Allt um íþróttir - 01.07.1950, Síða 6

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Síða 6
örn Clausen (í 110 m. grhl. og sjálfkjörinn í tugþraut), Gunnar Huseby (í kúlu og kringlu) og Torfi Bryngeirsson (í stöng og vantar 2 cm. á langstökkið). Auk þess skortir þá Jóel Sigurðsson (í spjótkasti), Kristleif Magnússon (í þristökki), Skúla Guðmundsson (i hástökki), Pétur Einarsson (í 800 m.) og Þorstein Löve (í kringluk.) svo lítið á lágmarksafrek, að ólík- legt má telja, að þeir hafi ekki náð þeim fyrir tilsettan tíma. Eru þá alls komnir 13 menn, sem hafa mikla möguleika á því að að verði fulltrúar íslands á umræddu móti, þótt ekki sé þar með sagt, að kleift reynist að senda þá alla. Eins og nú standa sakir höf- um við mikla sigurmöguleika í kúluvarpi, tugþraut og sprett- hlaupunum (400 meðtalið). Þá er og vert að geta þess, að íslenzka boðhlaupssveitin í 4X100 m. boð- hlaupi er einhver sú sigurstrang- legasta, sem nú er völ á í Evrópu. í lengra boðhlaupinu gætum við eflaust náð lágmarkstímanum og komizt í úrslit, en vafsamt að það borgi sig að leggja þá raun á spretthlaupara okkar. í stangar- stökki og langstökki höfum við að vísu ekki mikla sigurmöguleika, en þó engu að síður möguleika, einkum í stangarstökki. Þá bendir allt til þess, að við getum komizt í úrslit í spjótkasti og kringlukasti og jafnvel hástökki og þrístökki. Svo vikið sé nokkrum orðum að möguleikum á þátttöku ísl. kvenna í þessu Evrópumeistaramóti, verð- ur að viðurkenna þá staðreynd, að þeir eru harla litlir. En kannske er ekki við öðru að búast, sé tek- ið tillit til þess, hve stutt (2 ár) er síðan ísl. stúlkur fóru að æfa frjálsar íþróttir fyrir alvöru. Við það bætast svo hin erfiðu skil- yrði, sem þær hafa átt við að búa, svo sem skortur á búningsklefum, baði og síðast en ekki sízt skort- ur á reglulegri og fjölbreyttri þjálfun og keppni. Að vísu gekkst FRÍ s.l. ár fyrir því, að hér var haldið fyrsta meistaramót kvenna í frjálsum íþróttum, en að því undanskildu hefur lítið eftirlit ver- ið haft með því, að kvenfólkið fengi hlutfallslega jafnmörg tæki- færi og karlmennimir til þess að kanna getu sína. Eins og nú horfir virðist aðeins ein stúlka, Hafdís Ragnarsdóttir, hafa möguleika á því að ná til- skildum lágmarksárangri, þ. e. a. s. 12,6 sek. í 100 m. hlaupi. Næstar henni koma svo María Jónsdóttir (kringlukast) og Margrét Hall- grímsdóttir (langstökk), auk þess sem úrvals boðhlaupssveit gæti hæglega hlaupið á 50—51 sek., ef rækt væri lögð við þjálfun hennar. Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) hefur ráðið Benedikt Jak- obsson sem landsþjálfara og skip- að sérstaka nefnd til þess að und- irbúa þátttöku íslands í Evrópu- meistaramótinu. Upp úr síðustu áramótum valdi FRÍ 30—40 íþróttamenn, sem hafa síðan ver- ið undir handleiðslu landsþjálfar- ans og,hlotið gott veganesti fyrir mótið. 6 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.