Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 17
Fréttir frá Olympíunefnd íslands. Fyrir nokkru bárust Ólympíu- nefnd íslands hin formlegu boð um þátttöku í XV. Ólympíuleikun- um í Helsinki og í VI. vetrar- Ólympíuleikunum í Osló. Ólympíu- nefnd hefur þakkað boðin og til- kynnt þátttöku íslands í hvor- tveggja leikunum. Vetrarleikarnir í Osló fara fram dagana 14.—25. febrúar 1952, en sumarleikarnir í Helsinki dagana 19. júlí til 3. ágúst 1952. Ólympíunefnd hefur samþykkt að Islendingar taki þátt í skíða- íþróttum á vetrarleikunum, en ekki hefur enn verið ákveðið í hvaða íþróttum Islendingar keppa á sumarleikunum. Um þetta atriði hefur nefndin samráð við Í.S.Í. og sérsambönd Í.S.Í. og eiga þau full- trúa í nefndinni. Ólympíunefnd Islands er nú skipuð þannig: Benedikt G. Wáge formaður, Þorsteinn Bernharðsson bréfritari, Jens Guðbjörnsson gjaldkeri, Einar B. Pálsson (SKÍ) fundarritari, Erlingur Pálsson (SSÍ), Garðar S. Gíslason (FRÍ), Jón Sigurðsson (KSÍ) og Þorgils Guðmundsson, sem er fulltrúi fyr- ir fimleika, glímu og handknatt- leik. Varaformaður nefndarinnar er Helgi H. Eiríksson. Sá háttur er hafður á Ólympíu- leikum, að framkvæmdastjómir leikanna tilnefna sérstaka fulltrúa til þess að vera til milligöngu og IÞROTTIR aðstoðar við Ólympíunefndir þeirra landa, sem senda keppendur á leikana. Að því er ísland snertir, hafa þessir menn verið valdir í samráði við Ólympíunefnd íslands: Haraldur Kröyer sendiráðsritari í Osló og Erik Juuranto ræðis- maður í Helsinki. Undanfarið hafa Ólympíunefnd íslands borizt fyrirspumir um það, hvort nefndin muni standa fyrir sameiginlegri för áhorfenda á Ól- ympíuleikana í Osló og Helsinki á næsta ári. Nefndin mun ekki gera þetta, en hins vegar hefur Ferða- skrifstofa ríkisins tekið að sér að veita fyrirgreiðslu í sambandi við ferðir á hvoru tveggja leikana. Undirbúningur þessa máls er lengra á veg komið hér, að því er snértir vetrarleikana í Osló, sem fara eiga fram dagana 14. til 25. febrúar 1952. Sala á aðgöngumiðum og gist- ingu í Osló er þegar hafin og þá má panta hvorutveggja hjá Ferða- skrifstofu ríkisins við Arnarhóls- tún, Reykjavík. Aðgöngumiðar að Vetrarleikun- um em fyrst seldir utan Noregs, þeirri sölu lýkur 15. des. n.k. Af- gangurinn verður síðan seldur í Noregi, og má því vænta þess, að eftir þann tíma verði aðgöngumið- ar ekki fáanlegir hér, þar sem eftirspum mun vera mikil í Noregi. Ferðaskrifstofan mun skipu- leggja hópferð á Vetrarleikina, ef eftirspum gefur tilefni til og möguleikar leyfa, að því er snert- ir gjaldeyri og farkost. 339

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.