Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Hildur Maja Guðmundsdóttir, 8 ára Selfyssingur, fylgist með setningu 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi í sumar. Myndina tók Gunnar Gunnarsson. Á tímamótum sem þessum þykir við hæfi að líta um öxl, fara yfir árið sem er á enda liðið, og horfa til þess nýja sem senn rennur í garð. Árið 2013 er fyrir marga hluta sakir sérstakt innan UMFÍ, en árið var viðburðaríkt, svo ekki sé meira sagt, þrjú stór mót voru haldin auk margra viðburða og annarra uppákoma. Eins og flestir hafa fengið að reyna hefur þjóðin farið í gegnum þreng- ingar á síðustu árum. Af þeim sökum hefur víða þurft að skera niður sem hefur síðan bitnað á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þrátt fyrir niður- skurðinn hefur með ótrúlegri seiglu og skipulagningu tekist að halda starfseminni úti og á mörgum svið- um hefur árangurinn verið með mikl- um ágætum. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hefur aldrei fyrr komist jafn langt, en liðið komst í fyrsta sinn í umspilsleiki um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þar varð liðið loks að lúta í gras gegn Króötum. Strákarnir voru aðeins hársbreidd frá því að komast í sjálfa úrslitakeppnina í einum af stærstu íþróttaviðburðum heimsins sem haldinn er á fjögurra ára fresti. Einhverjir kunna að spyrja og hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju liðið náði svona langt. Við því er kannski ekki til einhlítt svar en umgjörðin í kringum knattspyrnuna á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu 10–15 árum. Hér hafa risið yfirbyggð knattspyrnuhús, sparkvell- ir eru úti um allt land og fleiri knatt- spyrnumenn fara í atvinnumennsku og þá til betri liða en áður. Allt þetta gerir okkur að betri knattspyrnu- þjóð þegar til lengri tíma er litið. Kvennalandsliðið komst í annað sinn í sögunni í lokakeppni en stelpurnar komust alla leið í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð. Árangurs knattspyrnulandsliðanna verður lengi minnst, að ekki stærra land skuli getað státað af slíkum árangri er einstakt. Frjálsíþróttamenn og fimleikafólk hafa ekki látið sitt eftir liggja. Aníta Hinriksdóttir er bjartasta vonin í frjálsíþróttaheiminum. Heims- og Evróputitlar í 800 metra hlaupi skutu henni upp á stjörnuhimininn svo eftir var tekið um allan heim. Það verður spennandi að fylgjast með Anítu á næsta ári. Hópfimleika- lið Gerplu sýndi enn eina ferðina mátt sinn og megin þegar liðið tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í Danmörku. Svona væri hægt að telja áfram. Íslenskir íþróttamenn gerðu vart við sig á árinu svo eftir var tek- ið um allan heim. Landslið karla í handknattleik hefur átt fast sæti í flestum lokakeppnum á þessari öld en næsta stórmótið bíður við hornið þegar flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Danmörku. Það hefur ekki verið mulið undir íslenskt íþróttafólk en með ástundun og eljusemi er hægt að ná langt og við getum öll verið stolt af okkar fólki. Nú bíður okkar nýtt ár sem verður ekki síður spennandi en það sem kveður brátt. Skinfaxi óskar ungmennafélögum, sem og landsmönnum öllum, gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. Árangur íþróttafólksins okkar í háum gæðafl okki þrátt fyrir þrengingar Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: G óð þátttaka var í almennings- íþróttaverkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Þátttakendur í verkefn- inu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga voru duglegir að hreyfa sig og ganga á fjöll. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu á annan tug þúsunda nöfn sín í gesta- bækur sem hafði verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sam- eiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er fyrst og fremst að fá einstaklinga og fjölskyldur í léttar fjall- gönguferðir og stuðla þannig að auk- inni samveru, útivist og um leið góðri líkamsrækt. Göngugarpar voru hvattir til að rita nöfn sín í göngubækurnar á fjöllum. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ: Margir rituðu nöfn sín í gestabækur á fjöllum Ungmennafélag Íslands vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.