Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 22
ur hafa horfið þangað úr heima- högunum að fullu og öllu. Þannig hafa héruð og kaupstaðir misst sína beztu menn og það aftur orð- ið til þess, að áhuginn á íþrótt- unum úti um land hefur gengið í bylgjum, því að „fyrirmyndim- ar“ vantar. Orsökin til þessa flótta er auðvitað aðstöðumunurinn. Hér er meiri íþróttaáhugi hjá almenn- ingi, og mér virðist Reykjavíkur- bær leggja meiri alúð við íþrótta- starfsemina en gert er annarstað- ar. Það er ekki von, að nokkur tápmikill og frjálshuga ungur maður leggi á sig það píslarvætti að æfa íþróttir í heimahögunum við erfiðar aðstæður, ef honum býðst opin leið til frama hér í Reykjavík, því að á þessu sviði eru menn veikir fyrir. Nú eiga af- reksmenn í íþróttum engan veg- inn að vera aðalatriðið og íþrótt- irnar heldur ekki eign fárra út- valdra — síður en svo. Afreks- mennimir eiga að vera merkisber- ar íþróttahreyfingarinnar, glæða áhugann og skapa þá fyrirmynd, sem fjöldinn á að fylgja, og það er fjöldinn, sem skiptir mestu máli. Aðalatriðið er að fá alla með. Þess vegna er það ósk mín, að alls staðar, þar sem byggð er á íslandi, verði með viti og fram- sýni reynt að skapa þá aðstöðu til íþróttaiðkana, að ekki sé flótta- verð. Ef ég ætti að miðla einhverjum heilræðum til óreyndari íþrótta- manna, þá yrðu þau eitthvað á þessa leið: Kepptu aldrei óæfður — skilyrðislaust aldrei — og helzt aldrei lítið æfður. Taktu sigrum og ósigmm með jafnaðargeði og drengskap. Hlíttu ávallt úrskurði dómara möglunarlaust, þó að þú sért öruggur um, að hann sé rang- ur. Meiri sigur getur þú ekki unnið. Baldur Jónsson. Stykkishólmsbúar stóðu sig mjög vel á M.í. í bad- minton, því þriðja í röðinni, sem fram fór í Reykjavík um páska- helgina. Þeir unnu alls 4 meist- arastig af 5. í einliðaleik karla vann Ágúst Bjartmars, Sth., í ein- liðaleik kvenna Halla Ámadóttir, Sth., tvíliðaleik karla Umf. Snæ- fell (Ólafur Guðmundsson, Ágúst Bjartmars), tvíliðaleik kvenna T.B.R. (Unnur Briem og Jakobína^ Jósefsdóttir), og í tvenndarkeppni sigmðu Halla Ámadóttir og Þor- geir Ibsen, Sth. Badminton er ung íþrótt hér á landi, en mjög skemmtileg og holl, jafnt fyrir unga sem gamla. Er reglulega gaman fyrir Stykkis- hólm, hvað keppendur þeirra bám af öðrum í móti þessu. Einn kepp- andi mótsins, Einar Jónsson, ÍR, var ólöglegur í þessu móti, þar sem hann keppti fyrir T.B.R., en hafði áður keppt fyrir Í.R. í þessari íþróttagrein á árinu. Það verður gaman að vita, hvað Í.S.Í. gerir í því máli? 130 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.