Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið Haustönnin 2013 tókst með eindæm- um vel og teljum við, sem stöndum að búðunum, að starf okkar sé alltaf að þróast og verða betra og betra með hverri vikunni sem líður. Aðsóknin var mjög góð og við höfum tekið eftir því að nemendur þrýsta æ meira á skóla sína um að fá að koma í Ungmenna- og tómstundabúðir- nar, sem er mjög gott. Orðsporið dreifist greinilega hratt milli ungmenna og fleiri og fleiri vita af búðunum og út á hvað þær ganga. Menning, hreyfing, útvist og félagsfærni Námskeiðin á Laugum einkennast af því að vera óhefðbundin og fjölbreytileg þannig að allir ættu að finna sig í einu eða fleiru af þeim námskeiðum sem boðið er upp á. Öll eiga þau það sameiginlegt að unnið er markvisst á einhvern hátt að eink- unnarorðum búðanna, sem eru: menning, hreyfing, útvist og félagsfærni. Út fyrir þægindarammann Við reynum af fremsta megni að ná því besta fram í öllum og að láta þeim þátttak- endum sem til okkar koma líða sem best á meðan á dvöl þeirra stendur. Ekki er samt þar með sagt að allt sem þeir gera hér sé þeim auðvelt. Oft þurfa þeir að koma sér út fyrir þægindaramma sinn í leið sinni að því að líða vel í því sem þeir gera. Kynnast hópfélögum sínum á nýjan hátt Á Laugum er reynt að skilja þátttakend- ur frá áreiti því og álagi sem þeir eru undir dags daglega. Við leitumst við að gefa þeim alveg nýja upplifun og tækifæri til að kynn- ast hópfélögum sínum á nýjan hátt. Oft verður mikill vinskapur krakkanna á milli sem nær út fyrir veggi Lauga og brúar bilið á milli skóla og jafnvel landshluta. Hér fer fram óeigingjarnt og metnaðarfullt starf í þágu krakkanna sem hingað koma, svo að þau fari heim sterkari en þau komu, reynslunni ríkari og með góðar minningar frá frábærri viku. Jörgen Nilsson Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum: Krakkarnir fara oft í skemmtilega leiki og þá er glatt á hjalla. Nemendur úr Öldutúnsskóla og Vogaskóla í ungmennabúðunum í haust sem leið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.