Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Það mun margt breytast í nýju áætlun- inni. Flest þau verkefni, sem við höfum verið að styrkja, eins og ungmennaskipti og sjálfboðaliðaverkefni, verða þó meira eða minna óbreytt. Síðan bætast við nýir flokkar sem við eigum eftir að læra á en gefa mikla möguleika. Vonandi nýtast þeir styrkþegum okkar eins og ætlast er til en tíma tekur að þróa slík verkefni. Þessi verk- efni kallast Stefnumiðuð samstarfsverk- efni og er gert ráð fyrir að þau séu til tveggja til þriggja ára. Það verður spenn- andi að sjá hvernig þetta kemur út. Mögu- leikunum fjölgar líka og gert er ráð fyrir að hægt verði meira en áður að veita fjár- magni í kannanir af ýmsum toga. Slíkt hef- ur vantað í starfið hér á landi. Þrátt fyrir að kannanir hafi verið gerðar í mörg ár meðal ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum hefur lítið verið um að þær hafi t.d. beinst að því að meta árangur í æskulýðsstarfi. Víða í samstarfslöndum okkar er miklu meira unnið út frá könnunum og starfið byggt á niðurstöðum þeirra,“ sagði Anna R. Möller, forstöðumaður Landsskrifstofu Evrópu unga fólksins, EUF, sem er íslenska heitið á núverandi ungmennaáætlun Evrópusambandsins, sem á ensku heitir Youth in Action. Evrópa unga fólksins hef- ur verið samstarfsverkefni milli Evrópu- sambandsins, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Ungmennafélags Íslands. Anna sagði að örlítið minna fjármagn fáist fyrir árið 2014 miðað við árið sem er að líða en síðan muni fjármagnið vaxa ört til 2020. Útlitið væri bjart og spennandi að fylgjast með hvernig þróun- in yrði. Aðspurð um fleiri breyt- ingar sagði Anna að frá og með ársbyrjun 2014 yrði ein áætlun sem heitir Erasmus+ sem mun veita styrki til menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta en skrifstofurnar verða tvær, menntahlut- inn verður hjá Rannís og æskulýðshlutinn áfram hjá UMFÍ eins og verið hefur síð- ustu sjö árin. Það eru ýmsir þættir sem skrifstofurnar þurfa að hafa náið samstarf um. Ný íþróttaáætlun „Það verður sameiginleg heimasíða og ýmsar áætlanir sem við þurfum vinna sameiginlega og senda frá okkur. Þetta verður ögrun og skemmtilegt verkefni að fást við,“ eins og Anna komst að orði. „Í nýrri áætlun kemur fram hin svokall- aða íþróttaáætlun. Þar opnast ýmsir mögu- leikar sem kannski fara hægt af stað í byrj- un en þetta á að gefa íþróttahreyfingunni ákveðin tækifæri til að styrkja það sem við höfum ekki getað sinnt fram að þessu eins og keppnisferðir, æfingabúðir og þvíum- líkt. Það mun í raun byggjast á grasrótar- starfinu en ekki afreksstarfinu,“ sagði Anna. Anna R. Möller sagði að sannarlega væru spennandi tímar fram undan. Hún sagði margt nýtt koma með nýrri áætlun og einnig væri margt óbreytt. Það megi vænta mikilla breytingu hjá þeim sem að þessu starfi en þau hefðu komið ný inn 2007 og vissu þá kannski ekki alveg út í hvað þau voru að fara. Anna sagði að núna, þegar maður þekkti hlutina og hefði fylgst með þróuninni, væri mikið tilhlökkunarefni að takast á við komandi tíma. Anna Möller, forstöðumaður Landsskrifstofu Evrópu unga fólksins: Fram undan er fullt af tækifærum með auknu fjármagni „Fjármagnið mun aukast hægt og bítandi næstu ár þar til það nær hámarki árið 2020“ Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri Evrópu unga fólksins, Anna R. Möller, forstöðumaður Landsskrif- stofu Evrópu unga fólksins, og Ragnheiður Sigurðardótt- ir, verkefnastjóri Æskulýðs- vettvangsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.