Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands S jálfboðaliðastarf felur í sér sam- stöðu og gagnkvæma tillitssemi sem finna má hvar sem er í heim- inum, á öllum tungumála- og menningarsvæðum. Sjálfboða- liðar öðlast lífsfyllingu við að leggja fram starfskraft sinn endurgjaldslaust. Störf þeirra skipta miklu máli og eru dæmi um þann dugnað, það verðuga og mikilvæga hlutverk sem sjálfboðaliðarnir sinna í samfélögum manna. Fjölþætt samfélagsleg þjónusta Hér á landi má finna sjálfboðaliða að störfum á öllum stigum samfélagsins, í hinum ýmsu sjálfboðaliðasamtökum og öðrum félögum. Allir eiga sjálboðaliðarnir það sameiginlegt að þeir veita fjölþætta samfélagslega þjónustu og berjast fyrir samfélagslegum úrbótum. Má þar t.d. nefna íþrótta- og ungmennafélagshreyf- inguna, Rauða krossinn, björgunarsveit- irnar, skátana, kvenfélögin, kórana, áhuga- mannaleikfélögin og hin ýmsu góðgerðar- samtök þar sem þúsundir manna gefa störf sín á hverjum degi í þágu félags- starfsins og samfélagsins. Þjóðhagslegur ávinningur Sjálfboðaliðasamtök eins og Ungmenna- félag Íslands eru hluti af þriðja geiranum en líta ber á hann sem viðbót við einka- geirann og opinbera geirann. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að eftir því sem sjálfboða- liðastarf í frjálsum félagasamtökum er öfl- ugra, þeim mun traustari eru innviðir sam- félagsins. Þjóðhagslegur ávinningur af starfi sjálfboðaliða er því mikill, um það eru allir sammála. Þeim fjármunum sem hið opinbera, sveitarfélög, fyrirtæki og aðrir hópar eða einstaklingar verja í sjálf- boðaliðasamtök er því vel varið. Það er einnig staðreynd að án fjárframlaga frá þessum aðilum gætu sjálfboðaliðasam- tökin ekki haldið úti eins öflugri starfsemi og raun ber vitni. Mikill sparnaður Flest félög af öllu tagi treysta að miklu leyti á starf sjálfboðaliða og væri starf þeirra í lamasessi ef ekki kæmi til óeigin- gjarnt starf þeirra sem gefa vinnu sína. Það þarf varla að taka fram hversu miklir fjármunir sparast á ári hverju vegna sjálf- boðastarfa – væntanlega hleypur það á milljörðum. Bætt lýðheilsa og forvarnastarf Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er bætt lýðheilsa og forvarnastarf meðal forgangsverkefna og samfélagslegt mikil- vægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboða- liðastarf innan þeirra viðurkennt. Í sáttmál- anum er lýst yfir vilja til þess að greiða götu slíkrar starfsemi og mikilvægi félagasam- taka til að vinna að því markmiði að efla og bæta íslenskt samfélag. Okkur, sem vinnum í þriðja geiranum, var það mikið fagnaðarefni að lesa þessar yfirlýsingar í stjórnarsáttmálanum. Það er grasrótinni mikilvægt að upplifa samfélagslega mikil- vægt og skilgreint hlutverk sitt með þeim hætti sem í honum er lýst. Nú bíðum við spennt eftir því hvort ríkisstjórn og stjórn- völd fylgi eftir þessum góðu fyrirætlunum, ekki bara með orðum heldur einnig í verki. Styrkjum samtök sjálfboðaliða Til að starfsemi sjálfboðaliðasamtaka geti haldið áfram að blómstra þurfum við að taka höndum saman og ryðja úr vegi hindrunum sem standa í vegi fyrir auknu sjálfboðaliðastarfi. Við þurfum að styrkja samtök sjálfboðaliða og auka skilning á gildi og mikilvægi sjálfboðaliðastarfs í þágu þjóðarinnar. Síðast en ekki síst þurf- um við að þakka sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf á sýnilegan hátt. Vinnan skiptir máli Ungmennafélag Íslands fagnaði alþjóð- legum degi sjálfboðaliðans og ungmenna- félagar um allt land halda áfram að vinna sitt göfuga starf í þágu samborgara sinna þennan dag sem aðra daga, vitandi að það skiptir máli og er samfélagi okkar ómetanlegt. Ávinningurinn er okkar Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans voru stjórnvöld og aðrir aðilar hvött til að gleyma ekki sjálfboðaliðasamtökunum og styrkja þau með öflugum hætti. Ávinningurinn er okkar allra. Til hamingju með daginn, allir sjálfboða- liðar á Íslandi! Helga G. Guðjónsdóttir Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans 5. desember Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.