Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 12

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 12
HANDKNATTLEIKUR: Finnar og íslendingar gerðu jafntefli. íslenzka landsliÖiO. Aftari röö frá vinstri: Sigurhans Hjartarson, Magnús Þór- arinsson, Válur Benediktsson, Þorleifur Einarsson, Siguröur NorÖdahl, Fremri röö: Orri Gunnarsson, Sveinn Helgason, Sólmundur Jónsson, Birgir Þorgils- son, Kristján Oddsson. Þriðji landsleikur, sem íslend- ingar þreyta í handknattleik, fór fram á íþróttatfellinum í Reykja- vík 23. maí s.l. í ágætisveðri, logni og hita. Áður höfðum við keppt við Svía og Dani og tapað báð- um leikjunum, sem ekki er undar- legt, þar sem þessar frændþjóðir okkar eru líklega beztu handknatt- leiksþjóðir heimsins í dag. Báðir þessir leikir fóru fram erlendis s. 1. vetur. í þetta sinn voru það Finnar, sem keppt var við og sóttu þeir okkur heim. Fyrir leikinn voru þeir álitnir standa á mjög svip- uðu stigi og við í þessari íþrótta- grein, svo að búast mátti við mjög jöfnum og spennandi leik, svo sem raun varð á. Um leikinn í heild mun ekki verða skrifað hér, enda hafa aðrir þegar gert því góð skil. Þó að íslendingum tækist að ná jafntefli við Finna, verðum við að viðurkenna, að þeir höfðu betri knattmeðferð og árangursríkara spil. Einnig voru þeir miklu ró- 12 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.