Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 12

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 12
leikum en nokkur annar, sem vit- að er um, nema ef vera skyldi Paul Morphy. Hann var einnig fríðleiksmaður, glæsimenni í fasi og framgöngu. Hann hóf ungur að þroska hina einstæðu skákhæfileika sína, bæði með virkri þátttöku og athugun- um. Ólíkt öðrum meisturum síns tíma lagði hann litla rækt við byrjanir, en því meiri við tafllok, þar sem tækni má sín iðulega meir en ímyndunaraflið. Reynslu sína jók hann í New York með hrað- skákum um peninga, og brýndu þær hið síðar óskeikula stöðumat hans. Hann lærði líka að leika hratt, án afleikja, og um fjölda ára þekkti hann í mótum ekki tímaþröng nema af afspum. Þeg- ar hann var upp ásitt bezta, var öryggi hans slíkt, að næstum aldrei varð vart afleikja í skákum hans. Á 8 árum tapaði hann aðeins 10 keppnisskákum á móti 136. Capablanca sóttist alltaf eftir hreinum stöðum, krystaltærum, og sýndi ótrúlega lægni við að forð- ast allt, sem gat flækt baráttuna. Til þess að ná stöðum, sem hent- uðu stíl hans, sýndi hann næstum leyndardómsfulla innsýn, og strax og grillti í hið minnsta óveðurs- ský, breytti hann um stefnu, til þess að halda hreinum línum. Þessi stíll hans féll áhorfendum ekki í geð, og staðreynd er, að hann gerði fleiri jafntefli en sam- tícfarmenn hans og enginn heims- meistari hefur fært skákina nær jafnteflisdauðanum en hann. Hvernig gat hann þá náð hinum undraverða árangri? í hverju fólst geta hans? í fyrsta lagi gat hann séð hinn fjarlægasta háska eða minnsta tækifæri löngu fyrirfram. í öðru lagi hinni óbrugðulu tækni og hinni einstæðu tilfinningu fyr- ir og ríka skilningi á innstu leynd- ardómum stöðubaráttunnar, sem gerði honum fært að halda í hinn smávægilegasta stöðulega ávinn- ing, sem hann með ótrúlegri ná- kvæmni jók og hagnýtti sér til sigurs. Hér er skák, sem gefur góða hugmynd um stíl Capablanca, stíl- inn, sem fékk honum viðurnefnið ,,skákvélin“. Hann stendur ofur- lítið betur að vígi eftir byrjunina, en munurinn er svo lítill, að jafn- tefli virðist óhjákvæmilegt. En staðan er honum einmitt að skapi, einföld og hrein. Það er stórfurðu- legt, hvemig hann heldur í ávinn- inginn og vinnur kerfisbundið að því að auka hann. Bad Kissingen 1928: Drottninqar-lndversk vörn. Hv.: Bogoljubov 1. d2—d4 2. c2—c4 3. Rgl—f3 4. Rbl—c3 5. Bcl—g5 6. e2—e3 Sv.: Capablanca Rg2—f6 e7—e6 b7—b6 Bc8—b7 Bf8—e7 Þar eð hvítur reynir ekki að ná völd- um á e4 með Dc2, notar Capablanca reitinn til allsherjar uppskipta, sem ekki er óalgengt í byrjunum hans, þar eð það gerir stöðuna einfaldari. 6...... Rf6—e4 7. Bg5Xe7 Dd8Xe7 IÞRÓTTIR 334

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.