Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Við athöfn, sem haldin var á Bessastöðum 9. nóvember sl., voru vinningshöfum í net- ratleik, sem haldinn var í tengslum við for- varnadaginn 9. október síðastliðinn, afhent glæsileg verðlaun. Ratleikurinn var sam- starfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Við þetta tæki- Verðlaun afhent í netratleik forvarnadagsins færi þakkaði forseti Íslands Actavis fyrir ötulan stuðning við forvarnadaginn allt frá upphafi. Þátttakan í ratleiknum var mjög góð eins og endranær og tóku mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust þeim aðilum sem að framan greindi. Þess má geta að framhaldsskól- arnir í landinu tóku að þessu sinni þátt í forvarnadeginum í þriðja skipti. Vinnings- hafarnir, sem dregnir voru út, voru Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Háteigsskóla, Lillý Óladóttir, Menntaskólanum í Hamrahlíð, og Sandra Dögg Þrastardóttir, Grunnskól- anum í Þorlákshöfn. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, ásamt vinningshöf- um í netratleiknum, þeim Jónu Grétu Hilmarsdóttur, Lillý Óladóttur og Söndru Dögg Þrastardóttur. Dagana 8.–10. nóvember sl. sátu fjórir fulltrúar UMFÍ námskeið á vegum NSU (Nordisk Samorganisation for Ungdoms- arbejde). NSU eru regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum sem vinna að sömu gildum í starfi og UMFÍ. Námskeiðið fór fram í Christianslyst í Sydslesvig í Þýskalandi en SdU (Sydsles- vigs danske Ungdomsforeninger) voru gestgjafi námskeiðsins að þessu sinni. Viðfangsefni námskeiðsins í ár var nýsköp- un, sköpun og hugmyndir í starfi. Lögð var áhersla á hvernig vinna eigi með hug- myndir og flokka gildi þeirra í starfinu og hvernig vinna eigi áfram með góðar hug- myndir, sameiginlegar ákvarðanir og gera hugmyndirnar að veruleika. Samhliða nám- skeiðinu var haldinn fundur í stjórn NSU en í henni sitja fyrir hönd UMFÍ Jörgen Nilsson og Gunnar Gunnarsson. Nýsköpun, sköpun og hugmyndir í starfi á námskeiði hjá NSU Jörgen Nilsson var einn fulltrúa UMFÍ á námskeiðinu en hann á einnig sæti í stjórn samtakanna ásamt Gunnari Gunnarssyni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.