Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 23

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Page 23
Erlend knattspyrna Brazilía. Fyrirkomulag heims- meistarakeppninnar, er nú stendur yfir víðsveg- ar um Brazilíu, hefur valdið tölu- verðri óánægju meðal þátttakenda. Frakkland, sem tekið hafði tilboði um að taka sæti Skotlands, hefur nú dregið sig til baka vegna erfiðra ferðalaga milli leikja. Er ætlunin að franska liðið ferðist 2000 mílna leið milli tveggja leikja sinna, en það vildu Frakkar ekki gangast undir. Endanleg riðla- skipan verður því: A: Brazilía, Sviss, Mexíkó og Júgóslavía. B: England, Bandaríkin, Chile og Spánn. C: Ítalía, Svíþjóð og Paraguay. D: Uruguay og Bolivía. Austurríki. í vor fór fram alþjóð- legt knattspymumót drengja í Vín. Lið frá 6 löndum tóku þátt. í úrslit komust Austurríki og Frakklandi, og bar það fyrmefnda sigur úr býtum með 3 mörkum gegn 2. í þriðja sæti varð Holland, sem sigraði Luxemburg með. 6:0. Enska liðið varð 5., það svissneska 6. Edinborgar-liðið Hibernian lék í maí í Vín við hið þekkta félag Rapid FC og tapaði með 3:2. Eft- ir 10 mín. leik höfðu Skotarnir 2 mörk yfir, en misstu síðan tök á leiknum og biðu ósigur. Síðan fóru þeir til Þýzkalands og sigruðu þar Múnchen 6:2 og Augsburg 4:2. Sviss. Að aflokinni stuttri ferð til Eire, hélt Arsen- al, sem sigraði í ensku birkarkeppninni í vor, í keppnis- ferð til Sviss. Sigraði það fyrst landslið Sviss, sem þátt tekur í heimsmeistarakeppninni í Rio de Janeiro um þessar mundir, með 4:2, og síðan Genfar-liðið Serv- ette með 3:1. Vestur-Þýzkaland. Ensk atvinnulið heimsóttu í vor Þýzkaland í fyrsta sinn síðan 1938. Tottenham Hotspur, sem sigraði í II. deild í vor, lék 4 leiki og tap- aði engum. Fór fyrsti leikurinn fram í Hannover gegn Arminia, er tapaði 3:0, Englendingamir héldu síðan til Berlínar og sigruðu þar Tennis-Borussia með 2:0 og Wac- ker Beriin 5:2. Á heimleiðinni sigr- uðu þeir Borussia Dortmund 4:0. Um sama leyti var annað lið úr I. deild, Burnley, einnig á ferð í Vestur-Þýzkalandi. Sigraði það Numberg 2:1 og Wiesbaden S.V. 5:0, en tapaði fyrir A.V.B., Stutt- gart 2:1 og Kickers Offenbach 4:3. IÞRÓTTIR 23

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.