Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Síða 51

Fréttatíminn - 09.10.2015, Síða 51
heilsutíminn 51Helgin 9.-11. október 2015 Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innl ndur og íslensk r fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðg ngs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is Hvernig byrjar þú daginn? Ég byrja daginn á að segja: Ég elska þig Guðni. Síðan fæ ég mér matskeið af kókosolíu sem ég svissa í munninum á meðan ég afgreiði Facebook statusa og les þau skilaboð sem hafa borist bæði í tölvupósti og á Facebook. Þegar þessu er lokið þá losa ég mig við olíuna og hreinsa munn- inn vel með köldu vatni, drekk síðan hálfan lítra af vatni á meðan ég útbý stórt glas af heitu sí- trónuvatni sem inniheldur hálfa sítrónu og einn fjórða af lime. Þessu leyfi ég að standa í hálftíma á meðan ég hugleiði. Eftir hug- leiðsluna framkvæmi ég sérstakar öndunaræfingar til að hámarka virkni lungnanna og hjartans. Í framhaldi af öndunaræfingunum geri ég síðan superbrain yoga hnébeygjur og upphífingar og þá tekur rakstur og sturta við. Í sturtunni legg ég mikla áherslu á að vera þakklátur fyrir allt, sér- staklega góða heilsu, yndislega fjölskyldu og hreint vatn. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Ég stunda nær eingöngu Rope Yoga TRX FLEX kerfið. Það inni- heldur alla þá flóru æfinga sem ég tel öflugar og heilsusamlegar, svo sem stöðuæfingar, mótstöðu- æfingar, teygjur, flæðisæfingar, öndunaræfingar, kviðæfingar og djúpslökun. Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? Stundum lífrænt músli eða hafragrautur, eða avacado og tvö linsoðin egg eða hrökkkex með eggjum, avacado og lífrænum tómötum. Alltaf tvöfaldur ex- presso á eftir. Hvað gerir þú til að slaka á? Elda og borða góðan mat í faðmi fjölskyldunnar, les og hugleiði. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Besta heilsuráð sem ég veit um er að gæta hófs í allri neyslu. Borð- aðu þig aldrei sadda/n og tyggðu næringuna vel í fullri vitund. Ekki drekka vatn eða annan vökva með mat. Drekktu helst fyrir mat og þá eingöngu vatn. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Lestur og bæn Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? Klappaðu burt háan blóðþrýst- ing. Ef þú vilt minnka líkurnar hjartaáfalli og heilablóðfalli fáðu þér hund. Fjölmargar rannsóknir staðfesta að umönnun hunds, klapp og gælur lækka og jafna blóðþrýsting þegar streita plagar fólk.  Minn heilsutíMi Guðni Gunnarsson Líf Guðna Gunnarssonar hefur einkennst af hug- og heilsurækt í þrjátíu ár og var hann meðal fyrstu einkaþjálfara á Íslandi. Í dag sameinar Guðni hug og líkama undir Rope Yoga, sem er æfingakerfi sem tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsíslu í eitt heildrænt velsældarkerfi. Guðni rekur Rope Yoga Setrið í Garðabæ og GlóMotion International. Samhliða því starfar hann við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þálfun og skriftir. Hér segir Guðni frá því hvernig hann ver sínum heilsu- tíma. Guðni Gunnarsson byrjar daginn á kókosolíu, sítrónuvatni og öndunaræfingum. Áhugasamir geta sent honum póst á gg@ropeyoga.com og óskað eftir öndunaræf- ingunum sem hámarka virkni lungnanna og hjartans. Ljósmynd/Hari. „Ég elska þig Guðni“ Samantekt á því besta sem miðborgin hefur upp á að bjóða Reykjavik City & Shopping Guide er handhægt app fyrir erlenda ferðamenn sem nýtist jafnframt vel fyrir Íslendinga sem vilja kynnast eigin borg enn frekar. Nýlega kom út ný og endurbætt útgáfa af app- inu sem býður nú upp á fjölmarga möguleika þegar kemur að verslun, veitingum og skoðunarferðum. a ppið er gefið út af útgáfufyrirtækinu Today Publication og er markmiðið með útgáfu þess að kynna erlendum ferðamönnum á að- laðandi og áhuga- verðan hátt þá mögu- leika sem Reykjavík hefur upp á að bjóða í handverki, hönnun og verslun. „Með appinu viljum við styrkja upp- lifun ferðamannsins, miðla upplýsingum og veita sýn á umhverfið og margvísleg atriði sem annars gætu verið hulin,“ segir Gunnar Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri Today Publication. „Í gegnum tíðina höfum við verið að miðla upplýsingum til er- lendra ferðamanna og erlendra ferð- skrifastofa sem senda hingað gesti. Krafa nútímans er hins vegar sú að vera með upplýsingar af þessu tagi gagnvirkar og lifandi og því ákváðum við að þróa þessar appútgáfur.“ Áhersla lögð á miðborgina Í appinu er hægt að finna upplýsing- ar um veitingastaði, skemmtistaði, kaffihús, söfn, gallerí og verslanir, auk göngukorta og gönguleiða með áhugaverðum stöðum í Reykjavík. Einnig er að finna ítarlegar upplýsingar um íslenska hönnun af ýmsu tagi. „Flokkunum fer fjölgandi og eru stöðugt að uppfærast, appið er því í sífelldri þróun,“ segir Gunnar. Þeg- ar appið hefur verið halað niður vistast ítarlegar upplýsing- ar um hvern og einn stað og verða þær aðgengilegar án net- tengingar sem skipt- ir miklu máli fyrir erlenda ferðamenn. „Ef notendur vilja svo deila upplýsingum um ákveðna staði, stað- setningu með vinum sínum í gegnum sam- félagsmiðla verða þeir að vera nettengdir,“ segir Gunnar. Appið er góð sam- antekt á því besta sem er að gerast í miðborginni. „Appið er gullið tæki- færi fyrir verslanir og þjónustuaðila til að ná til erlendra ferðamanna áður en þeir koma til landsins.“ Með því að slá inn „Reykjavik“ í App store og Google Play store má finna appið, en mynd af Hallgrímskirkju er ein- kennistákn Reykjavik City & Shopp- ing Guide. Unnið í samstarfi við Today Publication Appstore Reykjavik city restaurants & shopping Google Playstore Reykjavik restaurants & stores Reykjavík city restaurants & shopping App to e Go gle Playstore Gunnar Gunn- arsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Today Pu- blication.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.