Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 20

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Side 20
íslenzkir íþróttamenn I: f^'étiir C^inariáon Blaðið mun a. m. k. af og til birta þætti um íslenzka íþróttamenn. Tilhögun þeirra verður þannig, að viðkomandi íþróttamanni verður gefið orðið og hann segir síðan frá því helzta úr íþróttaferli sín- um. Að þessu sinni flytur blaðið' frásögn eins hinna yngri og efni- legri íþróttamanna okkar, Péturs Einarssonar, en hann er í mjög mikilli framför og á eftir að verða mikill hlaupari á millivegalengd- unum, sem eru hans grein. Pétur er fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð 6. júlí 1926. Pétri er nú gefið orðið: Hvers vegna ég byrjaði að æfa. Frá því að ég var barn að aldri hef ég haft gaman af íþróttum og fyglzt með þeim af öllum mætti. Fyrst framan af hafði ég ekkert tækifæri til þess að æfa né iðka íþróttir. Ég var í sveit frá því ég var 10—15 ára gamall, og einu íþróttirnar, sem ég stundaði þar, var að hlaupa á eftir lambánum og kúnum, auk annara sendiferða, og fékk ég frekar orð fyrir það að vera þungur á fæti heldur en hitt. Samt sem áður var hugur minn alltaf tengdur við íþróttir og beið ég bara þess, að tækifæri byðist, til þess að þessir draumórar mín- ir og skýjaborgir fengju að rætast að einhverju leyti. Veturna 1943—44 og 1944—45 stundaði ég nám í alþýðuskólanum 20 að Laugum í Reykjadal, og þá fékk ég fyrst smjörþefinn af íþróttum, því þar er lögð mjög mikil rækt bæði við leikfimi og sund. Á vorin voru námskeið í frjálsum íþróttum og kennari þar var Þorgeir Sveinbjarnarson, ásamt fleirum, og tel ég, að ég eigi honum mest að þakka, að ég lagði út á þá braut að fara að iðka íþróttir fyrir alvöru, þótt ég fengi þá ekki tækifæri til þess. Fyrsta opinbera keppnin, sem ég tók þátt í, var „Hvítasunnu- hlaupið" á Akureyri 1946 og varð ég þar annar, og svo um sumarið IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.