Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 5
Zatopek hefðu keppt saman, mundi
Zatopek hafa orðið rúmlega tveim
hringjum á undan í 20 km. hlaupi.
í febrúarheftinu var Zatopek
undir smásjánni, svo að ekki verð-
ur sagt frá æviferli hans hér, en
hér á eftir birtist listi yfir tólf
beztu menn heimsins í 20 km.
hlaupi:
1. Zatopek, Tékkósl. . 59:51.8 ’51
2. Heino, Finnl...... 62:40.0 ’49
3. Czaplar, Ungvl. .. . 63:01.2 ’41
4. Ibarra, Brasilíu . . 63:33.2 ’41
5. Moskatjenko.Rússl. 63:45.0 ’51
6. Vanin, Rússl......63:51.0 ’42
7. Nyström, Svíþj. . . 63:57.4 ’51
8. Zabala, Argent. . . 64:00.2 ’36
9. Östling, Svíþj. . . . 64:17.0 ’46
10. Hietanen, Finnl. . . 64:26.4 ’47
11. Syring, Þýzkal. .. . 64:30.4 ’37
12. Nurmi, Finnl....... 64:38.4 ’30
Hér birtist einnig bezti árangur
Zatopeks í þeim greinum, sem hann
hefur reynt sig í:
800 m . ... 1:58.7 1943
1000 m 2:34.6 1945
1500 m . ... 3:52.8 1947
2000 m . ... 5:20.6 1947
3000 m . ... 8:07.8 1848
5000 m . ... 14:03.0 1950
10000 m . ... 29:02.6 1950
15000 m . ... 44:54.6 1951
10 mílur .... . ... 48:12.0 1951
20000m . ... 58:51.8 1951
Klukkustundarhlaup: 20052 m. ’51
Það er enginn vafi, að Zatopek
getur náð betri árangri í 800, 1000,
1500 og 2000 m., en þær vega-
lengdir hefur hann ekki hlaupið
síðustu árin.
Ármann og Fram
unnu hraðkeppnina.
Hraðkeppni HKRR í handknatt-
leik lauk með sigri Ármanns í
karlaflokki og Fram í kvenna-
flokki Alls tóku sjö félög þátt í
mótinu eða: Fram, KR, ÍR, Vík-
ingur, Valur, Ármann og Aftur-
elding. Öll félögin sendu lið í karla-
flokk, en aðeins Valur, KR, Ár-
manna og Fram í kvenflokkinn.
í fyrstu umferð kvenflokksihs
vann Fram KR, en Valur og Ár-
mann gerðu jafntefli eftir þrí-
framlengdan leik, daginn eftir
sigraði svo Ármann í aukaleik. í
karlaflokki vann Ármann Fram,
Valur ÍR og Víkingur KR. Önnur
umferð karlaflokks fór þannig, að
Ármann vann Val og Víkingur
Afturelding. Til úrslita kepptu því
Víkingur og Ármann í karlaflokki
og lauk leiknum með sigri Ár-
mann 8:4. I kvenflokki bar Fram
sigur úr býtum, vann Ármann
með 2:1.
Þetta fyrsta mót vetrarins gef-
ur okkur til kynna, að handknatt-
leiksmennirnir eru ekki í eins góðri
æfingu og oft áður á fyrsta móti
haustsins. Eina liðið í karlaflokki,
sem virðist vera eins sterkt og í
fyrra, er Ármann, en það lið hef-
ur fengið einn sinn bezta mann í
liðið aftur, sem er Jón Erlendsson,
er dvalið hefur í Svíþjóð, við nám
í íþróttakennslu. íslandsmeistar-
arnir Valur verða að herða sig, ef
IÞRÓTTIR
327