Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Alls fóru 24 keppendur frá HHF á Silfurleika ÍR. Mikil stemning var í hópnum og skemmtu bæði keppendur og foreldrar sér vel. Níu kepp- endur tóku þátt í fjölþraut barna sem var ætluð fyrir 10 ára og yngri. Þjálfari var Davíð Þorgils Valgeirsson. Hall- dór Jökull Ólafsson fékk silfur í kúluvarpi 11 ára pilta þegar hann kastaði 9,74 m. Saga Ólafsdóttir lenti í 2.-3. sæti í hástökki 13 ára stúlkna er hún stökk yfir 1,45 m. Regína Þórey Einarsdóttir fékk brons í 60 m hlaupi 13 ára stúlkna og hljóp hún á 8,68 sek. Þá fékk Liv Bragadóttir fékk brons í 600 m hlaupi 12 ára stúlkna er hún hljóp á 1:58,79 mín. Átta keppendur frá UÍA fóru á mótið ásamt þjálfar- anum Lovísu Hreinsdóttur. Allir stóðu sig vel og bættu sinn persónulega árangur í a.m.k einni grein og einnig unnu þau til tíu verðlauna allt í allt. Steingrímur Örn Þor- steinsson í 13 ára flokki varð í fyrsta sæti í 200 m hlaupi á 27,31 sek. Hann sigraði í þrí- stökki, stökk 10,40 m, varð annar í 60 m hlaupi á 8,20 sek. og þriðji á hástökki þegar hann fór yfir 1,57 m. Að lokum var Steingrím- ur Örn fimmti í 60 m grindahlaupi á 11,18 sek. Daði Þór Jóhannsson í 13 ára flokki hreppti silfur í 600 m hlaupi á 1,50,17 mín. Hann náði í brons í 200 m hlaupi, hljóp á 27,66 sek. Daði Þór stökk 1,54 metra í há- stökki og lenti í fimmta sæti og hann stökk síðan 9,88 m í þrístökki og hafnaði í fimmta sæti. Daði Þór lenti í sjötta sæti í 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Hann hljóp 60 metr- ana á 8,61 sek. og 60 metra grindahlaupið á 11,40 sek. Almar Aðalsteinsson keppti í 11 ára flokki og varð í öðru sæti í 600 m hlaupi á 1,56,97 mín. Hann varð síðan í sjötta sæti í 60 m hlaupi á 9,44 sek. Daði Fannar Sverrisson varð annar í kúluvarpi í 17 ára flokki með kast upp á 13,38 metra. Atli Pálmar Snorrason varð í þriðja sæti í 800 m hlaupi í flokki 15 ára á 2,20,38 mín. Hann varð síðan sjötti í þrístökki, stökk 10,48 m. Helga Jóna Svans- dóttir keppti í fimm greinum. Hún varð í þriðja sæti í þrístökki, stökk 10,19 m, fjórða í 60 m hlaupi á 8,57 sek. og einnig í fjórða sæti í 60 m grindahlaupi á 9,82 sek. Hún varð í fjórða sæti í hástökki, fór yfir 1,40 m. Loks varð hún sjötta í 200 m hlaupi á 28,52 sek. Hrefna Ösp Heimisdóttir keppti í 15 ára flokki. Hún varð fjórða í 200 m hlaupi á 28,18 sek., sjötta í þrístökki, stökk 9,54 m, og loks varð hún í sjöunda sæti í 60 m hlaupi á 8,66 sek. Mikael Máni Freysson, 15 ára, tók einnig þátt og þrátt fyrir að vera meiddur bætti hann tíma sinn í 60 m hlaupi og var við sitt besta í 200 m hlaupi. Hann hljóp 60 metrana á 8,14 sek. og 200 metrana á 26,43 sek. Fimm aldursflokkamet voru slegin á 18. Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum sem fóru fram í Laugardalshöll í þann 17. nóvember. Þá náðist eitt lág- mark fyrir HM-unglinga og mörg hundruð persónuleg met féllu í góðri stemmningu í troðfullri Laugardals- höllinni. Keppendur á leikunum voru hátt í átta hundruð, víðs vegar að af landinu, og hafa aldrei verið fleiri. Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, bætti aldurs- flokkametið í þrístökki stúlkna 13 ára þegar hún stökk 11,28 m. Guðbjörg Jóna Bjarna- dóttir, ÍR, bætti aldursflokkametið í 200 m hlaupi 12 ára stúlkna þegar hún hljóp á 27,17 sek. Kolbeinn Tómas Jónsson, Aftureldingu, bætti aldursflokksmetið í kúluvarpi 13 ára pilta og varpaði kúlunni 15,05 m. Fannar Yngvi Rafnarsson, Þór í Þorlákshöfn, bætti aldursflokkametið í þrístökki 15 ára pilta með 12,98 m stökki og félagi hans, Styrmir Dan Hansen, líka í Þór, bætti aldursflokksmetið í sömu grein í flokki 14 ára pilta með 12,66 m stökki. Þá náði Aníta Hinriksdóttir lágmarki fyrir heimsmeistaramót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Oregon í júlí þegar hún hljóp 800 metrana á 2:05,91 mínútu. Krakkar í frjálsíþrótta- deild Selfoss stóðu sig mjög vel á mótinu og bættu flest hver eigin árang- ur sinn. Þegar upp var staðið unnu þau til 15 verðlauna sem er mjög gott á svo stóru móti. Kolbeinn Loftsson vann gullverðlaun í hástökki með 1,38 m og í þrí- stökki með 9,33 m og varð þriðji í 60 m hlaupi á 9,08 sek. og í kúluvarpi (2 kg) með 9,40 m. Árangur hans í þrístökkinu er HSK-met en fyrra metið átti Styrmir Dan Steinunnarson, Þór. Hákon Birkir Grétarsson vann gullverð- laun í kúluvarpi (2 kg) með 10,03 m og varð annar í hástökki með 1,33 m. Hildur Helga Einarsdóttir varð önnur í kúluvarpi (2 kg) með 8,39 m. Pétur Már Sigurðsson vann gullverð- laun í hástökki með 1,63 m, varð annar í kúlu- varpi (3 kg) með 12,13 m og þriðji í þrístökki með 10,27 m. Keppendur frá Ung- mennafélagi Akureyrar stóðu sig einnig með prýði. Kolbeinn Fannar Gíslason sigraði 60 m hlaupið í flokki 12 ára pilta á tímanum 8,47 sek. Ragúel Pino Alex- andersson, sem einnig keppti í flokki 12 ára pilta, sigraði í eftirfarandi greinum: 600 m hlaupi á tímanum 1:45,09 mín., 60 m grin- dahlaupi á tímanum 10,65 sek. og hástökki með stökk upp á 1,51m. Þá varð hann í öðru sæti í þrístökki með stökki upp á 8,97 m og í kúluvarpi með kasti upp á 8,94 m. Ragúel varð í 3 sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,53 sek. Sunneva Kristjánsdóttir, sem keppti í flokki 11 ára stúlkna, varð í öðru sæti í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,33 m. Rún Árna- dóttir, sem keppti í flokki 15 ára stúlkna, sigr- aði í hástökki þegar hún flaug yfir 1,55 m og varð í 3. sæti í kúluvarpi með kasti upp á 11,66 m. Sesselja Dís Hreiðarsdóttir, sem keppti í flokki 14 ára, varð í 2. sæti í kúluvarpi með kasti upp á 9,97 m. Ásgerður Jana Ágústsdóttir, sem keppti í flokki 16–17 ára stúlkna, sigraði í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,63 m og kúluvarpi með kast upp á 13,87 m. Þá varð hún í 2. sæti í 60 m grinda- hlaupi á tímanum 9,44 sek. og í þriðja sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,41sek. Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum: Góður árangur og frábær þátttaka Steingrímur Örn Þorsteinsson, UÍA, 13 ára, frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, sigraði í 200 metra hlaupi. Hinrik Snær Steinsson, FH, (til vinstri) varð í 2. sæti og Daði Þór Jóhanns- son, frá Fáskrúðsfirði (til hægri), varð í 3. sæti. Þrístökk 15 ára pilta: Fannar Yngvi Rafnar- son, Umf. Þór, í 1. sæti á nýju Íslandsmeti, 12,98 m, 2. sæti (til vinstri) Guðmundur Smári Daníelsson, UMSE, 11,76 m, og 3. sæti (til hægri) Guðmundur Karl Úlfarsson, Ármanni, 11,39 m. Hástökk stúlkur 11ára: 1. sæti Solveig Þóra Þorsteinsdóttir, Umf. Þór, 1,43 m (HSK-met), 2. sæti (til vinstri) Sunneva Kristjáns- dóttir, UFA, 1,33 m, og 3. sæti (til hægri) Elín Helena Karlsdóttir, Breiðabliki, 1,33 m.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.