Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 4

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 4
ZATOPEK - mesti hlaupari, sem uppi hefur verið, Zatopek hefur ekki keppt oft í sumar, en þau fáu skipti, sem hann hefur „hreyft" sig, sanna, að hann er ennþá í fullu fjöri. Þessi 29 ára gamli garpur vann svo glæsileg afrek fyrir nokkrum vik- um, eða nánar tiltekið 29. sept., að margir drógu þau í efa. Braut- in í Houstka, þar sem keppnin fór fram, er 367 metra löng, og 17 keppendur lögðu af stað í þetta 20 km. hlaup. Zatopek hljóp vega- lengdina innan við 1 klst. eða á 59 mín. 51.8 sek. Svíar hafa hald- ið því fram undanfarin ár, að Hágg sé konungur hlauparanna, en Idrottsbladet sagði eftir hlaup- ið, að nú væri enginn vafi, hver væri beztur. Það hefur ávallt ver- ið takmark þolhlaupara að komast niður fyrir 30 mín. í 10 km. hlaupi, en nú gerir Zatopek sér lítið fyrir og nær millitímanum 29:53.4 á fyrri 10 km., heldur svo áfram aðra 10 km. og hleypur þá einnig innan við 30 mín. eða á 29:58.4 mín.! Hlaupið var mjög jafnt, það sýna millitímamir á 5 km. Fyrstu 5 km. hljóp hann á 14:57.5, aðra á 14:55.9, síðan 15:01.2 og síðustu á 14:57.2. íslenzka metið í 5 km. hlaupi er 15:23 og er orðið 29 ára gamalt! Fjórtán dögum áður hljóp Zatopek einnig 20 km. og bætti þá heimsmet Heino frá 1949 um 1 mín. og 24 sek., en nú bætir hann þetta fjórtán daga gamla met sitt um 1 mín. og 24.2 sek. Þegar Zatopek íhljóp í fyrra skiptið, hélt hann áfram klukkutímann, og fór fram úr heimsmeti Heino, sem var 19339 m.; hann náði 19558 m. Núna hélt hann einnig áfram í klukkutíma og komst upp í 20052 m. Einnig var tekinn tími á 10 enskum mílum (16.090 m.), þar sem hann tók enn eitt metið af Heino, hljóp á 48:12.0mín. (Heino 49:22.2). Afrek Nurmi þóttu á sínum tíma alveg sérstök, en ef hann og 326 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.