Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 8
um gegn 7. Hann hét Emanuel
Lasker og gaf Steinitz aftur 2 ár-
um síðar í Moskvu tækifæri til að
vinna titilinn á ný, en sigurinn
varð enn meiri nú, 12 y2—4%. Eins
og Lasker hefur komizt að orði,
taflmaðurinn hafði sigrað hugs-
uðinn.
Steinitz byggði á kenningum
Morphys um hraða framrás mann-
anna og þýðingu tempósins fyrir
sóknina, en eftir því sem honum
varð ljósara eðli lokuðu staðanna,
varð staðan æ þýðingarmeiri í
augum hans. í skákum hans kem-
um fyrst fram sá stíll, sem kall-
aður hefur verið „posisjónsstíll“,
þar sem hver leikur er liður í
áætlun, sem ætlað er að ná ákveðnu
marki og byggð er á athugunum
og hugleiðingum á þörfum og
kröfum stöðunnar, eða eins og eitt
sinn var komizt að orði, að það
sé að taka tillit til allra mann-
anna á skákborðinu. Ekki er þar
með sagt, að Steinitz hafi gengið
fram hjá þeim þætti skákarinnar,
sem áður var í hásæti, kombína-
sjóninni. Hún verður liður í áætl-
uninni, meðal til að ná takmark-
inu.
Steinitz kenndi skákheiminum
að tefla í anda stöðunnar (posi-
sjónelt), hann sýndi fram á mik-
ilvægi peðastöðunnar, mismunar-
ins á svigrúmi, algjörra yfirráða
yfir þýðingarmiklum línum og
fleiri atriða til að ná yfirhöndinni.
En hugmyndir og kenningar hans
voru of nýstárlegar fyrir sam-
tímamenn hans, rólega framrás
mannanna, langar ferðir riddara í
byrjuninni, samfara flutningum
velsettra manna, voru þeim of
fjarlægar, svo að það, sem frum-
legt var hjá Steinitz, var öllu
fremur eignað þrákelkni og sér-
vitrungshætti, en að það væri af-
leiðing dýpri umhugsunar.
En staðreyndirnar tala máli
hans, því að hann sigraði sterk-
ustu samtímamenn sína, jafnvel
þótt sumir þeirra hefðu ríkari
skákgáfur en hann. En strax og
fram kom maður, sem tileinkað
hafði sér stil og tækni Steinitz,
jafnframt því sem hann hafði
fram að færa eitthvað nýtt, varð
Steinitz að víkja úr hásætinu.
Hér kemur ein af skákum Stei-
nitz, tefld í London 1876.
Hv. Steinitz Sv. Blackburne
RUY LOPEZ.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. Bfl—b5
Spánski leikurinn, sem er framhald
árásarinnar á e-peð svarts, er hófst
með Rgl—f3. Óviturlegt væri að
reyna að vinna það með BXR, því
að svartur stæði betur eftir E)—d4
eða —g5.
3 .... a7—a6
4. Bb5—a4
Til er að drepa riddarann í þeim til-
gangi að skapa veikan hlekk á peða-
keðju svarts.
4 .... Rg8—f6
5. d2—d3
Nú orðið er venjulega reynt að leika
d2—d4 við fyrsta tækifæri, en Stei-
nitz kaus venjulega heldur lokað mið-
borð með peð á c2, d3 og e4, til að
geta undirbúið truflunarlaust sókn á
kóngsarminum.
116
IÞRÓTTIR