Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 32
verið viðamiklar, við vissum ekki
einu sinni fyrir hvaða félög þeir
landsliðsmenn léku, sem hér voru
1948. Það fer heldur ekki vel á, að
hér á þessum vettvangi skuli ekki
vera minnzt á finnskar knatt-
spymukeppnir, þegar aðgætt er
það rúm, sem eytt er í að kynna
'lesandanum viðhorfin á hinum
Norðurlöndunum. Úr þessu mun
verða reynt að bæta eftir föngum.
Eins og áður segir, hófst leiktíma-
bilið í apríl og er nú lokið, en er
síðast til fréttist, var staðan þessi
í I. deild:
Kotka 16 8 7 1 39-24 23
IFK Vasa 16 8 6 2 39-23 22
Turun PK 16 6 7 3 34-22 19
Haka 16 7 5 4 35-25 19
Kuopio 16 7 2 7 32-27 16
Turun PS 16 6 4 6 35-35 16
Kiffen 16 7 2 7 36-38 16
VPS 16 4 7 5 30-29 15
Vargarna 16 3 310 17-47 9
Ilves-Kissat 16 1 3 12 16-43 5
Austurríki.
Deildakeppnin hófst að
nýju í haust með óvæntu
gengi liðs „utan úr
sveit“, Linz. Annars hefur því
lengst af verið þannig farið, að
austurrísk knattspyma hefur ver-
ið sama og Vínarknattspyrna eða
Vínarstíllinn. Linz sigraði í fjór-
um fyrstu leikjum sínum, m. a. hið
fræga lið Vienna með 4-1. í 5. umf.
mætti það svo Austria og eftir 40
mín. hafði það yfir 2-1, missti þá
markvörðinn út af og strax eftir
hlé einnig miðframvörðinn. Gegn
Austria nægir ekki 9-manna lið,
lauk leiknum með sigri þess, 10-2.
Skipar það nú efsta sætið með 10
stig,
Austurríska landsliðið hefur nú
skapað sér slíkt orð, að það er tal-
ið með sterkustu liðum álfunnar,
og er ekki ósennilegt, að það verði
fyrst erlendra liða til að sigra
enska liðið á heimavelli, en sá leik-
ur fer fram á Wembley 28. nóv.
LEIÐRÉTTING
VIÐ ÚRSLITATÖLUR
SAMNDRRÆNU
SUNDKEPPNINNAR
Framkvæmdanefnd sundkeppn-
innar sendi frá sér leiðréttingu á
úrslitum sundkeppninnar, sem ger-
irir mismuninn enn þá meiri á Is-
landi og næsta landi, sem var
Finnland. í upphafi var álitið, að
Finnland hefði fengið 251.874 þátt-
takendur, en þetta reyndist ekki
rétt, heldur voru þátttakendumir
176.312, en það gefur 251.874 stig.
Ástæðan fyrir þessum mistökum
mun hafa verið lélegt símasam-
band milli landanna.
Áskrifendur!
Aðeins skuldlausum áskrifend-
um verður sent jólablaðið, sem
kemur um miðjan desember.
354
IÞRÓTTIR