Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Velkomin á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst 2014 Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði eru í stuttu göngufæri. www.visitskagafjordur.is Það verður kátt á Króknum N Ý PR EN T eh f. P étur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðs- dóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2013, en stjórn Glímusambands Íslands ákvað þetta á stjórnarfundi 27. nóvember síðastliðinn. Pétur er 35 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur varð Evrópu- meistari í glímu í -81 kg flokki, sigraði tvö- falt í Bikarglímu Íslands og svo vann svo Grettisbeltið í áttunda sinn sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undan- farin ár. Hann glímir vel og er góð fyrir- mynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey er 18 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2013. Marín varð Evrópumeistari í glímu í -90 kg flokki, sigraði tvöfalt í Bikar- glímu Íslands, varð tvöfaldur Íslandsmeist- ari og sigraði í Íslandsglímunni og hlaut þar með Freyjumenið í þriðja sinn. Marín er fyrirmyndaríþróttakona, jafnt innan vallar sem utan. Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins GLÍMA:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.