Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Heilög jólin halda ber á hamingjunnar sviði. Árs og friðar óska þér og öllu þínu liði. Þessa vísu orti Helgi Zimsen fyrir fáein- um misserum, en jólavísur eru þema þátt- arins að þessu sinni. Margir hagyrðingar yrkja einmitt vísur um og fyrir jólin til að koma sjálfum sér eða öðrum í jólaskap eða jafnvel til að skrifa á jólakort til ættingja og vina. Eitt af þeim félögum sem hefur í heiðri hefð- bundna vísnagerð er Kvæðamannafélagið Iðunn. Á hverju ári, rétt fyrir jól, sendir félagið út fréttabréf sitt og oftar en ekki fylgja með nokkrar vísur eftir Iðunnar- félaga. Fyrst er hér ferskeytt staka eftir Bjarg- eyju Arnórsdóttur, sem orti svo: Þó að taki vetur völd vonir mun ei buga, jólaföstu kyrrðin köld kveikir ljós í huga. Ormur heitinn Ólafsson, fyrrverandi formaður Iðunnar, orti jólavísu árið 1980, sem margir geta eflaust tekið undir: Vísnaþáttur Höskuldur Búi Jónsson Á hátíð ljóss er hækkar sól hygg ég allir finni að okkar verða æskujól ofarlega í minni. Sigurður dýralæknir Sigurðarson orti þessa ferskeytlu: Veiti jól um veröld enn von og trú og gleði og breyti þeim í betri menn, sem breyskir eru í geði. Bjarni Valtýr Guðjónsson, fyrrverandi gjaldkeri Iðunnar, orti þessa skemmtilegu langhendu: Dagarnir úr djúpi rísa daprast myrkratökin hljótt. Bráðum jólaljósin lýsa, lengist dagur, hverfur nótt. Loks er hér falleg vísa eftir kvæða- konuna Ásu Ketilsdóttur: Verma sál í vetrarsnæ og vekja gleði mína. Jólaljós um borg og bæ blika, glitra, skína. En við endum þó á föstum liðum eins og venjulega. Í seinasta þætti setti ég fram fyrriparta og óskaði eftir botnum. Tveir góðir botnar bárust, en það var Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi formaður HSK og núverandi heiðursformaður frá Syðra- Langholti, sem botnaði svo: Styrkjum vöðva, virkjum heila væn er glíman hverja stund. Þarflaust er um það að deila: Þetta allra kætir lund. Niður sólin sekkur hratt sýnir kjólinn rauða. Hennar ból er hafið glatt, hlíf og skjól gegn dauða. Vel leyst hjá Jóhannesi. Takið eftir inn- ríminu í seinni vísunni, þannig að úr verður ljómandi góð hringhenda. Hér eru svo fyrripartar til að glíma við fyrir næsta þátt: Enn blæs vetur ósköp kaldann ís og hret að landi. - Sólin upp rís bljúg og blíð bræðir vetrarhjarta Ég hvet sem flesta til að botna þessa fyrriparta og senda þættinum, auk frum- ortra vísna. Hægt er að senda efni á Skin- faxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á hoskibui@gmail.com. Kvæðakveðja Höskuldur Búi Jónsson Fjórða Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dagana 20.–22. júní næsta sumar. Af því tilefni var haldin kynning á boccia 19. nóvember sl. í íþróttahúsinu á Húsavík Farið var yfir undirstöðuatriði og reglur í þessari íþrótt sem nýtur æ meiri vinsælda. Góð mæting var á kynninguna og voru þátt- takendur frá Húsavík og nærliggjandi sveitum. Eldri ungmennafélagar og FÁÍA, félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, bjóða ungmennafélögum um land allt að fá til sín námskeið eða kynningu í hinum ýmsum greinum eins og boccia, pútti, dansi og ringó, og í þeim greinum sem boðið er upp á á Landsmótum UMFÍ 50+. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurð Guðmundsson á skrifstofu UMFÍ. Boðið upp á kynn- ingu í keppnis- greinum á Lands- móti UMFÍ 50+

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.