Allt um íþróttir - 01.07.1950, Síða 13

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Síða 13
legri en okkar menn, fóru ekki úr jafnvægi, þó að illa horfði og kom það bezt í ljós í aukaleikj- unum, sem allir byrjuðu illa fyrir þá. Finnarnir kepptu þrjá aukaleiki og unnu þá alla, Ármann (styrkt lið) með 12:11, Fram með 7:4, og Reykjavíkurúrval með 10:9. Heim- leiðis héldu þeir 3. júní s.l. og voru mjög ánægðir með ferðina, viðtökur og aðbúnað allan, sem Glímufélagið Ármann sá um. Fram varð íslandsmeistari í hand- knattleik karla utanhúss. íslandsmeistaramótið í hand- knattleik karla utanhúss fór fram á Akureyri dagana 18. og 19. júní s.l. Þetta er annað árið í röð, sem mótið er haldið á Akureyri, og er það harla einkennileg ráðstöfun. Félögin hér og í Hafnarfirði hefðu áreiðanlega fleiri sent lið, ef mót- ið hefði t. d. verið haldið á Akra- nesi. Aðeins fjögur félög sendu lið á mótið, Reykjavíkurfélögin Ár- mann, Fram og Víkingur og Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Keppnin fór fram á nýju íþrótta- svæði, sem Akureyringar eru að koma sér upp. Allir leikir mótsins voru frekar ójafnir nema tveir þeir síðustu milli Víkings og KA, sem þeir fyrmefndu unnu með 8:7, og milli Fram og Ármanns, sem Fram vann með 8:6 og tryggði sér þar með meistaratitilinn. Úrslit urðu þau, að Fram hlaut 6 stig, Ármann 4, Víkingur 2 og KA ekkert. urópumeiá tara - mót í óun di. Evrópumeistaramót í .sundi fer fram í Vínarborg seinni hluta ágústmánaðar n.k. Mjög lítið er um þetta mót rætt hér, þó að við eigum ágætum sundmönnum á að skipa, t. d. hafa engir menn verið valdir til æfinga í þessu sambandi og frekar lítið er um sundkeppn- ir. Það eina, sem heyrzt hefur frá Í.S.Í. eru lágmarkstímar, sem sett- ir hafa verið sem skilyrði til þátt- töku héðan. Eftir þeim að dæma kemst líklega enginn á þetta mót frá íslandi, þar sem þessir lág- markstímar eru óvenjugóðir sem slíkir. Síðasta Evrópumeistaramót í sundi fór fram í Monte Carlo síðla sumars 1947. íslendingar sendu þá keppendur í fyrsta sinn, þá Ara Guðmundsson, Sigurð Jónsson KR- ing og Sigurð Jónsson Þingeying. Þeir stóðu sig allir mjög sóma- samlega og komst einn þeirra, Sig- urður KR-ingur, í úrslit í 200 m. bringusundi. Það er von allra unnenda sund- íþróttarinnar, að þeir aðiljar, sem með þau mál fara, sýni meiri áhuga og að einhverjir verði sendir sem fulltrúar íslands á þetta merki- lega mót. IÞRÓTTIR 13

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.