Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 15
miðframvörðinn á næstu grösum, en Mortensen lítið eitt aftar. Er knötturinn var á leið yfir til Law- tons, tók Mortensen á sprett í átt- ina að marki andstæðinganna. Þeg- ar Lawton stökk upp ásamt mið- framverðinum til að skalla, var Mortensen orðinn samsíða þeim og á fleygiferð. Oftast bar Lawton sigur úr být- um í einvíginu í loftinu við mið- framvörðinn og skallaði knöttinn fram á við til hægri fyrir fætur Mortensen, sem með hraða sínum hafði hlaupið framvörðinn af sér og var kominn í eyðuna milli mið- framvarðar og bakvarðar, sem að sjálfsögðu var víðsfjarri að gæta útherjans. Þessi leikaðferð vann leiki. Hún brást stundum — það er mannlegt að skjátlast og að láta sér fatast í leik, þar.sem allt er komið und- ir nákvæmninni og hraðanum, er næstum óhjákvæmilegt. Það, sem meira er um vert er, að andstæð- ingum enska landsliðsins tókst aldrei að finna árangursríka vöm við henni. Að sjálfsögðu fór svo árangurs- rík aðferð ekki framhjá jafn kæn- um og leikaðferðahungruðum mönnum og framkvæmdastjórum knattspymufélaganna. Henni hef- ur þegar verið beitt af mörgum félögum. Meðal þeirra eru Reading með Maurice Edelston í aðalhlut- verkinu, fyrsta félagið, sem tók kerfið upp, Blackpool með Morten- sen, Newcastle United með Mil- burn, sem stendur líklega ekki langt að baki Mortensen í hlut- verki innherjans, en félagið, sem náð hefur mestum árangri með kerfinu og beitt því þannig að nálgast fullkomnun, er þó ólíklegt þyki, Chelsea; miðframherji þess, Roy Bentley, er upprunalega inn- herji og kann því að skapa inn- herjum sínum tækifæri. Hin eina reglulega árangursríka beiting leikaðferðarinnar er, að hún vinni bikarkeppnina eða deildakeppnina, og þá mun hún breiðast út með hraða nýjustu kjólatízkunnar. Þá kemur röðin að vamarleikmönnunum. Hvert verð- ur svar þeirra? Liðið, sem reynir að brjóta kerf- ið niður, með því að setja fram- vörð honum til höfuðs, getur þá ekki beitt henni sjálft, því að inn- herjar þess verða að draga sig aftur til að missa ekki tökin á miðjunni. Ef til vill verða bakverðimir fluttir inn á miðjuna og það mundi þýða allsherjar breytingu á hlut- verkum framvarðanna. Slíkar kringumstæður kunna ef til vill ekki að skapast, en saga knatt- spymunnar bendir til, að þörf sé orðið byltingar, sökum sífellt fækkandi marka. Skeiðklukkur koma fyrir sumarið. Sendið pantanir sem fyrst. Magnús E. Baldvinsson, Laugaveg 12. Sími 7048. IÞRÓTTIR 123

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.