Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 30

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Blaðsíða 30
lovic 55.5. Hástökk: Dimitrijevic 1.95, Zerkov 1.89. Langst.: Brnad 7.45, Milicovic 7.07. Stöng: Mila- kov 4.10, Dusanovic 3.90. Þríst.: Zagorc 14.39, Radovanovic 14.38. Kúluvarp: Sarcevic 14.94, Krupa- lija 14.33. Kringla: Zerjal 48.50, Krujavic 47.06. Spjótkast: Dangu- bic 66.89, K. Vujacic 64.20. Sleggju- kast: Zerjal 58.80, Gubijan 55.53. Tugþraut: Marcelja 6340, Rebula 6337, Paget 5257. — Kvenfólkið er heldur lakara, en þær eru ágætar í kringlukasti 43.48, 42.02 og 41.12, kúla 13.14, langst. 5.59. Frakkland. ISíðasta mánuðinn hef- ur franska landsliðið komið mjög á óvart með 2 jafnteflisleikjum, við Englend- inga 2-2 í London og Austurríkis- menn í París, einnig 2-2. Fyrir leikinn við England var Malmö FF fengið til að leika æfingarleik við landsliðið á upplýstum velli í Par- ís. Sigruðu Frakkar með 4-2. í byrjun október lék Milan FC við Racing í París og sigraði með 5-0, þar af skoraði Nordahl 4. — ítalska liðið var á öllum sviðum mörgum „klössum" fyrir ofan það franska. Eini leikmaður R.C.P., sem kvað hafa jafnast á við leik- menn Milan, var Albert, en aðeins framan af, en þá lék hann ,ítalskt‘. Þá á hann að hafa tekið að leika ,gönguknattspyrnu‘, sem var þó heldur betra en ,stöðuknattspyrn- an‘ sem hinn innherjinn lék, en hann er Júgóslafi. Racing er nú 3. í deildakeppn- inni með 9 stig eftir 7 leiki. Efst eru Roubaix með 19 og Metz, sem kom upp úr 2. deild í vor, með 12 stig. Racing tapaði m. a. fyrir Metz (1-2), en hefur unnið lið eins og Le Havre (0-2) og Marseilles (5-1). Eftir þann leik fékk Albert afbragðsdóma og var kallaður ,hershöfðingi‘ liðsins. ítalía. Síðustu kaupin á Norðurlöndum hafa nú reynzt þannig, að vonir virtust standa til að lát yrði á markaðsferðum ítalskra spekú- lanta þangað. En svo virðist ekki vera, og nú orðið eru norskir knatt- spyrnumenn komnir undir smá- sjána. Ragnar Larsen frá Sand- aker, sem lék hér sem lánsmaður, með Válerengen í sumar, er nú kominn suður til Rómaborgar, þar sem Lazio hefur boðið honum samnnig, en hann vill fá 150.000 kr. fyrir snepilinn. Ekki hefur frétzt, hvort af samkomulagi hef- ur orðið. Til Lazio er einnig kom- inn Svíinn Sigge Löfgren frá Háls- ingborg, sem verið hefur aðalum- ræðuefni sænsku blaðanna í sumar. Nýju liðin í I. deild hafa bæði leitað norður á bóginn 'í leit að styrkingum, með nokkuð ólíkum árangri. Spal bauð danska lands- liðsmiðframverðinum Dion 0m- vold samning, sem hann þáði. Fé- lagið er nú 9. með 5 stig eftir 5 leiki. Legnano krækti í vor í hálft Malmö-liðið, þar sem Calle Palmér var, og auak þess fylgdi hinn hálf- ítalski vinstri útherji MFF með í 352 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.