og einkum pollamótin og Essómótin á Akureyri. Svo má rifja það upp að fyrstu handtök mín á verslunarsviðinu voru á Hjalteyri þar sem afi minn rak litla verslun. Ég var stundum að hjálpa honum í búðinni. Segir máltækið ekki að lengi búi að fyrstu gerð,“ segir Bragi Björns- son í Leiksporti. Í aldarfjórðung í Hólagarði Bragi Björnsson handleikur bolta í verslun sinni í Hólagarði.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.