Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 10
10 Guðrún S. Jónsdóttir er frá Vest- mannaeyjum og tengist sjávar- útveginum sterkum böndum. Hún byrjaði í Fisktækniskólan- um síðastliðið haust og er einn af tólf nemendum í árgangin- um. „Ég hef alla mína tíð verið viðloðandi fisk. Ég fór mikið niður á bryggju en pabbi minn var skipasmiður. Ég var líka sjó- mannskona í ein 20 ár en mað- urinn minn var með trillu í Vest- mannaeyjum. En ég kem úr allt annarri starfsgrein því ég var hárgreiðslukona. Síðan fór ég að hanna skartgripi en þegar sonur minn fór í sjávarútvegs- fræði á Akureyri fór ég að hugsa minn gang. Það laukst upp fyrir mér hve dýrmætur fiskurinn er og hvað hann gerir mikið fyrir Ísland. Maður má líka eldast í starfi innan þessarar greinar. Ég veit að ég get fengið vinnu í tengslum við námið og ég hef reyndar fengið loforð þar um. Ég get líka farið út í heim með próf frá þessum skóla og unnið þar við sjávarútveg,“ segir Guð- rún. Hún segir Fisktækniskólann opna fyrir sér margar dyr. Hún geti unnið í fiskvinnslu, á skrif- stofu sjávarútvegsfyrirtækja og við gæðastjórnun hjá hvaða matvælavinnslufyrirtæki sem er. Námið bjóði upp á það. „Ég hef mestan áhuga á að vinna við gæðastjórnun eða markaðsmál. Ég fer innan tíðar í starfsnám hjá Samherja á Akur- eyri og verð þar í tengslum við markaðssetningu og gæða- stjórnun.“ Henni þykir einnig áhugavert að fara inn á rann- sóknarstofur og kynna sér mál sem lúta að auknum gæðum af- urðanna í tengslum við rétta meðhöndlun og kælingu. Guðrún segir að skólinn geri þá kröfu til fyrirtækja sem taki að sér nemendur að þau fylgi þeim vel eftir og uppfræði þá. „Ég er viss um að innan tíðar förum við að hafa fisk í matinn á jólunum. Ég minnist þess alltaf þegar ég heyrði útlending sem hafði flust til Íslands segja að hann vildi hafa fisk í matinn á jólunum því það væri eðal máltíð. Ég held að það sé margt til í þessu og sömuleiðis er viðhorfið til sjávarútvegs að breytast talsvert. Það þykir ekk- ert slor lengur að vera í slori.“ Hún segir að þrátt fyrir tals- verðan aldursmun á yngstu nemendum Fisktækniskólans og þeim elstu sé þetta sam- heldinn hópur og ekkert kyn- slóðabil skilji nemendurna að. „Ég finn mig mjög vel og hlakka á hverjum degi til að koma í skólann. Ég er stolt af sjálfri mér að hafa drifið mig í Fisktækni- skólann. Starfsfólkið hérna er líka mjög sérstakt og gott.“ Tilhlökkun að fara í skólann – segir Guðrún S. Jónsdóttir sem ákvað að leggja greiðuna á hilluna og snúa sér að fiskinum Guðrún S. Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum hefur mestan áhuga á því að starfa við gæða- og markaðsmál.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.