Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 22
Árbók íþróttamanna 1951
komin út.
Árbók íþróttamanna 1951 kom
nýlega á markaðinn, en hún flyt-
ur yfirlit og fróðleik um íþróttir
ársins 1950. Bók þessi er 344 síður,
mjög vel frá henni gengið og er
prýdd fjölda mynda. Iþróttaunn-
endum er eindregið ráðlagt að
tryggja sér þessa bók, áður en það
er um seinan.
Það er þó einn ljóður á þessari
ágætu bók og hann stór: hún er
of dýr. Kostar 60 kr. í útsölu.
Sundmót Ármanns var dauft.
Sigurður KR-ingur setti met
í 500 m. bringusundi.
Þeir voru frekar fáir, sem lögðu
leið sína upp í sundhöll, til þess
að horfa á hið árlega sundmót Ár-
manns. Mótið misheppnaðist að
því leyti, að það gekk seint. Kepp-
endur voru fáir og mættu ekki all-
ir til leiks. Einnig var árangur
frekar lakur, ef undanskildir eru
Pétur Kristjánsson, sem vann 50
m. baksund á 34.4 og 200 m. skrið-
sund á 2:30.8. Einnig Sigurður
KR-ingur, sem vann 500 m. bringu-
sund á 8:02.8, en sá árangur er
3.2 sek. betri en met Inga Sveins-
sonar frá 1941. Sigurður Þorkels-
son átti einnig ágætt sund, 8:20.5.
Þriðji í keppninni var Sverrir Jóns-
son, Ólafsfirði, en ógilti sund sitt.
í 50 m. baksundi var árangur
flestra keppendanna sæmilegur.
Ólafur Guðmundsson varð annar
á 35.0 sek., síðan syntu þrír á 36.1.
Þórdís vann 100 m. bringusund
skv. venju á 1:31.9 mín. Helga
Haraldsdóttir vann 50 m. skrið-
sund kvenna á sæmilegum tíma,
36.0 sek. Unglingasundin voru jöfn
og skemmtileg. Keflvíkingurinn
Sigurður Eyjólfsson vann 100 m.
bringusund á 1:29.5, Sigrún Þóris-
dóttir, Reykholti, 50 m. bringu-
sund á 44.5 sek. 100 m. skriðsund
drengja vann Gylfi Gunnarsson,
IR, á góðum tíma, 1:10.3. Hann er
mjög efnilegur sundmaður.
— FRÓÐLEIKUR UM SKÁK —
Kennslubók í skák
hefur Draupnisútgáfan nýlega
gefið út og er hún eftir hinn heims-
kunna skáksnilling, Emanuel Las-
ker. Magnús G. Jónsson hefur þýtt
bókina og farizt það mjög vel úr
hendi. Bókin er vönduð að öllum
frágangi og ódýr, og ættu allir
skákunnendur að ná sér í hana,
en upplag mun þó, því miður, vera
takmarkað.
Námskeið í skák
hefur Bréfaskóli S.Í.S. ráðizt í
og er Baldur Möller, Norðurlanda-
meistari í skák, kennari. Er þetta
fyrst og fremst ætlað byrjendum,
en þó verða kenndar byrjanir og
„kombinasjónir" í seinni hluta
námskeiðsins.
Kennsla fer að sjálfsögðu fram
bréflega og eru verkefnin eftir
hinn velþekkta skákmann Svía,
Gideon Stáhlberg.
344
IÞRÓTTIR