Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Side 34

Fréttatíminn - 09.10.2015, Side 34
Það er einhvern veginn alveg sama hvað maður reynir að gera annað, þá togar starf fjölskyld- unnar alltaf meira í mann. N emanet er veflægt vinnutæki sem hjálpar notendum að skipu-leggja og vinna náms- efnið með markvissum aðferðum. Nemanetið er byggt á námsaðferð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur námsráðgjafa og hefur hún ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmann- inum Valgeiri Guðjónssyni, unnið að þróun og framleiðslu tækisins. Sálfræðimenntuð börn þeirra hjóna, Arnar Tómas sem er 26 ára og Vala 22 ára, vinna við þróun Nemanetsins og segja tækið geta virkað við allar námsgreinar, sem og nánast öll skólastig. „Fyrir flestar starfsgreinar í nútímanum er víðast kominn hugbúnaður til að aðstoða við vinnu og skipulag og hugmyndin á bak við Nem- anetið er að líka sé til hugbúnaður eða vinnutæki fyrir námsmenn,“ segir Arnar Tómas þegar hann byrjar að útskýra verkefnið. „Eitt- hvað sem auðveldar námsfólki að vinna úr sínu starfi, sem er námið. Það vita það allir sem eitthvað hafa skoðað námstækni að ef þú lest með skipulögðum hætti nærðu betri tökum á efninu og árangur- inn verður betri en þegar unnið er á handahófskenndan hátt. Með Nemanetinu getur maður unnið úr námsefninu á markvissan hátt og skipulegan, og náð hámarksaf- köstum,“ segir Arnar. „Mamma var alltaf mjög upptek- in af gildi lestraraðferða og foreldr- ar okkar hafa unnið að þessu mjög lengi,“ segir hann. „Við höfum farið í gegnum erfiða þróun á leið- inni. Við höfum prófað nokkrar út- gáfur þar sem tæknihlutinn brást. Vefforritun var fyrstu árin ekki komin svo langt og hugbúnaðar- húsin komu til okkar með eitthvað sem var ekki nothæft. Það hefur hjálpað að á undanförnum árum hafa komið nýjungar í hugbúnað- argeiranum sem hafa nýst okkur mjög vel,“ segir Arnar. „Þessi út- gáfa virkar vel en við en við viljum fylgja henna úr hlaði með nám- skeiðum þar sem við leiðbeinum um virkni Nemanets og í leiðinni hvernig það kemur nemandanum á sporið við að ástunda og viðhalda markvissum námsaðferðum. Við leggjum líka áherslu á eftirfylgni og að nemendur geti verið í beinu sambandi við okkur í kjölfar nám- skeiðanna með aðstoð tækninnar eins og á Facebook og Skype.“ Sálfræðin nátengd námsráð- gjöfinni „Nemanet nýtist í öllum náms- greinum,“ segir Vala. „Í Nemanet- inu flokkar maður og skipuleggur glósur námsefnis á mjög aðgengi- legan og kerfisbundinn hátt. Það eru margir sem eru að flokka námsefnið sitt í mörgum möppum í tölvunni sem verður oft mjög þungt í vinnslu og mun því þetta verkfæri greiða leið margra sem eru í mörgum fögum, til að mynda. Í menntaskóla og í samræmdum prófum er oft verið að prófa úr efni sem er búið að fara yfir á mjög löngum tíma. Með þessu verkfæri er hægt að hafa góða heildarsýn yfir allt námsefni og glósur og slíkt langt aftur í tímann og það á vefnum,“ segir hún. „Í dag eru námsgögn orðin mjög netvæn,“ segir Arnar. „Tækninýjungar í námi eru nauðsynlegar, svo lengi sem þær verða ekki fyrir manni. Ætlunin er sú að þetta gagnist fólki í flestu námi, allt frá grunn- skóla yfir í framhaldsnám í há- skóla,“ segir hann. „Ég var tilraunadýr hjá mömmu þegar ég var í grunnskóla og það nýttist mér frábærlega,“ segir Vala. „Þetta gagnast líka fólki sem býr langt frá skóla og getur því nálgast öll gögn í tölvu og sím- anum sínum,“ segir hún. Arnar og Vala völdu bæði sál- fræðinám og þau segja það nám nýtast mjög vel í þróun verkfæris eins og Nemanets. „Sálfræði og námsráðgjöf helst mjög í hendur,“ segir Arnar. „Mamma hafði líka alltaf lagt mikla áherslu á að þetta vinnutæki samsvari heilaferlum,“ bætir Vala við. „Það þarf að vita hvernig heilinn vinnur úr upplýs- ingum og hvernig það er best að skipuleggja upplýsingar við öflun þeirra svo hægt sé að sækja þær síðar. „Með svona tæki dregur úr skorpuvinnu. Maður hefur oft gerst sekur um það að lesa ekki nóg yfir veturinn og lesa svo allt rétt fyrir próf, fara í prófið og svo nokkrum mánuðum síðar verið búin að gleyma öllu því sem lesið var,“ segir hún. „Alveg eins og með mikið af tungumálunum sem maður lærði í menntaskóla,“ segir Arnar. „Það muna ekki margir frönskuna eða dönskuna úr menntaskóla. Ein- hvers staðar eru samt þessar upp- lýsingar í heilanum, en það þarf að kafa djúpt eftir þeim,“ segir hann. „Það verður að vinna með allt efnið það sem maður lærir, en ekki bara gleypa það “ segir Vala. Menningarstarf fjölskyldunnar Arnar er um þessar mundir að vinna eingöngu að þróun Nem- anetsins og við leiðsögn á nám- skeiðum. Vala kemur einnig að starfinu ásamt því að vera í mastersnámi í sálfræðinni í Há- skólanum og taka þátt í rekstri menningarhúss á Eyrarbakka. Þau segja það stundum taka á að vinna svo náið með foreldrunum en segja það aldrei hafa verið pressu frá föðurnum að hella sér í tónlistar- bransann. „Við erum þrjú systk- inin og lærðum þó öll á píanó Ég var mikið að leika mér í músíkinni og hef reynt að gera það samhliða náminu, en það er hörku vinna að standa í tónlistarsköpun sam- hliða háskólanámi,“ segir Vala sem stundum hefur komið fram á tón- leikum með föður sínum. „Ég var í 8 ár í píanónámi sem krakki,“ segir Arnar. „Ég man að þegar ég var um 15 ára aldur þá áttaði ég mig á því að ég var bara ekkert sérlega góður,“ segir hann kíminn. „ Spila- mennskan var bara eitthvað sem ég var ekki góður í og sé ekkert eftir því.“ „Við tökum samt alltaf þátt í menningarstarfi foreldra okkar á Eyrarbakka á ýmsan hátt,“ segir Vala. „Þetta eru fjölskyldufyrir- tæki,“ segir Arnar. „Það getur ver- ið mjög fínt að vinna með foreldr- um sínum, en það getur líka verið pirrandi,“ segir hann. „Það er kannski erfitt þegar maður lendir í smá vinnutengdu rifrildi og þarf svo að setjast við kvöldverðarborð- ið. Þá væri stundum gott að geta farið bara heim til sín,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Við reynum samt að halda þessu faglegu.“ Væri það kannski lausn að kalla þau sínum eigin nöfnum á vinnu- tíma? „Við gerum það yfir höfuð,“ segir Vala. Systkinin Arnar Tómas og Vigdís Vala Valgeirsbörn eru samrýnd systkin. Þau hafa í gegnum tíðina tekið virkan þátt í tilurð Nemanets, námstækis sem móðir þeirra þróaði á öllum skólastigum til að gera námsfólki kleift að bæta vinnulag sitt og þar með árangur. Arnar og Vigdís Vala segja það lítið mál að vinna með foreldrum sínum en stundum sé gott að geta fengið frí frá þeim líka. Fjölskyldan hefur um árabil helgað sig athugunum á leiðum sem geta gert nám að áskorun og þar með hvatningu fyrir lestur af innsæi og þekkingu byggða á skilningi. www.odalsostar.is Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. TINDUR SKARPUR „Það getur verið mjög fínt að vinna með foreldrum sínu, en það getur líka verið pirrandi,“ segja systkinin Arnar Tómas og Vigdís Vala Valgeirsbörn. Ljósmynd/Hari „Þau eru alltaf bara Ásta og Valli,“ segir hún. „Við höfum kallað þau það síðan við vorum krakkar.“ „Fólk verður móðgað fyrir þeirra hönd, en okkur finnst þetta bara fyndið,“ segir Arnar. „Framtíðarplanið er að halda áfram að þróa Nemanetið og koma því á þann stað að það sé aðgengi- legt þeim sem vilja og þurfa á því að halda,“ segir Arnar. „Við hugsum þetta ekki lengra í bili. Við munum vinna að þessu saman held ég,“ segir Vala. „Við verðum bæði að kenna á námskeiðunum og okkur finnst það mjög gefandi. Það er einhvern veginn alveg sama hvað maður reynir að gera annað, þá togar starf fjölskyldunnar alltaf í mann,“ segir hún. „Við erum mjög samrýmd.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég var tilraunadýr hjá mömmu 34 viðtal Helgin 9.-11. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.