Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 44
44 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Gáski ehf., Bolholti 8 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalvogi 21 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Talnakönnun hf., Borgartún 23 Teiknistofan Arkitektar ehf., Brautarholti 6 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Verslunin Fríða frænka, Vesturgata 3 Ögurvík hf., Týsgötu 1 Kópavogur Landmótun sf., Hamraborg 12 Namo ehf., Smiðjuvegi 74, gul gata Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Hafnarfjörður PON - Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2 Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarson, Dalbraut 6 Íþróttabandalag Akraness, Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24 Hrönn Jónsdóttir: Starfið í hreyfingunni meira en ég gerði mér grein fyrir „Ég hef verið félagi í ungmennafélagshreyf- ingunni svo lengi sem ég man eftir mér. Í Ung- mennafélaginu Dagrenningi í Borgarfirði byrjaði ég mjög ung að aldri eða í yngri deild sem þar er starfandi. Ég man eftir því þegar ég tók þátt í þrettándagleði. Eftir það má segja að ekki hafi verið aftur snúið og ég hef starfað í ungmennafélagi allar götur síðan. Síðan varð ég framkvæmdastjóri UMSB 2010 allt þar til í haust sem leið. Þar öðlaðist ég góða reynslu sem kemur mér að góðum notum í framtíðinni,“ sagði Hrönn Jónsdóttir úr Borgar- firði sem er meðstjórnandi í nýrri stjórn Ung- mennafélags Íslands. Hrönn stundaði íþróttir lengi og þá aðal- lega frjálsar íþróttir. Einnig lagði hún á tíma- bili stund á körfubolta og sund. Eins og hún kemst sjálf að orði var hún nánast í öllu sem bauðst. „Ég hlakka mikið til að vinna í nýju stjórn- inni. Verkefnin eru næg og ég get ekki séð annað en að spennandi tímar séu fram undan. Með stjórnarsetunni gefst manni tækifæri til að kynnast starfseminni betur og því sem er að gerast innan hreyfingarinnar. Starfið er svo umfangsmikið og í raun miklu meira en maður gerði sér kannski grein fyrir áður. Það hefur lengstum ekki verið takmark hjá mér að gefa kost á mér í stjórn UMFÍ en síðasta árið fór ég að velta þessum möguleika fyrir mér. Áhuginn magnaðist, ég lét svo að lokum slag standa og bauð mig fram. Þessi hreyfing hefur upp á ýmislegt að bjóða, meira en margan grunar. Þetta á eflaust eftir að verða mikil og góð reynsla fyrir mig, að fá þetta tækifæri til að vinna með þeim reynslubolt- um sem eru fyrir í stjórninni,“ sagði Hrönn Jónsdóttir í samtalinu við Skinfaxa. Nýliðar í stjórn Ungmennafélags Íslands: Kristinn Óskar Grétuson: Möguleikar í öllum hornum „Ég var afskaplega ánægður þegar ég náði kjöri til stjórnar á Sambandsþinginu í Stykkis- hólmi. Ég kynntist mörgu góðu fólki á þing- inu en mannauður í hreyfingunni er mikill. Það eru gríðarlega miklir möguleikar í starf- inu og því lít ég björtum augum fram á veg- inn,“ sagði Kristinn Óskar Grétuson sem situr í varastjórn UMFÍ. Kristinn Óskar sat í stjórn Kraftlyftingasam- bands Íslands 2004. Hann sigraði í keppninni Sterkasti maður Íslands á árunum 2005–2008. Þá tók hann þátt í Evrópumótum og nokkr- um Hálandaleikum. Í keppninni sterkasti mað- ur Íslands 2009 varð Kristinn Óskar fyrir því óhappi að meiðast en hafnaði engu að síður í öðru sæti. Hann hefur ekkert keppt eftir það en árið 2011 var hann kosinn í stjórn Ung- mennafélags Stokkseyrar og er það fyrsta að- koma hans að ungmennafélagshreyfingunni. Hann hefur unnið að góðgerðamálum, skipu- lagði m.a. stórtónleika á Nasa auk margra ann- arra viðburða. Hann hefur einnig unnið í for- varnamálum innan sveitarfélagsins Árborgar. „Ég lít á stjórnarsetuna í UMFÍ sem mikið tækifæri til að koma góðum málum til leiðar. Það eru spennandi tímar fram undan í hreyf- ingunni og óendanlegir möguleikar í öllum hornum í þessari fjöldahreyfingu,“ sagði Kristinn Óskar Grétuson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.