Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Satt best að segja hef ég verið bara dug- leg að hreyfa mig undanfarin ár og ég var duglegri að hreyfa mig í sumar en þar áður, en ég var að ná mér eftir veikindi. Ég geng mikið og reyni að labba eins oft og ég get í og úr vinnu í Hafnarfirði. Stundum legg ég lykkju á leið mína og lengi gönguleið- ina í staðinn fyrir að nota bílinn. Svo hef ég aðeins verið að ganga á fjöll í gegnum tíð- ina og svo synti ég reglulega. Það eru mjög fáir dagar á þessu ári sem hafa dottið út í hreyfingu,“ sagði Eyrún Baldvinsdóttir úr Hafnarfirði sem tók virkan þátt í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga sem Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir undanfarin ár. Fer í skipulagðar gönguferðir á sumrin Eyrún segist hafa farið skipulagðar gönguferðir á sumrin og á síðasta sumri fór gönguhópurinn, sem hún er félagi í, í göngu í Suðursveit sem var afskaplega gaman að hennar sögn. Einnig var farið á Vestfirðina en Eyrún sagði markmiðið að fara út á land í gönguferð að minnsta kosti einu sinni á ári. Öll hreyfing skiptir máli „Ég var aldrei í skipulögðu íþróttastarfi, slíkt tíðkaðist ekki í minni sveit eins og maður segir. Ég er frá Patreksfirði og fór ekki að hreyfa mig að neinu marki fyrr en ég kom suður og var komin undir þrítugt. Þá fór ég að hreyfa mig fyrir alvöru svo að við getum sagt að ég hafi verið að hreyfa mig með markvissum hætti hátt í 30 ár. Það hefur verið langmest í gönguferðum Eyrún Baldvinsdóttir úr Hafnarfirði: Hef hreyft mig með markvissum hætti í 30 ár Hreyfingin skiptir mig miklu máli, það er ég búin að sjá, og ég mun ekkert gefa eftir í þeim efnum í framtíðinni. og ég hef synt reglulega. Ég veiktist fyrir þremur árum en reyndi samt hvað ég gat að hreyfa mig daglega og það hafði mikið að segja upp á framhaldið. Öll hreyfing skiptir okkur öll bara miklu máli og ég er viss um að hún hefur gert mér gott og gert heilsu mína betri, bæði andlega og líkamlega,“ sagði Eyrún í samtali við Skinfaxa. Höfum gengið saman í mörg ár – Hafa skipulagðar ferðir næsta sumar verið ræddar í gönguhópnum? „Auðvitað er stefnt að því að fara í viku- ferð en það liggur ekki alveg fyrir hvert farið verður. Væntanlega verður það eitt- hvað innanlands og það kæmi mér ekki á óvart að farið yrði á Austfirðina. Við erum ellefu í gönguhópnum og búin að ganga saman í mörg ár. Hreyfingin skiptir mig miklu máli, það er ég búin að sjá, og ég mun ekkert gefa eftir í þeim efnum í fram- tíðinni. Ég hvet alla til hugsa vel um heils- una og einn liðurinn í þeim efnum er að finna sér tíma og hreyfa sig reglulega. Þetta verkefni hjá UMFÍ hefur hvatt mig áfram og gefið mér visst aðhald. Ég er keppnismanneskja að eðlisfari og það er aðhald að skrá niður allt sem maður gerir,“ sagði Eyrún Baldvinsdóttir, sem er 58 ára gömul, hress í bragði, við Skinfaxa. Eyrún ásamt göngufélaga í Norðurfirði. Eyrún Baldvins- dóttir ásamt göngufélögum í Reykjarfirði á leið inn að Drangajökli.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.