Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 4
Hvernig verður landslið Islendinga í frjálsíþróttum skipað? Margir eru nú þegar famir að velta því fyrir sér, hvemig lands- keppni íslendinga, Dana og Norð- manna, sem fram fer í Osló um mánaðamótin júní og júlí, muni fara. Ritið mun fylgjast vel með því, sem gerist, og kynna lesend- um öll atriði þaraðlútandi. Ennþá er fullsnemmt að fara að spá um bein úrslit keppninnar, því að geta íþróttamannanna frá í fyrra get- ur hafa breytzt mikið, þegar byrj- að verður að keppa í vor. í þessu hefti mun verða rætt um það, hverjir koma helzt til greina með að verða fulltrúar okk- ar á Bislet. Keppnin um þann heið- ur verður áreiðanlega mjög hörð, en þannig á það líka að vera. Eftir því sem keppnin um sætin í lands- liðinu er harðari, hlýtur árangur- inn að verða betri og um leið meiri von um sigur. Afrekaskráin frá í fyrra liggur hér fyrir framan mig á borðinu og nú er bezt að leggja heilann í bleyti og hugsa þá út, sem mesta möguleika hafa. í 100, 200 og 400 m. verða það fimm menn, sem bítast um sætin eða þeir Finnbjöm, Ásmundur, Haukur, Hörður og Guðmundur. örn hefur reyndar einnig mögu- leika, en við skulum ætla honum grindahlaup og langstökk. Að mínu áliti yrði þetta sterkasta niðurröðunin: 100 m.: Finnbjöm og Haukur. 200 m.: Haukur og Hörður. 400 m.: Guðmundur og Ásmundur. Eins og áður hefur verið getið hér í ritinu er Magnús Jónsson, sá er beztan tíma hafði í 800 m. í fyrra, farinn til útlanda. Um tíma stóð til, að Pétur Einarsson færi einnig, en það getur breytzt. í 800 m. eru þá sjálfsagðir þeir Pétur Einarsson 112 IÞRÓTTIR-

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.