Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 6
Þing frjálsíþróttasambanda Norðurlanda. Þing frjálsíþróttasambandanna á Norðurlöndum var haldið í Reykjavík dagana 26. til 27. októ- ber s.l. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Frá Dan- mörku Thor Dahl-Jensen, frá Finn- landi Lauri Miettinen og Erik Áström, frá Noregi Björn Bente- rud, og frá Svíþjóð Tage Eriksson og Birger Bergvall. Af íslands hálfu sátu þingið stjóm og vara- stjóm Frjálsíþróttasambandsins. Þá sat forseti Í.S.Í., Benedikt G. Wáge, þingið sem heiðursgestur. Þingið var haldið í húsakynnum Frjálsíþróttasambandsins og var forseti þess valinn Tage Eriksson, formaður sænska frjálsíþróttasam- bandsins, ritarar vom Bragi Krist- jánsson og Brynjólfur Ingólfsson. Fjölmörg mál voru rædd á þing- inu og má af þeim nefna eftirfar- andi: þeir ætla að halda titli sínum. Lið Víkings, KR og Aftureldingar eru mjög svipuð og í fyrra, en ÍR-liðið er veikara. í kvenflokki er Fram öruggasta liðið, en bæði Valur og Ármann em lítið lakari. Næsta handknatt- leiksmótið er Meistaramót Reykja- víkur, sem nú stendur yfir. 328 Meistaramót Norðurlandanna. Meistaramót hinna fimm Norð- urlanda verða 1952 haldin á sama tíma, þ. e. um helgina 23.—24. ágúst. Landskeppnir Norðurlandanna innbyrðis voru ákveðnar sem hér segir: 1) Drengjamót Svía, Finna og Norðmanna fer fram 14.—15. ág. í Osló eða e. t. v. annars staðar i Noregi. 2) Landskeppni Dana og Norð- manna fer fram í Kaupmannahöfn 28.—29. ágúst. 3) Kvennalandskeppni Dana, Finna og Svía fer fram í Kaup- mannahöfn 7. sept. 4) Keppni Finna og Norðmanna í karla- og kvennaflokki í Osló 13. —14. sept. Ennfremur var tilkynnt á þing- inu, að Svíar hefðu ákveðið lands- keppni við Breta 4.—5. septem- ber í Stokkhólmi og við Þýzkaland í Dusseldorf 13.—14. sept. og loks Finnar við Frakka í París 13.— 14. september. Ekkert boð hefur borizt. íslendingar hafa enn ekki feng- ið neitt boð um landskeppni og ekki treyst sér til að bjóða heim liði eða ráðast til utanferðar með landslið á sinn kostnað eins og ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.