Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 9
„Ég kem úr allt annarri starfs- stétt og orðinn fullorðinn en það hefur lengi blundað í mér að tengjast sjávarútveginum betur. Þess vegna ákvað ég að hefja nám hér,“ segir Hermann Hermannsson málarameistari. Hermann er frá Ólafsfirði en hefur búið lengst af á Akranesi. Hann starfar við fag sitt hjá HB Granda og er því viðloðandi sjávarútveginn þótt með öðr- um hætti sé en almennt tíðkast. „Það er aldrei of seint að læra. Sjávarútvegurinn hefur verið áhugamál mitt í gegnum tíðina. Ég hef verið til sjós og unnið í fiski, frystihúsi og saltfiskvinnslu svo dæmi séu nefnd.“ Hermann er í fjarnámi við Fisktækniskól- ann en ekur frá Akranesi þegar hann þarf að sækja tíma í Grindavík. Hann hóf nám í haust. „Ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður en svo æxluð- ust mál þannig að ég lagði fyrir mig málaraiðnina. Það var alla tíð talað niður til fiskvinnslunn- ar. Almenna viðhorfið var að maður kæmist eiginlega ekki neðar en að vera í fiskvinnslu eða veiðum. En það hefur allt snúist um sjávarútveg mann fram af manni í minni ætt. Móð- urbróðir minn er útgerðarmað- ur og faðir minn sjómaður og það er salt í æðum mínum.“ Hermann fær verkefni af margvíslegum toga frá skólan- um og heimsækir vinnustaði á Akranesi. Þar leitar hann svara við ákveðnum spurningum sem hann skilar í tölvutæku formi til kennara sinna. Verkefnin snúa að rekstri fyrirtækjanna, sögu þeirra og markmiðum og hver framtíðarsýn þeirra er. Einnig er komið inn á menntun starfs- manna fyrirtækjanna. „Þetta er stærsta atvinnu- grein Íslendinga en þarna er lægsta menntunarstigið. Stjórn- endur eru margir háskóla- gengnir viðskiptafræð ingar eða með sjávarútvegsfræði úr há- skóla. En menntun millistjórn- enda er ábótavant, myndi ég ætla,“ segir Hermann. Hann segir að yfirleitt sé um góða starfsmenn að ræða en menntun þeirra felist í mörgum tilfellum einungis í styttri nám- skeiðum en ekki heildstæðri sjávarútvegsmenntun. Her- mann segist vera með puttann á púlsinum vegna starfa sinna hjá HB Granda, þar sem mjög víðtæk starfsemi fer fram. Þar er fiskvinnsla, síldarvinnsla, þurrk- un, hrognavinnsla, útgerð og nánast allt sem viðkemur sjáv- arútvegi. „Það eru forréttindi að hafa aðgang að svo víðu sviði innan sjávarútvegsins. Auk þess er HB Grandi fyrirmyndar fyrirtæki og gott að vinna þar. Fyrirtækið skilar alveg gríðarlega miklu til samfélagsins á Akranesi. Sam- legðaráhrifin eru mikil og at- vinnulífið á staðnum blómstrar í kringum HB Granda.“ Námið er fjórar annir. Tvær innan skólans og aðrar tvær í starfsnámi. Samhliða starfs- náminu er unnið að ákveðnum verkefnum. „Þetta opnar von- andi dyr fyrir mig innan sjávar- útvegsfyrirtækja í störf sem gæðastjóri, verkstjóri eða eitt- hvað því um líkt. Ég myndi ætla að það væri metnaður hjá mönnum að hækka menntun- arstigið innan sjávarútvegsfyrir- tækja. Það er alla vega rætt um það á tyllidögum.“ Aldrei of seint að læra - segir Hermann Hermannsson, málari frá Akranesi 9 Hermann Hermannsson ekur frá Akranesi til Grinda- víkur til að sækja nám í Fisktækniskólanum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.