Allt um íþróttir - 01.07.1950, Síða 21
tók ég þátt í landsmóti UMFÍ að
Laugum. Keppti ég þar í 400 m.
hlaupi og varð þriðji. Þá komst
ég að raun um, að þýðingarlaust
er með öllu að ætla sér að keppa
og ná árangri, án þess að æfa.
Lærdómur.
Það var vorið 1947, sem ég fyrst
byrjaði að æfa frjálsar íþróttir
fyrir alvöru. Fyrst í stað var mér
lítill gaumur gefinn, en ég reyndi
bara að manna mig upp og gera
eins og hinir. Brátt kom að því,
að þeir fóru að taka eftir mér
(líklega af því, að ég kom svo oft
á æfingar, en ekki af því að ég
væri svo góður). Þeir kennarar,
sem ég á fyrst og fremst að þakka
árangur minn, eru þeir Georg
Bergfors, sænskur þjálfari, sem
var hjá Í.R. 1947 og Benedikt Jak-
obsson íþróttakennari, sem hefur
gefið mér mörg holl og góð ráð.
Annars tel ég, að ég eigi mest vini
mínum, Óskari Jónssyni, millivega-
lengdahlauparanum og íslandsmet-
hafanum í 800 — 3000 m. hlaup-
um, auk hinna fyrrtöldu, að þakka
framgang minn. Hann var fús til
að miðla mér öllum þeim fróðleik
og allri þeirri þekkingu, er hann
hafði öðlazt, bæði á innlendum og
erlendum vettvangi, og veit ég, að
ég get seint fullþakkað honum
þann lærdóm, sem ég hef öðlazt
af honum, en það er von mín og
ósk að fá að sjá hann sem fyrst
á hlaupabrautinni aftur, þótt hann
hafi orðið að taka sér frí um stund-
arsakir. Ég hef verið svo heppinn
að hafa afbragðs þjálfara það sem
af er þessu ári, Eistlendinginn Ed-
wald Mickson, duglegan og ötulan
mann, sem hefur drifið mig áfram
með oddi og egg við æfingarnar.
Framfarir.
Þær íþróttagreinar, sem ég hef
aðallega stundað og keppt í eru
millivegalengdahlaupin 800 og
1500 metrar.
Fyrsta opinbera mótið, sem eg
tók þátt í hér í Reykjavík, var Af-
mælismót Í.R., Svíamótið svokall-
aða, sem haldið var síðast í júní
1947, og keppti ég þar í 1000 m.
hlaupi og varð 4. á 2:40.1 mín.
Fyrsta keppni mín á erlendum
vettvangi var í Osló 28. ágúst
sama ár og keppti ég þar í B-flokki
í 800 m. hlaupi og varð 3. á 2:00.6
mín. af 24 keppendum. Ég vil ekki
lýsa því, hvernig mér var innan-
brjósts áður en hlaupið hófst, en
þegar á stað var komið, var allt
í lagi.
Til gamans fyrir þá, sem áhuga
kynnu að hafa á því, ætla ég að
skýra stuttlega frá helztu áröngr-
um, sem ég hef náð, síðan ég
byrjaði að æfa.
Ár 800 m. hl. 1500 m. hl.
1947 .... 2:00.6 4:17.0
1948 .... 1:59.7 4:10.2
1949 .... 1:58.1 4:07.2
1950 .... 1:57.4 4:07.8
Yfirlit þetta sýnir bezta árang-
ur hvers sumars. Eins og sjá má
af ofangreindri töflu, þá hafa
framfarirnar orðið nokkuð jafnar
og miða í rétta átt og sérstaklega
er ég bjartsýnn á framtíðina nú
Framh. á bls. 24.
IÞRÖTTIR
21