Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 2
ALLT UM
ÍÞRÓTTIR
! Kemuf út^mánaðarlega og flyt-
; ur .allt' uiij' innlendar og erlend-
(\ ar íþróttir.
Áhugam'enn! Gerizt áskrifend-
ur að blaðinu, sem þið hafið
beðið eftir í langan tíma.
Fyrsti árgangur kostar aðeins
kr. 20,00 og greiðist fyrirfram.
Útbreiðið ÍÞRÓTTIR og sendið
efni.
Utanáskriftin er:
Tímaritið ÍÞRÓTTIR,
Víðimel 31, Reykjavík.
FDRSIÐUMYND: □ R N CLAUSEN
SPREYTTU ÞIG!
Blaðið mun ávallt birta 10
spurningar íþróttalegs eðlis. Sá,
sem getur svarað 8 réttum hefur
góða þekkingu á íþróttum og
íþróttamálum.
1. Hvaða þjóð hreppti bronzið í
í knattspyrnu á Ólympíuleik-
unum í Berlín 1936?
2. Fyrir hvað er Spiridon Louis
frægur?
3. Hver var fyrsti forseti Í.S.Í.?
4. Hver er heimsmeistari í skák?
5. Hvaða félag hefur oftast hlot-
ið titilinn „íslandsmeistarar í
knattspyrnu“?
6. Hvað gefa mörg íslenzk met
í frjálsíþróttum 1000 stig eða
meira?
Framh. af 3. síðu.
almenningi miklu meira af frétt-
um um það, sem gerist. erlendis,
en gert hefur veiíS 6£ gefk páAn-
ig öllum kost á að gera semanburð
á afrekum, ekkixsízt þar-^em ár-
angrar íslenzkra íþróttamarrpa eru
vel sambærilegir við annarra, víð-
ast hvar erlendis. Árlega fára ætíð
fram keppnir, sem íslenzkir
íþróttamenn taka þátt í og fyrir
dyrum standa til dæmis mót, sem
vert er að gefa gaum.
Rit þetta mun beina athygli les-
enda sinna að því markverðasta,
og er það von þeirra, sem að því
standa, að nú sé fyllt í skarð það,
sem um tíma hefur staðið gap-
andi. Ennfremur er þess óskað,
að lesendurnir sjálfir láti álit sitt
í ljós og gefi góð ráð og síðast en
ekki sízt sendi því efni til birting-
ar, geri fyrirspurnir um íþrótta-
mál og stuðli að útbreiðslu þess.
R i t s t j.
7. Hvar voru Ólympíuleikamir
haldnir 1924?
8. Hvað hefur ísland háð marga
landsleiki í knattspyrnu og
hvemig fóru þeir?
9. Hver er íslandsmeistari í 100
metra skriðsundi?
10. Hvaða þrír Evrópumeistarar
í frjálsíþróttum frá 1946 hafa
keppt saman á íþróttamóti í
Reykjavík?
Svör á bls. 17.