Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 31
kaupbæti, en fyrir var Eidefjáll,
sem lék hér með Djurgárden 1948.
Félagið er nú neðst með ekkert
stig. Langbarðalandsþrenningin,
Milan, Juventus og Intemazionale,
hafa enn á ný forystuna, öll með
9 stig og taplaus.
Finnland.
Finnskir frjálsiþrótta-
menn, fimleikamenn og
skíðamenn hafa á undan-
förnum áratugum borið hróður
lands og þjóðar víða, en finnskir
knattspymumenn hafa ekki þótt
verulega liðgengir til þeirra starfa.
Knattspyman hefur gegnt heldur
lítilssigldu aukahlutverki í íþrótta-
lífi Finna. En síðustu árin hefur
verulegra breytinga orðið vart og
má m. a. geta sigranna yfir Hol-
lendingum 4-1 og Júgóslöfum 3-2.
,,Vendipunkturinn“ virðist hafa
verið hinn mikli ósigur fyrir Sví-
um (B-liði) í Malmö haustið 1949,
og var sænska liðið skipað 8 leik-
mönnum frá MFF.
Leiktímabilið er svipað að lengd
og hjá okkur, eða að minnsta kosti
eins og það var hjá okkur í fyrra.
Finnska landsliðið lék nokkra æf-
ingaleiki í Danmörku í apríl fyrir
landsleikinn í Englandi gegn
áhugamannalandsliðinu enska, sem
sigraði með 2-1. Síðan hófst Norð-
urlandakeppnin með leik við Norð-
menn í Helsinki 16. ágúst. í þeim
leik sýndu Finnar, að þeir em í
mikilli framför. Þeir réðu lögum
og lofum í fyrri hálfleik, og það
var Tom Blohm í norska markinu
að þakka, að munurinn var í hléi
IÞRÓTTIR
ekki nema 1-0. Bredesen jafnaði
fyrir Norðmenn í síðari hálfleik.
Eftir stríðið hafa Svíar ekki
metið Finna meir en okkur í sum-
ar, nefnilega að tefla gegn þeim
B-liði og leika 2 landsleiki sam-
tímis. í september léku þeir við
Finna í Stokkhólmi samtímis
leiknum við Júgóslafa í Belgrad.
í þetta sinn sluppu þeir betur en
hér í sumar, nú sluppu þeir með
skrekkinn. Finnska landsliðið kom
gersamlega á óvart með afar tekn-
iskum og árangursríkum leik. Það
hefur nú bætt úr þeim galla, sem
háði því hér 1948, en það eru skot-
in. Eftir 27 mín. höfðu Finnar 2
mörk yfir og voru bæði skoruð af
20 m. færi, og úti á vellinum voru
þeir afgerandi betri og náðu létt-
um og leikandi samleik. Svíunum
tókst að jafna á 69. mín. og skora
sigurmarkið 3 mín. fyrir leikslok.
Síðasti leikur Finna í Norður-
landakeppninni fór fram í Höfn í
byrjun október og sigruðu Danir
með 1:0. Þar staðfestu Finnamir
enn betur, að nú verður að fara að
taka þá alvarlega í þessari keppni,
þeir voru betri úti á vellinum og
fengu fleiri tækifæri, en skotin
brugðust. Eftir þessa leiki er það
álit andstæðinganna, að finnsku
innherjamir Rytkönen og Lehto-
virta séu í sérflokki meðal inn-
herja á Norðurlöndum, ásamt
Norðmanninum Bredesen.
Finnar léku svo í Amsterdam
3. nóv. við Hollendinga og varð
jafntefli 4-4 (2-2).
Fréttir af keppnisfyrirkomulagi
finnsku knattspymunnar hafa ekki
353