Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 2
Herra ritstj.
Ég er 13 ára og hef mikinn
áhuga á íþróttum. Mig langar til
að leggja fram nokkrar spurn-
ingar:
1. Er Mel Patton (USA) hættur
að æfa og keppa, en ef svo er
ekki, hvað er þá bezti tími,
sem hann hefur náð í 200 m.
hlaupi í ár?
2. Hvert er Evrópumet í 200 m.
hl., hver á það, og hvenær var
það sett?
3. Hvað er góður tími fyrir 13
ára dreng í 3000 m. hlaupi?
Með vinsemd,
E r n s t.
S v ö r:
1. Mel Patton Ólympíumeistari í
200 m. hlaupi er alveg hættur
keppni.
2. Evrópumetið í 200 m. hlaupi
er 20.9 sek. og á það Þjóð-
verjinn Helmut Körnif,. Hann
setti metið 19. ágúst 1928.
3. Það er frekar erfitt að svara
þessari spurningu. Þrettán
ára drengir eru mjög misjafn-
lega þroskaðir. Að okkar áliti
eru 11 mín. góður tími hjá
13 ára dreng í 3 km. hlaupi.
Ritstj. fengu nýlega bréf frá les-
anda, sem nefnir sig „Káerr“. —
Hann gefur okkur margar ábend-
ingar um efni ritsins, sem við tök-
um þakksamlega á móti.
Bréfritarinn talar m. a. um það,
að hann sé mótfallinn því, að ver-
ið sé að skrifa um kappmót, sem
löngu séu liðin, dagblöðin hafa öll
skrifað um þau. Slíkt er þurr og
leiðinlegur lestur, látið árbækur
um slíkt. Þið eigið að skrifa um
fræga íþróttamenn og merka við-
burði,, svipað og gert er í þátt-
unum ísL íþróttamenn og íþrótta-
menn undir smásjánni, meira af
slíku. Einnig fræðandi greinar og
meiri gagnrýni um atburði, sem
ekki eru sæmandi íþróttamönnum
og íþróttahreyfingunni. Þó að
íþróttamenn okkar geri margt vel,
er sumt, sem heyrzt hefur um þá,
sem sett hefur blett á þá. Þetta
á að gagnrýna meira en gert hef-
ur verið til þessa og það tel ég
einmitt vera ykkar hlutverk.
Reykjavíkð 24./10. 1951.
Til „Allt um íþróttir“,
Reykjavík.
í sumar hef ég verið næstum
fastur gestur á frjálsíþróttamótum
höfuðstaðarins. Þótt að mörgu
megi þar finna og hafi verið fund-
ið í sambandi við þau, get ég þó
ekki stillt mig um að finna að
einu atriði, sem eftir því sem ég
bezt veit, hefur til þessa legið í
þagnargildi. Það er klæðnaður
keppenda á mótinu. Síðan farið
var að heyja landskeppnir í frjáls-
íþróttum hefur það mjög farið í
Frh. á bls. 345.
324
IÞRÓTTIR