Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 22

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 22
FRH. AF BLS. 15 aði Örn Clausen auðveldlega á 15.6, en þrátt fyrir gott hlaup Hauks bróður hans, var E. Nissen dæmd- ur annar, og fengu báðir sama tíma. Kúluvarpið kom áhorfendum i gott skap. Gunnar Huseby varpaði nefnilega 16.25 í annarri tilraun, en það var bezti árangur mótsins. Vilhjálmur tryggði annað sætið ör- ugglega. Torfi og Örn voru í essinu sínu í langstökkinu — 7.24 og 7.20. Tvö- faldur sigur og stórkostlegur ár- angur. í 5000 m. hlaupi sigraði hinn heimskunni Aage Poulsen á sæmi- legum tíma, með landa sinn, Green- fort, næstan. Af spjótkösturunum var Jóel í sérflokki, en Danirnir Larsen og Bloch jafngóðir og næstir honum. Hjálmar Torfason vakti mikla á- nægju með 60 m. kasti. Þá kom að skemmtilegustu grein kvöldsins, er þeir Pétur og Magn- ús háðu harða baráttu við Gunnar Nielsen og Erik Jorgensen í 800 m. hlaupinu. Lauk því með naumum sigri Nielsens, en Pétur var þá kominn að hlið hans og fengu báð- ir sama tíma. Magnús var þá rétt á eftir. 1000 m. boðhlaupið var íslands og hljóp sveitin á prýðistíma og nýju meti, 1:56.1, sem er aðeins 1,3 sek. frá Norðurlandametinu, en það er nú orðið 15 ára gamalt. Síðasta grein landskeppninnar, hástökkið, var verðugur lokaþátt- ur. Skúli stökk vel yfir 1.96 og setti þar með ágætt met. Sigurður varð annar með 1.85, en Danimir létu sér nægja 1.70. Þannig varð ísland sigurvegari með 108 stig gegn 90, eftir mjög skemmtilega og vel heppnaða keppni. Úrslit síðari dags: 110 m. grindahlaup: 1. örn Clausen, 1.. 15.6, 2. Erik Nissen, D., 16.0, 3. Haukur Clausen, 1., 16.0, 4. Helge Falls, D., 17.0. — Island 57 stig, Dan- mörk 53 stig. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby, 1., 16.25, 2. Vilhj. Vilmundarson, 1., 14.50, 3. Poul Larsen, D., 14.00, 4. Rudy Stjerniid, D., 11.65. — Island 65 stig, Danmörk 56 stig. Langstökk: 1. Torfi Bryngeirsson, 1., 7.24, 2. örn Clausen, 1., 7.20, 3. Börge Cetti, D., 6.80, 4. Helge Falls, D., 6.52. — Island 79 stig, Danmörk 61f stig. 5000 m. hlaup: 1. Aage Poulsen, D., 15:03.6, 2. Rich. Greenfort, D., 15:35.6, 3. Kristján Jóhannsson, 1., 16:40,6, 4. Stefán Gunnarsson, 1., 17:34.0. -— Is- land 82 stig, Danmörk 72 stig. z Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, 1., 64.85, 2. Poul Larsen, D., 62.34, 3. Tho- mas Bloch, D., 61.98, 4. Hjálmar Torfa- son, 1., 60.91. — Island 88 stig, Dan- mörk 77 stig. 800 m. hlaup: 1. Gunnar Nielsen, D., 1:56.2, 2. Pétur Einarsson, 1., 1:56.2, 3. Magnús Jónsson, 1., 1:57.1, 4. Erik Jörgensen, D., 2:13.6. — Is- land 82 stig, Danmörk 72 stig. 1000 m. boöhlaup: 1. Sveit íslands 1:56.1 (landsveitarmet), 2. Sveit Dan- merkur 2:01.0. — Island 101 stig, Dan- mörk 86 stig. Hástökk: 1. Skúli Guðmundsson, 1., 1.96 (ísl. met), 2. Sigurður Friðfinns- son, 1., 1.85, 3. Erik Nissen, D., 1.70, 4. Helge Falls, D., 1.70. — Island 108 stig, Danmörk 90 stig. 22 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.