Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 6
Siguröur FriÖfinnsson kringlu, Jóel í spjótinu og Þórður í sleggju. Um hin sætin verður hörð keppni milli Hjálmars og Adolfs í spjótinu, Löve, Friðriks og Hallgríms í kringlu, Símon- ar Waagfjörð og Vilhjálms Guð- mundssonar í sleggju og svo Vil- hjálms Vilmundarsonar, Ágústs og Sigfúsar í kúlu. Allt eru þetta svo jafnir menn, að erfitt er að gizka á, hver hreppir hnossið, en við álítum þá, sem fyrst eru tald- ir í hverri grein, sterkasta. Hvað viðvíkur stökkunum er hægt að fara fljótt yfir sögu, því að það virðist frekar augljóst, hverjir halda uppi heiðri okkar þar. Torfi og öm í langstökki, Torfi og Kolbeinn í stangarstökki, og Skúli og Sigurður í hástökki. En þar sem Stefán Sörensson er meiddur innvortis auk hælmeiðsla, er alveg útilokað að hann geti keppt í þrístökkinu og þess vegna vantar mann með Kristleifi. Þeir, sem helzt virðast koma til greina, eru Kári Sólmundarson, Oddur Sveinbjömsson eða Jón Bryngeirs- son, bróðir Torfa. Þann 6. maí n.k. stendur til að fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins, Vormót Í.R. (fyrri hluti), fari fram. Þá strax kemur að einhverju leyti í ljós, hverjir hafa æft vel, og hvort þessir spádómar hafa við einhver rök að styðjast. En athug- ið það vel, að það sem mestu máli skiptir er ekki, hverjir komast á Bislet, heldur að allir æfi nú af alúð og kostgæfni fram að keppn- inni og geri síðan sitt bezta, þeg- ar í eldinn er komið. Spreyttu þig! Sá, sem getur svarað 8 spum- ingum rétt, hefur góða þekkingu á íþróttum og íþróttamálum: 1. Hver er formaður Ólympíu- nefndar íslands? 2. Hvar fór Skíðamót íslands fram 1941? 3. Hvaða íslendingur hefur hlot- ið heiðursverðlaun á Ólympíu- leikum? 4. Hvað heitir ritstjóri íþrótta- síðu Þjóðviljans? 5. Hvaða íþrótt er mest iðkuð á íslandi? 6. Hvað heitir íþróttafulltrúi rík- isins? 7. í hvaða landi fara næstu Vetr- ar-Ólympíuleikar fram? 8. Hvaða samband notar skamm- stöfunina SKÍ? 9. Hver á íþróttahúsið að Há- logalandi? 10. Hvaða ár var fyrsta Skauta- mót íslands háð? Svör á bls. 136. 114 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.