Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 5
undanrásir koma eðlilega í veg
fyrir að meðalmenn komist nokk-
uð áleiðis í þeirri keppni. Til sam-
anburðar birti ég hér tilsvarandi
EUNNAR HUBEBY
afrek á helztu hlaupavegalengd-
um: Karlar: 100 m.: 10,7—11,0
sek.; 200 m.: 21,5—22,3 sek.; 400
m.: 48,8—50,5 sek.; 800 m.: 1:53,9
—1:58,0 mín.; 1500 m.: 3:58,0—
4:06,7 mín.; 5000 m.: 15:00,2—
15:33,3 mín.; 10.000 m.: 31:16,9—
32:26,3 mín.; 110 m. gr.hl.: 14,9
—15,5 sek. og 400 m. gr.hl.: 54,0
—56,4 sek. — Konur: 100 m.:
11,6—13,0 sek.; 200 m.: 23,5—
26,9 sek. Hér er miðað við beztu
og lökustu lágmarksafrekin í
stökkum og köstum, en það eru:
hjá körlum 52 m. í sleggjukasti
(948 stig) og 7,15 í langstökki
(844 stig). Ber þessi mikli stiga-
munur þess greinileg vitni, hversu
þróun hinna ýmsu greina er ójöfn
og í miklu ósamræmi við stifatöfl-
una. Hjá konum er stigamunur þó
enn meiri, því 39.50 m. í kringlu-
kasti gefa 697 stig, en sama kast-
lengd í spjótkasti aðeins 407 stig.
Það er því augljóst mál, að ekki
er hægt að fá réttlátan mæli-
kvarða á lágmarkstíma með stiga-
töflunni einni saman, heldur verð-
ur og að miða við „standardinn"
eins og hann er nú, á sama hátt
og framkvæmdanefndin hefur gert
í stökkum og köstumi í því sam-
bandi hafa mér dottið í hug eft-
irfarandi tímar, sem lágmarksaf-
rek fyrir ísl. þátttakendurna:
Vegalengd Karlar Konur
100 m. hlaup 10,8 12,6
200 21,9 26,0
400 49,6
800 1:55,0
1500 4:00,0
5000 15:20,0
L0000 32:00,0
80 — grindahlaup 12,5
110 15,3
400 55,5
4X100 m. boðhlaup 42,5 50,0
4X400— — 3:18,0
Enda þótt enn sé nokkuð snemmt
(2 mánuðum fyrir mótið) að koma
með spádóm um þátttökumögu-
leika okkar íslendinga í þessu Ev-
rópumeistaramóti, gefur árangur
landanna það sem af er sumrinu
góðar vonir um það, að lið íslend-
inga muni verða harðsnúið, þótt
það verði ekki fjölmennt.
Þegar þetta er ritað — viku fyr-
ir landskeppnina við Dani — hafa
8 íslendingar þegar náð áður-
greindum lágmarksárangri. Eru
það þeir Finnbjöm Þorvaldsson,
Haukur Clausen, Hörður Haralds-
son (allir í 100 og 200 m.), Ás-
mundur Bjamason, Guðmundur
Lárusson (í 100, 200 og 400 m.),
ÍÞRÓTTIR
5