Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 32
sem er bara 15 cm. lakara en
heimsmetið. Oliver er aðeins tví-
tugur að aldri.
Upp á síðkastið hefur náðst þar
ágætur árangur í frjálsíþróttum.
Treloar hljóp 100 yds á 9.6 og
220 yds. á 21,2. 17 ára ungligur
varð annar á 9,6 og 21,5. Wein-
berg fékk 14,2 í 110 m. grhl., en
Nýsjálendingurinn Jun Hollands
52,7 í 400 m. grhl.
Sovétríkin.
Spretthlauparinn Such-
arev var í júní-byrjun
beztur í 100 m. með 10,6
en Karakulov (EM-meistarinn í
200 m.) næstur með 10,7. Suchar-
ev var einnig beztur í 200 m. með
21,9. í 400 m. var Komarow með
49,8 og Litugew 49,9, en í 10 km.
hafði Vanin náð ágætum árangri,
30:51,4 og Knajazev 4 m. á stöng.
Kanaki náði og prýðis árangri í
sleggjukasti, 57,44.
Þegar síðast fréttist höfðu Sov-
étríkin tilkynnt, að þau mundu
senda þátttakendur á Evrópu-
meistaramótið í Brússel, en ekki
er vitað um nöfn þeirra.
Af 118 alþjóðlegum leikjum,
sem sovét-knattspymulið hafa
leikið á erlendri grund, hafa þau
unnið 79, gert 19 jafntefli og tap-
að 20.
Tjudina setti í vor nýtt kvenna-
met í langstökki með 5,93 og jafn-
framt hefur hún stokkið 1,60 í há-
stökki og kastað spjóti 51,56 m.
Þá hefur Heino Lipp sett nýtt
Evrópumet í kúluvarpi, 16,90 m.
32
Tékkóslóvakía.
Zatopek byrjaði strax
í maí með 14:44,2 í
5000 m., en bætti þann
árangur seinna í 14:23,4 og enn
síðar, eða 10. júní, í 14:17,2, og
var þó kalsa veður og rigning.
Annar varð þá Svajgr á 14:54,8.
í 3000 m. kepti Zatopek síðast
í maí og fékk tímann 8:29,0 og
nokkrum dögum seinna 8:29,3.
Grindahlauparinn Tosnar hljóp
110 m. grindahlaup á 14,6 í byrj-
un júní og spretthlauparinn Hok-
cic á 10,9 í 100 m. hlaupi.
Á móti í Berlín sigraði Dodak
í kringlu- og sleggjukasti með
46,71 og 52,05.
Þýzkaland.
Þýzkir hlauparar hafa
sumir hverjir náð prýðis
árangri. T. d. hefur
„hinn nýi Harbig", Ulzheimer,
hlaupið 400 m. á 48,7, Hupperts
200 m. á 22,3 og Bolzhauser 3000
m. á 8:30,2. Schade náði í sama
hlaupi 8:32,8 og Holtkamp 8:44,8.
Zandt hafði áður hlaupið 200 m.
á 21,7 og Wolf kastað sleggjunni
55,17.
Kanada.
Enska knattspymu-
sambandið sendi í byrj-
un júní úrvalslið til
Kanada í sýningar- og kennslu-
ferð. Hefur það leikið nokkra leiki
og unnið alla nema einn, Vancou-
ver All Stars náði að fá jafntefli,
4:4. Eitt kanadíska liðið, Saska-
IÞRÓTTIR